Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.03.1988, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 17.03.1988, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 17. mars 1988 13 Hárgreiðsludömur, snyrtidömur og sólbaðsherrann, - fólkiðsem sá um að fegurðardömurnar litu vel út. Guðbjörg Fríða ásamt hluta af fjölskyIdu sinni á glcðistund. Einvarður .lóhannsson afhenti stúlkunum gjafir og var þeim styrk stoð á sviðinu. Hann kom í stað Eðvarðs sundkappa, scm komst ekki, og stóð sig með prýði. Kristín Jóna Hilmarsdóttir, Ungfrú Suðurnes 1987, krýnir nýja fegurðardrottningu, Guðbjörgu Fríðu. „Hugsaði ekki um að vinna" - segir Guðbjörg Fríða Guðmundsdóttir, ,,Fegurðardrottning Suðurnesja 1988“ - „Er að komast niður á jörðina“ Guðbjörg Fríða Guðmunds- dóttir, 19 ára Keflavíkurmær, var kjörin Fegurðardrottning Suður- nesja 1988 í Glaumbergi á laug- ardagskvöldið. Kristín Jóna Hilmarsdóttir, Ungfrú Suðurnes 1987, krýndi hina nýju fegurðar- drottningu sem dómnefnd valdi úr hópi 8 stúlkna. Er óhætt að segja að sjaldan eða aldrei hafi valið verið eins erfitt eins og nú. Ljós- myndafyrirsæta Suðurnesja 1988 var kosin Oddný Nanna Stefáns- dóttir, 18 ára Keflvíkingur. Mar- grét Örlygsdóttir, 23 ára Njarð- víkingur, var kjörin vinsælasta stúlkan úr hópi þátttakcnda, af stúlkunum sjálfum. Frábær stemming var í Glaumbergi þegar stúlkurnar voru krýndar upp úr miðnætti. Færri komust að en vildu á þessa glæsilegu skemmtun, þar sem allt var lagt í sölurnar til að gera kvöldið sem best úr garði. Hugsaði ekki svona langt „Ég er að komast niður á jörð- ina núna. Hamingjuóskum hef- ur rignt yfir mann og blómvend- ir streymt heim frá ótrúlegasta fólki. Eins voru viðtökurnar í skólanum í dag skemmtilegar,“ sagði Guðbjörg Fríða þegar við slógum á þráðinn til hennar á mánudagskvöldið. Attirðu von á að sigra? „Nei, ég hugsaði aldrei svo langt. Mérgekk hins vegarmjög vel þegar við komum fram um kvöldið en þó aldrei svo að ég hugsaði um að vinna.“ Hvað er framundan hjá Feg- urðardrottningu Suðurnesja 1988? „Það verða nú ekki stórkost- legar breytingar á mínu lífi þrátt fyrir þetta. Ég held áfram í skól- anum og í Sparkaup á kvöldin. Fljótlega mun hópurinn fyrir Is- landskeppnina hittast og æfing- ar hefjast fyrir þá keppni. Eg mun þó stunda æfingar áfram hjá Birnu Magnúsdóttur þangað til.“ Hvernig leggst íslandskeppn- in í þig? „Ég er nú ekki farin að hugsa svo langt, en annars bara vel. Maður reynir að gera sitt besta eins og alltaf," sagði þessi geð- uga fegurðardrottning, nýkom- in inn úr dyrunum eftir að hafa verið í viðtali á Stöð 2. Glæsilegar gjafir Guðbjörg Fríða fór heim hlaðin gjöfum. Hún fékk 50 þús. krónur frá Sparisjóðnum í Keflavík, sólarlandaferð frá Ut- sýn og HH-umboðinu í Kefla- vík, demantshring frá Georg V. Hannah, fjataúttekt í versluninni Kóda, sriyrtivörur frá Snyrti- vöruversluninni Gloriu, Stefáni Thorarensen heildverslun og Apotéki Ketlavíkur. Loks fékk hún hárgreiðslu frá Elegans, snvrtingu frá Gloriu, leikfimi hjá Birnu Magnúsdóttur og ljósaböð í Sólhúsinu, allt í eitt ár svo hún geti haldið sér í góðu formi.iJtt’inn hjá Ola gaf svo Ljósmyndafyrirsætu Suðurnesja 1988 Canon myndavél. Oddný Nanna getur því skipt um hlut- verk og myndað sjálf. Dómnefndin ánægð Dómnefndin var skipuð þeim Olafi Laufdal, sem var formað- ur hennar, Sigtryggi Sigtryggs- syni og Friðþjófi Helgasyni og Suðurnesjadömunum Kolbrúnu Jenný Gunnarsdóttur og Önnu Margréti Guðmundsdóttur. Ljósmyndararnir Heimir Stígs- son og Páll Ketilsson völdu Ljósmyndafyrirsætuna. Þeir Ólafur. Friðþjófur og Sigtryggur hafa setið í dóm- nefndum í flestum forkeppnun- um sem haldnar hafa verið í ár. Aðspurðir um framkvæmd keppninnar hérna sögðu þeir hana hafa verið til fyrirmyndar. „Þetta er án efa glæsilegasta for- keppnin í ár,“ sögðu þeir í sam- tali við blm. Víkurfrétta. Óvænt hjá Einari Einar Júlíusson og Anna Vil- hjálms brugðust ekki frekar en fyrri daginn. Fegurðardísirnar brugðu síðan á leik og tóku lagið með Einari við mikinn fögnuð. Skemmtiatriði, maturinn, þjón- ustan og hreinlega allt gekk eins og í sögu þetta kvöld, sem verð- ur áreiðanlega seint gleymt hjá llestum. Guðbjörg Fríða á góðri stund með kærastanum, Einari Guðmundssyni. Dómnefndin, f.v.: Friðþjófur, Sigtryggur, Anna Margrét, Ólafur Stúlkurnar skála við eigendur Glaumbergs að lokinni keppni, Ragnar Öm og Sigríði, og hinn eldhressa og Kolbrún. Val Armann. Glæsilegur bópur. Stúlkurnar saman kotnnar á sviðinu í sundbolum. Mömmur, pabbar, frænkur, frændur og aðrir aðstandendur hylltu sínar dömur og klöppuðu þeim lof í lófa, eins og sjá ntá af þessum myndum. LJÓSMYNDIR: Hilmar Bragi Bárðarson, Margeir Vilhjálmsson og Páll Ketilsson.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.