Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.03.1988, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 17.03.1988, Blaðsíða 16
16 Fimmtudagur 17. mars 1988 \>iKun (UMt Vantar þig glæsilegt leiguhúsnæði til frambúðar? Framtíðarhúsnæði Til leigu á besta stað í bæn- um um 350 m2 húsnæði á 3. hæð Bústoðarhússins, Tjarnargötu 2 í Keflavík. Húsnæðið sem í boði er snýr að Tjarnargötu og Túngötu (sjá teikningu). Leigt út í einni eða smærri einingum. Snyrtilegur og þægilegur stigagangur. Nánari upplýsingar ástaðn- um eða í síma 13377. BÚSTOÐ ® -i- :i,5 — TIL LBIGU Ca ■ 780m 2 . TIL LB/G-U //Om2 ca IJjörtjvin Jónsson skákmeislari tcDdi ijöltelli við unga sem aldna. Ljósm.: hhb./pkcl. Margir lilu inn og l'engu sér kalllsopa á þessum tímamótum. Jóhanna Reynisdóttir, útibússtjóri, og Valdimar Harðarson, sem hannaði hreytingar bankans. Lúðrasveit Tónlistarskóla efni fyrir utan bankann. Glæsibragur í Versl- unarbankanum í tilefni af kynningardegi Verslunarbankans hf. í Kefla- vík á föstudagá nýjum innrétt- inguni og öðrum breytingum, var iðnaðarmönnum er unnu að þeim ásamt starfsfólki boðið að þiggja veitingar í bankanum eftir lokun þann dag. Að sjálfsögðu litu blaða- menn Víkur-frétta þar við og voru þá meðfylgjandi myndir lestar á filmu. Hafa verið gerðar miklar breytingar á afgreiðslusalnum og er mikill glæsibragur þar yfir öllu. Er afgreiðslan orðin með vistlegri bankaafgreiðsl- um á svæðinu. Fyrr um dag- inn var almenningi boðið upp á kaffi og kökur ásamt því að spreyta sig í skák við skák- meistara okkar, Björgvin Jónsson, svo og að hlusta á Lúðrasveit Tónlistarskóla Kellavíkur leika nokkur lög. Um þessar mundir eru liðin 25 ár Irá því Verslunarbank- inn opnaði afgreiðslu I Kella- vík. Þessu var fagnað á-þess- um merkisdegi, svo og Jóhönnu Reynisdóttur, úti- bússtjóra, sem tók nýverið við því starfi og varð þar með fyrsta konan til að gegna starfi útibússtjóra I Verslunarbank- anum. Hönnuður breytinga þess- ara er Keflvíkingurinn Valdi- mar Harðarson. Þá lýkur í dag verðlauna- getraun sem Verslunarbank- inn hefur dreift í öll hús hér á Suðurnesjum. Snýst getrauna- leikur þessi um starfsemina hér syðra. Eftir helgi er síðan að vænta upplýsinga um verðlaunahafa.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.