Víkurfréttir - 17.03.1988, Blaðsíða 1
ímn
Lar,dsfaók
101
11. tbl. 9. árg. Fimmtudagur
Alvopnaðir hermenn á
Hafnargöturúntinum
ðk framan
á vöru-
bíl
Guðbjörg Fríða Guðmundsdóttir
Fegurðardrottning Suðurnesja 1988
GUÐBJÖRG FRÍÐA GUÐMUNDSDÓTTIR, 19ára Keflvíkingur,
var kjörin „Fegurðardrottning Suðurnesja 1988“ í Glaumbergi á
laugardagskvöldið. „Mér gekk vel þegar við komum fram, en ég
þorði þó aldrei að hugsa til þess að ég gæti unnið“, sagði Guðbjörg
Fríða. Ljósmyndafyrirsæta var kjörin Oddný Nanna Stefánsdóttir úr
Keflavík, og Margrét Örlygsdóttir úr Njarðvík hreppti titilinn Vin-
sælasta stúlkan. - Sjá nánari umfjöllun og myndir á bls. 4 og í mið-
opnu.
Nótt eina um síðustu
helgi urðu lögreglumenn á
eftirlitsferð um Hafnargöt-
una í Keflavík varir við
óvenjulega sjón. Um varað
ræða herbíl þar sem í voru
fjórir hermenn undir al-
væpni.
Voru þeir umsvifalaust
stöðvaðir og þóttust hafa
villst á leið sinni frá Rock-
ville-stöðinni á Miðnes-
heiði. Var þeim þegar vísað
inn fyrir girðingu varnar-
svæðisins, enda með öllu
óheimilt að aka hér um
götur undir vopnum.
Sjóeldi hf.:
Verður sjó-
kvíaeldi
hætt
vegna
galla
í nót-
unum?
Sjóeldi hf. i Höfnum helur
auglýst cl’tir tilbóðum í út-
halskvíar sínar, sem staðsett-
ar eru undir Vogastapa,
ásaml legulærum og
þjónustubátnum Tuma II.
Asiæðan l'yrir auglýsingu
þessari er sú staða sem
komin er upp hjá fyrirtæk-
inu, hvort hætta á þessu eldi
eða ekki.
Að sögn Jóns G. Gunn-
laugssonar, framkvæmda-
stjóra fyrirtækisins, voru
kvíar þessar, sem eru að
Bridgestone-gerð, keyptar
vegna þess að þær áttu að
þola 7 metra ölduhæð. Þó
ölduhæð hafi aldrei náð
meiri hæð en 3'/: til 4 ntetra,
hefði nótin samt gefið sig
fjórum sinnum. Hefðu opn-
ast allt að 10 metra göt og
fiskurinn sloppið þar út.
Sagði Jón að tjón af þessu
væri komiðuppí 17 milljónir
og því eigin áhætta orðin
ansi mikil, þar seni framleið-
endur vildu ekki viðurkenna
að um galla í nótum kvíanna
væri að ræða. Sitja þeir Sjó-
eldismenn nú því uppi með
gallaðar nætur sem netagerð-
armenn hafa skoðað og fall-
ist á að svo sé, en framleið-
andi neitar að greiða. Sam-
fara því hrynja tekjur af eld-
inu en rekstrarkostnaður
stendur áfram í stað.
„Við verðum því nú að
taka ákvörðun um það hvort
haldið verði áfram, eða hing-
að og ekki lengra. Eða þá að
fara í málaferli við framleið-
anda nótanna. Um aðra
kosti er ekki að ræða“, sagði
Jón í samtali við blaðið,
„þess vegna höfum við
auglýst þetta til sölu til þess
að kanna viðbrögðin".
Þó nokkuð var um sntá-
óhöpp í snjókomunni og
þungfærðinni á þriðjudag í
síðustu viku. Bæði var um
árekstra milli ökutækja að
ræða og eins að ekið var á
fasta hluti, s.s. Ijósastaura
og rafmagnskassa.
Einn þessara árekstra
varð þó mjög harður, er
fólksbifreið ók framan á
vörubíl sem kom úr gagn-
stæðri átt. Fólksbifreiðin
var að taka fram úr og sá
ökumaðurinn ekki vöru-
bifreiðina sökum snjókom-
unnar. Varð óhapp þetta á
Garðvegi og af þvi hlaust
rnikið eignatjón en slys
óveruleg.
Eldur í
eldavél
Slökkvilið Brunavarna
Suðurnesja var kvatt út í
kvöldmatartímanum á mið-
vikudag i liðinni viku. Var
tilkynnt urn lausan eld að
Hringbraut 78 i Keflavík. Er
að var komið reyndist vera
laus eldur i baki eldavélar í
einni af íbúðum hússins. Tók
slökkvistárfið skamma
stund og tjón varðóverulegt.
Hitaveitan
hafnaði
kröfu
bæjarráðs
Grinda-
víkur
Stjórn Hitaveitu Suður-
nesja hefur hafnað ósk bæj-
arráðs Grindavíkur um að
rifta samningum um leigu
á baðhúsinu við Bláa lónið
og bjóða reksturinn út að
nýju. Að sögn Ingólfs Að-
alsteinssonar, forstjóra
Hitaveitunnar, voru að
dómi stjórnarinnar engin
efnisleg rök fyrir því að
framkvæma ósk bæjarráðs-
ins.
Nokkur óánægja hefur
verið með þá ákvörðun
Hitaveitunnar að semja við
hæstbjóðanda og leyfa
honum síðan að hækka
gjaldskrána eins og hann
hefur þegar gert. Kom
þetta skýrt fram í grein
Kristjáns Péturssonar hér í
ölaðinu fyrir skemmstu.