Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.03.1988, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 17.03.1988, Blaðsíða 19
 Lúörasveitamót Fyrir skömmu var haldið mikið lúðrasveitamót í íþrótt- ahúsinu í Njarðvík. Voru þar saman komnar allar starfandi skólalúðrasveitir á því svæði er tilheyrir Fræðsluskrifstofu Reykjanesumdæmis. Lúðra- sveit Tónlistarskóla Njarðvík- ur var gestgjafi tónleikanna og Alþingis- lék sveitin fyrstu lögin, síðan tók hver við af annarri og að lokum léku allar lúðrasveitirn- ar saman. Meðfylgjandi mynd er af lúðrasveit Tónlistarskóla Njarðvíkur. - Ljósm.: hbb. Tvöföldun Reykjanesbrautar hingnienn liorgaraflokksins í Reykjaneskjördæmi, þau Kol- brún Jónsdóttir (vm. Hreggviðs Jónssonar) og Júlíus Sólnes. hafa flutt eftirfarandi tillögu til þingsályktunar unt tvöföldun Reykjanesbrautar: ..Alþingi ályktar að fela samgönguráðherra að láta hel'ja nú þegar undirbúning að t vöfö 1 du n Rey kja nesb ra u ta r frá Hafnarfirði að Flugstöð Lcifs Eiríkssonar. Gert verði ráð fyrir því að lögð verði önn- ur akbraut við hliðina á hinni gömlu þannig að fullkomin hraðbraut með algerlega að- skildum akstursstefnum og tveimur akreinum í hvora átt tengi sarnan þessa tvo staði. Stefnt verði að því að Ijúka verkinu fyrir árslok 1990. Þetta verkefni verði tekið út úr vegáætlun og meðhöndlað sem sjálfstætt verkefni óháð lang- tímaáætlun um vegagerð. Leit- að verði leiða til þess að afla fjár til verksins utan vegáætl- unar.“ Suðurnesjum. Mikill sam- dráttur hefur verið í útgerð og iðnaður og verslun ekki styrkst að sama skapi. Tvöföldun Reykjanesbrautarinnar mundi gjörbreyta allri aðstöðu fyrir Suðurnesjamenn og er það næg réttlæting fyrir því að hraða þessari framkvæmd. Reykjanesbrautin i núver- andi mynd fullnægir hvergi nærri þeim skilyrðum sem nú vcrður að gera til höfuðsam- gönguæðar milli Suðurnesja og höfuðborgarsvæðisins. Með vaxandi umferð hefur umferðarslysum farið fjölg- andi. A kst u rssk i ly rði á Reykjanesbrautinni eru oft mjögslæm. I rigningu ogþoku eru umferðaróhöpp tíð. A vet- urna myndast oft mikil hálka á örfáum mínútum. Umferðar- slys orsakast þá af framúr- akstri og útafakstri vegna þess að vegurinn er með umferð í báðar áttir." Síðar í greinargerð sinni segja flutningsmenn: „Það skref, sem stigið yrði með því að tvöfalda Reykja- nesbrautina, er ekki endan- legt. Gera verður ráð fyrir því að stórauknar samgöngur og vöruflutningar um Flugstöð Leifs Eiríkssonar muni ef- laust, áður en langt um líður, kalla á enn fullkomnari sam- göngur. Hugsanlega eigum við eftir að sjá hraðlest á eintein- ungi fara á milli flugstöðvar- innar og höfuðborgarsvæðis- ins á 10-20 mínútum. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðar ríkisins er talið að lagning nýrrar akbrautar við hliðina á hinni gömlu með nauðsynlegum lagfæringum og ráðstöfunum vegna flokk- unar vegarins sem hraðbraut- ar kosti um einn milljarð króna." Fimmtudagur 17. mars 1988 19 Vinnuslys á Reykjanesi Vinnuslys varð í fiski- mjölsverksmiðju þrotabús Stranda hf. á Reykjanesisl. laugardagskvöld. Maður Isem þar var að vinna við að taka niðúr tæki, fótbrotn- aði, er rör féll niður á fót hans. um helgina Hin írábæra hljómsveit Grétars Orvarssonar heldur uppi fjöri föstudags- og laugar- dagskvöld kl. 22 - 03. Aldurstakmark föstudag 18 ára - 20 ára laugardag. SJAVARÖULLIÐ V RESTAURANT Ferskur matsölustaður með glæsilegan matseðil. Opið föstudag og laugardag frá kl. 18.30. Borðapantanir í síma 14040. í greinargerð með tillögunni segja flutningsmenn m.a.: „Umferð um Reykjanes- brautina hefur farið stöðugt vaxandi bæði fólksflutningar og vöruflutningar. í vaxandi mæli eiga vöruflutningar til landsins með flugi þátt í því. Einnig er vaxandi samstarf at- vinnufyrirtækja á Suðurnesj- um og á höfuðborgarsvæðinu sem hefur í för með sér aukna umferð. Bættar samgöngur eru höfuðforsenda þess að tengja atvinnulíf þessara tveggja landsvæða saman þannig að Suðurnesin og höf- uðborgarsvæðið geti runnið saman í eitt og hið sama at- vinnusvæði. Þetta skiptir höf- uðmáli í sambandi við byggða- þróun á Suðurnesjum og möguleika til þess að nýta til fullnustu þá kosti, sem hin nýja Flugstöð Leifs Eiríksson- ar hefur upp á að bjóða. Talað hefur verið um tollfrjáls at- vinnusvæði í námunda við flugstöðina og eins um upp- flugstöðina og eins um bygg- ingu miðstöðvar fyrir erlend viðskipti. Atvinnulíf hefur átt erfitt uppdráttar seinni árin á TILKYNNING TIL GREIÐENDA FASTEIGNAGJALDA í KEFLAVÍK Minnum á 2. gjalddaga fasteignagjalda sem var 1. mars sl. Vegna tæknilegra örðugleika tafðist prentun gíróseðla. Af þessum sökum verður álagningu dráttar- vaxta á þann gjalddaga seinkað að sama skapi og verða þeir reiknaðir að kvöldi föstu- dagsins 8. apr. í stað mánaðamóta mars-apríl. INNHEIMTAN

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.