Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.03.1988, Blaðsíða 3

Víkurfréttir - 17.03.1988, Blaðsíða 3
viKun (tiW* Fimmtudagur 17. mars 1988 3 17 MILLJÖN KRÖNATAP - vegna niðurskurðar jöfnunarsjóðs sveitarfélaga Sú ákvörðun ríkisstjórn- arinnar að skera niður lög- bundin framlög til jöfnun- arsjóðs sveitarfélaga jafn- gildir á sautjándu milljón fyrir öll sveitarfélögin á Suðurnesjum. Þar af missir KeHavíkurbær einn um 8 milljónir króna eða rúmar 1000 krónur á hvern íbúa. Af þessu tilefni lagði Vil- hjálmur Ketilsson, bæjar- stjóri í Keflavík, eftirfar- andi bókun fyrir fund bæj- arstjórnar Keflavíkur síð- asta þriðjudag: ,,Bœjarstjórn Keflavíkur mótmœlir harðlega ákvörð- un ríkisstjórnarinnar vegna niðurskurðar á lögbundnum framlögum tiljöfnunarsjóðs sveitarfélaga I tengslum við efnahagsráðstafanir henn- ar, sem bitna harkalega á fjárhag sveitarfélaga um land allt. Þá harmar bœjar- stjórn að slegið skuli á frest gildistöku um verkaskipt- ingu milli ríkis og sveilar- félaga.“ Var samþykkt sam- hljóða að senda bókun þessa til Þorsteins Pálsson- ar forsætisráðherra. Hlévangur Teikningum hafnað Dvalarheimili aldraðra Suð- urnesjum hefurlagt fram fyrir- spurn til bygginganefndar Keflavíkur, hvort leyfðar yrðu viðbyggingar við Faxabraut 13 (Hlévang) samkvæmt tillögu- uppdráttum teiknistofunnar Artik frá því í sept. ’87. Var mál þetta kynnt á fundi bygg- inganefndar 3. febrúar ’88 og þá vísað til umsagnar ná- granna og bárust umsagnir þriggja nágranna. A fundi bygginganefndar- innar 9. mars var eftirfarandi bókun gerð um málið: ,,Nefndin hafnar framkomn- um teikningum þar sem ekki er möguleiki á bifreiðastœðum, húsin eru of nálœgt lóðarmörk- um, aðkoma fyrir slökkvilið er erfið og nýtingarhlutfall of hátt. Bygginganefnd vill benda á, að rétt væri að athuga aðra möguleika á staðsetningu slíkr- ar byggingar, svo hún verði ekki of aðþrengd og hafi vaxt- armöguleika." Kom málið síðan til umræðu á fundi bæjarstjórnar Kefla- víkur síðasta þriðjudag og þar urðu um það miklar umræður. Töldu bæjarfulltrúar eins og Ingólfur Falsson og Hannes Einarsson að bæjarstjórn hefði á sínum tíma veriðeinhuga um málið og þar hefðu aldrei heyrst andmæli frá nokkrum bæjarfulltrúa um málið. Hér væri hins vegar um ótvíræða afgreiðslu bygginganefndar og óeðlilega afgreiðslu. Taldi Ing- ólfur þessa afgreiðslu nokkuð líka ýmsum öðrum afgreiðsl- um bygginganefndar að und- anförnu en Hannes taldi bók- un þessa óheppilega. Kom fram hjá fleirum bæj- arfulltrúum ótti um að þessi afgreiðsla gæti haft óheppileg áhrif varðandi samstarfið inn- an stjórnar DS. Að lokum var fundargerð bygginganefndar samþykkt með fyrirvara um síðari máls- grein bókunar þessarar, með öllum atkvæðum nema Garð- ars Oddgeirssonar. Var ástæð- an sú að bæjarfulltrúar voru sammála um að hér yrði að sjálfsögðu að hlíta lögum og reglum eins og fram kæmi í fyrri hlutanum. Sauðkrækingar: Vilja láta banna körfu- boltamót í Grindavík „Greinilegt er að unglingar í Grindavík eiga við mikla hegðunarerfiðleika að etja eða þá að þeim er svona meinilla við unglinga frá Norðurlandi vestra. Ekki skal fullyrt um hvor skýringin er rétt, en eitt er víst að svona framkoma er ekki til fyrirmyndar né fram- dráttar fyrir sjávarplássið Grindavík, og ætti að banna þeim til framtíðar að halda körfuboltamót”. Þessi tilvitnun er tekin úr blaðinu Feyki, sem er óháð fréttablað fyrir Norðurland vestra og kom út 9. mars sl. Greinin úr Feyki Virðist á þessu sem þeir Feyk- ismenn á Sauðárkróki séu á því að sökin sé öll hjá Grind- víkingum, en að hluta til hjá þeim norðanmönnunt, eins og fram kom hér í síðasta tölu- blaði, er rætt var við lögregl- una í Grindavík. GOLDSTAR 20” sjónvarp ÁÐUR 37.400 NÚ 33.700 stgr. MARK 20” sjónvarp ÁÐUR 31.600 NÚ 22.700 stgr. MARK 14” sjónvarp ÁÐUR 21.200 NÚ 18.990 stgr. SHARP samstæða Stórkostleg verðlækkun í Samkaup! ÁÐUR 26.500 NÚ 23.850 stgr. SINGER EXCLUSIVE ÁÐUR 22.800 NÚ 17.460 stgr. BAUKNECHT frystir 203 I. 15% stgr.afsláttur GOLDSTAR 20” sjónvarp BAUKNECHT VA 8310 WS ÁÐUR 34.100 NÚ 30.650 stgr. SINGER SAMBA 7 ÁÐUR 22.800 NÚ 18.460 þvottavél, 900-650 snún. ÁÐUR 56.550 NÚ 43.290 stgr. MARK myndbandstæki m/fjarst. ÁÐUR 37.500 NÚ 31.800 stgr. HUGIN ryksuga ÁÐUR 10.400 NÚ 8.900 stgr. SINGER 8618 Electronic ÁÐUR 29.900 NÚ 20.995 stgr. SAMKAUP Mikið úrval af öðrum raf- tækjum á frábæru veröi. TILBOÐ I FATADEILD s.s. sængur kr. 2.399 og koddar á 799 krónur. SÍMI 11540

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.