Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.03.1988, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 17.03.1988, Blaðsíða 15
mun Frá æfíngu Leikfélags Keflavíkur á Skemmtiferð á vígvöllinn. Ljósm.: epj. Fimmtijdagur 17. mars 1988 15 Laxnessvaka á opnunar- kvöldi Menningarvöku Leikfélag Keflavíkur: Skemmtiferð á vígvöllinn Nú standa yfir hjá Leikfél- agi Keflavíkur æfingar á leik- ritinu Skemmtiferð á vígvöll- inn eftir Arrabal, en í þýðingu Jökuls Jakobssonar. Sex leik- endur koma fram undir leik- stjórn Huldu Olafsdóttur. Skemmtiferð á vígvöllinn er ádeiluverk á stríðsleiki en þó sprenghlægilegt, án þess að vera hefðbundið gamanleikrit. Verkið verður frumsýnt í Glaumbergi 28. mars sem einn af viðburðunum í menningar- vöku Suðurnesja, sem þá mun standa yfir. „Allra meina bót" er nafn á fyrsta dagskrárlið Menningar- vöku Suðurnesja, sem haldin verður hér á Suðurnesjum dag- ana 18. mars til 9. apríl. „Allra meina bót“ er nafn á leikverki sem Litla leikfélagið frumsýnir í Garðinum 18. mars, en nafnið getur einnig vel átt við Menn- ingarvökuna í heild, sem von- andi verður allra meina bót. Alla vega er Ijóst að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, því hver menningarvið- burðurinn mun reka annan. Sérstakt opnunarkvöld verður n.k. miðvikudag 23. mars og mun framkvæmda- stjóri SSS, Eiríkur Alexand- ersson, þá setja vökuna. Ann- ars mun þetta opnunarkvöld verða sérstök Laxnessvaka, haldin skáldinu til heiðurs. Verður honum m.a. afhent stytta af hesti Steinars undir Steinahlíð, Krapa, úr bókinni Paradísarheimt. Það er eng- inn annar en Erlingur Jónsson listamaður úr Keflavík, sem hefur gert styttuna, og verður hún afhent skáldinu við þetta tækifæri. Auk hans er búist við að forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir, verði sérlegur gestur kvöldsins. Fleiri góðir gestir flytja ávörp, m.a. Birgir Isleifur Gunnarsson mennta- málaráðherra. Þá verður flutt- ur leikþáttur úr einu af verk- um skáldsins, íslandsklukk- unni, og tónlistaratriði. Vak- an hefst kl. 20.30 í Félagsbíói og eru allir velkomnir og hvattir til að mæta. Aðgangs- eyrir er enginn. Tveimur dögum síðar verður næsti liður Menningar- vökunnar. Þá verða haldnir tónleikar í Ytri-Njarðvíkur- kirkju með þátttöku allra tón- listarskóla á Suðurnesjum. Sama kvöld verður önnur sýn- ing hjá Litla leikfélaginu í Garðinum. Siðan mun hver viðburðurinn reka annan, s.s. popptónleikar í Glaumbergi, frumsýning Leikfélags Kefla- víkur á verkinu „Skemmtiferð á vígstöðvarnar", og tvennir tónleikar hjá Karlakór Kefla- víkur í Félagsbíói, 29. og 30. mars. Myndlistar- og högg- myndasýningar verða í Sand- gerði. Þær Asta Pálsdóttir og Halla Haraldsdóttir ásamt Erlingi Jónssyni sýna í Fjöl- brautaskólanum, og þær Þórunn Guðmundsdóttir og Halldóra Ottósdóttir í Sand- gerði. Sigríður Rósinkarsdótt- ir sýnir í Grindavík á Vordög- um Bókasafns Grindavíkur. Loks má getabókmenntakynn- ingar í Stóru-Vogaskóla, þar sem Jón Dan verður kynntur og þá verður Menningarvök- unni formlega slitið. Síðasti dagskrárliður vök- unnar verður skemmtun fyrir börn í Félagsbíói 9. apríl. Þar munu börn úr öllum skólum á svæðinu flytja fjölbreytta dagskrá. ii iii ii iii R Si Byggðasafn Suðurnesja Opið á laugardögum kl. 14-16. Aðrir tímar eftir samkomu- lagi. - Upplýsingar í símum 13155, 11555 og 11769. FRUMSÝNING AjjRA MEINA BÖT litta teiWélafli^ínir í Sn"*Sp^Æ'- “JSSáEr- Grta Hreinsdottir. Jon Juliusson. _ sýhinbab ■ FÖSTUDAGUR 18/3 kl. 21.00 ***** ■ SUNNUDAGUR 20/3 kl. 20.30 ■ FÖSTUDAGUR 25/3 kl. 23.30 ^ ■ LAUGARDAGUR 26/3 kl. 21.00 ■ MIÐVIKUDAGUR 30/3 kl. 21.00_____ MIDAVERD KR. 900. ■ KAFFIINNIFALIÐ KAFFIBRAUÐ TIL SÖLU í HLÉI MIÐAPANTANIR í SÍMA 27133 EFTIR KL. 19.00 SÝNINGARDAGA. SYNINGAR VERÐA I KAFFIHUSASTIL

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.