Víkurfréttir - 10.03.1988, Síða 15
mm
juíUt
Fimmtudagur 10. mars 1988 15
Er Gerðahrepp-
ur sofandi?
Undanfarið hafa um-
ræður verið í gangi milli
Keflavíkur og Njarðvíkur-
bæja um Helguvíkurhöfn.
Þessar umræður hafa
spunnist út frá því að þess-
ir bæir eru að yfirtaka
landshöfnina af ríkinu.
Njarðvíkurbær gerir kröfu
til að fá hlut í Heiguvíkur-
höfn líka.
Mig undrar að ekkert
skuli hafa heyrst frá
hreppsnefnd Gerðahrepps
um þetta mál. Eru ráða-
menn hreppsins alveg
fallnir frá þeirri ætlun sinni
að fá þetta land til baka, en
það var tekið af Gerða-
hreppi á sínum tíma vegna
þess að Keflavík vantaði
land undir íbúðabygging-
ar, en forsendur landtök-
unnar brustu er ákveðið
var að gera olíuhöfn í
Helguvík.
Það hefur heyrst að
hreppsnefndin hafi skrifað
öllum þingmönnum okkar
bréf um þetta mál, en að
aðeins einn hafi svarað og
að það hafi verið þingmað-
ur Borgaraflokksins sem
frægur varð fyrir góða
ræðumennsku í þinginu á
dögunum.
Hefur hreppsnefndin
gert eitthvað raunhæft til
að fá Helguvíkina til baka?
Nú hlýtur tækifærið að
vera komið, því sagt er að
,,hæg séu heimatökin", þar
sem sveitarstjóri Gerða-
hrepps er kominn á þing
þessa dagana og því gullið
tækifæri að koma með
tillögu um að þessu landi
verði skilað aftur, því notk-
un þess er orðin allt önnur
en ætlað var og voru aðal
rök fyrir töku landsins á
sínum tíma.
Geirfuglinn á Gerðahólma
Frá upphafí Helguvíkurframkvæmdanna.
Ljósm.: cpj.
„Léttir slipparar
Agætu lesendur.
Eins og fram kom í Víkur-
fréttum 25.02. 1988 var árshá-
tíð Skipasmíðastöðvar Njarð-
víkur haldin 4.03. 1988 í veit-
ingahúsinu Glaumbergi. Fór
hátíðin í alla staði vel fram og
skemmtu starfsmenn, makar
og gestir þeirra sér stórvel.
Hátíðin hófst með borð-
haldi og ber að þakka mat-
reiðslumönnum Glaumbergs
sérstaklega fyrir aldeilis stór-
góðan mat. Því næst var happ-
drætti sem stutt hafði verið af
nokkrum góðhjörtuðum fyrir-
tækjum. Fyrirtæki þessi erú
veitingahúsin Glaumberg,
Glóðin og Brekka; bifreiða-
verkstæðin Skipting og Berg;
verslanirnar Hagkaup, Sam-
kaup, Nonni og Bubbi, Stapa-
fell og Frístund; sólbaðsstofan
Sóley, Hörður rakari og Iðn-
sveinafélag Suðurnesja. Að
happdrættinu loknu skemmti
Jóhannes Kristjánsson veislu-
gestum og fór hann á kostum,
svo vægt sé til orða tekið.
Að skemmtidagskránni lok-
inni sá hljómsveitin Upplyft-
ing um fjörið og dansinn og
tijkst henni frábærlega vel til.
ETns og fram kom í áður-
nefndri grein sá Margeir Mar-
geirsson um veislustjórn og
tókst honum vel upp.
í lokin viljum við þakka öll-
um fyrirtækjum og félögum
fyrir veittan stuðning og sér-
stakar þakkir til veislugesta
fyrir frábæra skemmtun. Þá
þökkum við Skipasmíðastöð
Njarðvíkur fyrir að gera okkur
kleift að halda hátíð þessa.
Skemmtinefnd
Nýja innimálningin
frá Slippíelaginu
BETT og
MILTEX
- er seld í. . .
Litaval
Baldursgötu 14 - Kellavik - Sírni 14737
Verslum þar sem
málarameistari er til aðstoðar!
ÚTGERÐARMENN? SJOMENN?
ALLT TIL FISKVEIÐA HJÁ
ÞJÓNUSTUMIDSTOD
SJÁVARÚTVEGSINS.
Asiaco hf. hefur þjónaö sjávarútveginum í
meira en aldarfjóröung. Viö bjóöum úrval
veiðarfæra, búnaðar og rekstrarvara til fisk-
veiða og fiskiönaðar. Einnig seljum við fyrir
ykkur aflann.
Reyniö viðskiptin. Hröð afgreiðsla af lager
eöa beint frá framleiðendum.
asiaco
Vesturgötu 2 Pósthólf 826
121 Reykjavík Sími (91) 26733