Víkurfréttir - 17.03.1988, Blaðsíða 20
20 Fimmtudagur 17. mars 1988
Grímur vann í 2. flokki
Grímur Sigfússon varð
sigurvegari á 2. flokks mót-
inu í snóker, sem haldið var á
Knattborðsstofu Suðurnesja
fyrir skömmu. Annar varð
Kjartan Már Kjartansson og
þriðji Ingi Bjarnason.
Gott hjá Berki
Börkur Birgisson náði frá-
bærum árangri í snóker-móti
Stöðvar 2 um sl. helgi. Hann
sigraði 4 erfiða andstæðinga í
undankeppninni og komst í
4ra manna úrslit, en leikið
var eftir útsláttarfyrirkomu-
lagi. I 4ra manna úrshtum
tapaði hann fyrir Agústi
Agústssyni, margföldum Is-
landsmeistara. Urslitaleikn-
um verður sjónvarpað í
beinni útsendingu á Stöð 2
um helgina.
Úmar pútt-
aði best
Omar Jóhannsson sigraði
á síðasta púttmótinu sem
haldið var í Golfskálanum í
Leiru sl. föstudagskvöld.
Óniar vann ungan kylfing,
Örn Hjartarson, í úrslitavið-
ureign. Landsbankastjórinn
Jónas Gestsson var þó í l.
sæti í heildina með 127 högg,
Benedikt Gunnarsson varð
annar á 129 og í 3.-4. sæti
þeir Júlíus Jónsson og Stein-
ar Sigtryggsson með 131
högg.
Einar Sigurpálsson skorar fyrir
ÍBK gegn Völsungum.
Ljósm.: mad.
IBK 12. deild að nýju
Keflvíkingar hafa tryggt sér
sæti í 2. deild handboltans að
nýju. Þeir hafa sigrað í 3. deild
en eiga þó einn leik eftir, gegn
Skagamönnum.
Liðið lék tvo leiki í síðustu
viku. Fyrst lágu Stúdentar 26-
20 í Höllinni eftir að hafa hald-
ið í við Keflvíkinga megnið af
leiktímanum. Keflvíkingar
skoruðu 9 mörk gegn 3 loka-
kaflann og gerðu út um leik-
inn. Hafsteinn Ingibergsson
skoraði mest hjá IBK, 8 mörk.
Næstir komu Gísli Jóhanns-
son og Einvarður Jóhannsson,
báðir með 4 mörk.
Sl. sunnudag unnu Keflvík-
ingar svo Völsung frá Húsa-
vík í Iþróttahúsi Keflavíkur.
Lokatölur urðu 20-16 eftir að
ÍBK hafði haft yfir í leikhléi
20-16. Leikur ÍBK var slakur
en dugði þó á Húsvíkinga. Þeir
Einar, Einvarður, Ellert,
Elvar, Hermann og Jóhann
skoruðu allir 3 mörk og Gísli
2.
Með þessum sigri tryggði
ÍBK sér efsta sætið í 3. deild.
Naumt hjá UIVIFN
Njarðvíkingar unnu
nauman sigur á Völsurum í
Hlíðarenda sl. helgi. Loka-
staðan var 92:94 og í hálfleik
49:55.
Valsarar byrjuðu af miklum
krafti og kom það Njarðvík-
ingurn greinilega í opna
skjöldu. Valsarar komust yfir
25:16 og 31:22, en þá tóku
Njarðvíkingar hressilega við
sér, jöfnuðu 33:33 og sneru
leiknum sér í hag.
Síðari hálfleikur var mjög
jafn. Þegar 12sek. voru eftiraf
leiknum var staðan jöfn,
92:92, en Isak Tómasson fékk
víti, skoraði úr báðunt og koni
Njarðvíkingum yfir 94:92. A
siðustu sekúndunni brutu
Njarðvíkingar á Erni Guð-
mundssyni og fékk hann
vítaskot, en hitti ekki. Leikn-
um lauk með sigri UMFN,
92:94.
Stigahæstir hjá Njarðvík
voru ValurIngimundarson31,
Isak Tómasson 27 og Helgi
Rafnsson 14.
UIVIFN íslandsmeistarar
Lávarðalið UMFN, f.v.: Gunnar Guðinundssnn, Gunnar Þorvarðarson,
Þorsteinn Bjarnason, Stefán Bjarkason,.Ii'ilíus Valgeirsson. Fremri röðf.v.:
Guðmundur Sigurðsson, Brynjar Sigmundsson, Guðsteinn Ingimarsson,
Björgvin Magnússon. A myndina vantar IJauk Guðmundsson.
Njarðvíkingar eignuðust enn einn íslandsmeistaratitilinn í körfuknatt-
leik þegar lávarðalið félagsins sigraði Stúdenta í úrslitaleik Islandsmóts-
ins 73:61 í Njarðvík á laugardag. Njarðvíkurliðiðsigraði nú í fyrsta skipti í|
þessum tlokki. 1 fyrra sigraði liðið í úrslitaleik en var kært fyrir að nota oli
ungan leikmann og var því dæmdur af liðinu titillinn.
mun
jUOU
UMFG sigraöi i 4. og 6. flokki.
Suðurnesjameist-
arar í innanhúss-
knattspyrnu 1988
1. flokkur - sigurlið UMFGI
Reynir - sigurvegari i 5. flokki
Suðurnesjameistarar ijm.fi. UMFN
Reynir - 3. fl. kvenna
Suðurnesjamótið í innan-
hússknattspyrnu var haldið
helgina 5. og 6. mars sl. í
íþróttahúsi Grindavíkur.
Keppt var i 9 flokkum og
sendu öll félög, að IBK undan-
skildu, lið til þátttöku. Ung-
mennafélagið Þróttur í Vogum
sendi lið til þátttöku í 4 flokk-
um eftir nokkurra ára fjar-
veru. Vakti frammistaða
Vogamanna athygli. Sigurveg-
arar í einstökum flokkum
voru þessir:
Meistaraflokkur ... UMFN
l. flokkur ....... UMFG
2. flokkur ............. UMFG
Old boys: ............. Víðir
3. flokkur ........... Reynir
3. fl. kvenna ..... Reynir A
4. flokkur ............. UMFG
5. flokkur ........... Reynir
6. flokkur ............. UMFG
Ljósmyndir: G.H.
IBK vann KR
vera yfir. Þegar tæplega þrjár
ÍBK vann KR 76:68 í spenn-
andi leik sl. fimmtudag. Stað-
an í hálfleik var 41:38 lyrir
Ketlavík.
Leikurinn var mjögjafn en
Keflvíkingar höfðu þó undir-
tökin í honum þó að rnunur-
inn hafí aldrei verið ýkja mik-
ill. Kellvikingar náðu urn miðj-
an fyrri hálfleik, níu stiga for-
skoti, 30:21, en KR-ingarnir
voru aldrei langt undan og
breyttu stöðunni í 34:32. Var
þar aðallega að verki Guðni
Guðnason. Þeim tókst þó ekki
að jafna og höfðu Keflviking-
ar betur í hálfleik, 41:38.
Síðari háltleikur var gríðar-
lega jafn og skiptust liðin á að
minutur voru til leiksloka var
staðan 67:68 fyrir KR ogallt á
suðupunkti. Það var þá Falur
Harðarson sem skoraði tvær
körfur í röð og sneri leiknum
Keflvíkingum í hag, 71:68. Það
voru síðan þeir Jón Kr. Gísla-
son og Hreinn Þorkelsson sem
settu endapunktinn á þessa
viðureign, 76:68.
Stigahæstir Keflvíkinga
voru Hreinn Þorkelsson 21,
Jón Kr. Gíslason 19 og Magn-
ús Guðfinnsson 11.
Guðni Guðnason skoraði
llest stig KR-inga, eða 32.
Dómarar voru þeir Jón
Bender og Sigurður Valur
Halldórsson.
UMFN
UMFG
annað kvöld
í Njarðvík
Njarðvíkingar og Grind-
víkingar leika saman í
íþróttahúsi Njarðvíkur ann-
að kvöld kl. 20 og er þetta
með síðustu stórleikjum úr-
valsdeildarinnar í körlu-
knattleik. Leikurinn hefur
þó litla þýðingu. UMFN er
búið að tryggja sér sigur í
deildinni og má þess vegna
lapa þessum leik.