Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.03.1988, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 17.03.1988, Blaðsíða 24
Gunnlaugur Þorgilsson. Árni Kristinn Gunnlaugss. Birkir Friðbjörnsson. SPURÐU SPARISJÓÐINN AFGREIÐSLA er að Vallargötu 15. - Símar 15717. „Fimleikamaður“ slasaðist í Glaumbergi Einn dansgesturinn i Glaumbergi á laugardags- kvöldið slasaðist nokkuð í andliti, nt.a. nefbrotnaði, er hann féll af efri svölun- um og niður á sviðið. Að sögn Ragnars Arnar Pét- urssonar í Glaumbergi bar slysið að með þeim hætti, að umræddur aðili var að standa á höndum á handr- iðinu uppi á svölunum, missti jafnvægið og féll niður. Mun hangandi hátalari yfirsviðinu hafa tekiðtölu- vert al' fallinu, em siðan lenti hann utan í tveimur öðrum gestum og hafnaði loks í gtMfinu. Var hann ásamt öðrum aðilanum sem hann lenti á, lluttir undir læknishendur. Lögreglan leiðbeinir Alls barst lögreglunni í Keflavík, Njarðvík og Gullbringusýslu 13 tilkynningar um umferðar- óhöpp i siðustu viku. Að- eins var um eignatjón að ræða í þessum tilfellum. Kom það þvi i hlut lög- reglunnar að leiðbeina að- ilum málsins um útfyllingu á nýju tjónaeyðublöðun- um sem tóku gildi um síðustu mánaðamót. Þá voru sjö ökumenn teknir um síðuslu helgi fyrir grun unt meinta ölvun við akstur og einn fyrr í vikunni. Innbrot Aðfaranótt fimmtudags- ins í síðustu viku var brot- ist inn í vélbátinn Reyni GK 177 þar sem hann stendur uppi hjá Skipa- smíðastöð Njarðvíkur. Var stolið þaðan sjónauka, auk þess sent farið var í lyfja- kistu skipsins. Málið er nú i rannsókn. Ég hélt að það hefði verið feg- urðarsamkeppni en ekki fim- leikasýnining í Glaumbergi. ■ ■ Knarrarnes KE-399, sem fórst. 1-jósm.: cpj. Eldur í flóða- Um miðjan dag á fimmtu- dag í síðustu viku varð íbúi við Hamragarð var við að eldur var kominn upp í óskráðum Subaru-bíl, sem stóð í inn- keyrslunni hjá einum félag- anna sem flytja inn hina svo- nefndu flóðabíla. Varslökkvi- lið Brunavarna Suðurnesja þegar tilkynnt um eldinn. Af þessu hlaust mjög mikill reykur sem lagði yfir Garða- hverfi og Heiðarbyggð í Kefla- vík. Eldurinn var í vélarrúmi bifreiðarinnar, sem trúlega er ónýt, bæði af völdum eldsins og reyks, sem fyllti bifreiðina. Frá slökkvistarfinu í Hamragarðinum í Keflavík. Ljósm.: epj. Arangurslaus leit að skipverjunum þremur Þrátt fyrir mikla leit sjálf- boðaliða úr björgunarsveit- unum á Suðurnesjum hefur ekkert fundist rekið úr Knarrarnesi KE-399 á fjör- um, en leitað hefur verið frá Stafnesi og inn á Vatnsleysu- strönd. Knarrarnes KE-399 fórst um 8 sjómílur NV af Garð- skaga á laugardag og með því þrír rhenn. Þeir voru Gunnlaugur Þorgilsson skipstjóri, Hjallavegi 1, Njarðvík, fæddur 25. sept- ember 1946. Hann lætureftir sig þrjú börn. Sonur hans, Arni Kristinn Gunnlaugs- son, var einnig skipverji á bátnum. Hann var til heim- ilis að Hólagötu 5, Njarðvík, fæddur 24. október 1967, ókvæntur og barnlaus. Þriðji skipverjinn hét Birkir Frið- björnsson, Garðavegi 2 í Keflavík, fæddur 15. maí 1970. Síðast sást til Knarrarness- ins um klukkan 11.30álaug- ardag er það sigldi fram hjá bátum með netatrossu um borð. Skömmu síðar sigldi Gunnar Hámundarson GK 357 fram á mikið brak sent reyndist vera úrbátnum. Var þá þegar skipulögð mikil leit á sjó sem í tóku þátt um 15 bátar, þyrla og flugvél. Fannst þegar mikil brak og þótti því óyg&jandi að bátur- inn hefði farist og hefur áhöfn hans nú verið talin af. Báturinn var 11 tonna eik- arbátur, svonefndur Báta- lónsbátur, byggður í Hafn- arfirði 1972, en hefur verið í eigu Gunnlaugs síðan 1979. Þrátt fyrir mikla leit hefur björgunarbáturinn ekki fundist og er talið að orsökin geti verið sú að netatrossan, sem var á dekki bátsins, hafi flækst í björgunarbátnum og hann því ekki komist upp.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.