Víkurfréttir - 02.06.1988, Blaðsíða 8
VÍKWX
8 Fimmtudagur 2. júní 1988
jUUit
molar
ömsjón: Emil Páll
Tala þeir af reynslu?
Hvað skyldu margir
stjórnarmanna SBK eða
bæjarfulltrúar í Keflavík
ferðast reglulega með Sér-
leytlsbifreiðum Keflavíkur'?
Varla margir, ef það eru þá
einhverjir. Svo eru þessir
menn að ráðskast með hags-
muni fyrirtækisins ogafneita
jafnvel fullyrðingum um lél-
egt viðhald vagnanna, eins
og átti sér stað á síðasta fundi
bæjarstjórnar Keflavíkur er
Ingólfur Falsson réðist
harkalega á afskipti bílstjóra
í þeim cfnuni.
Rugl um bílasíma
Mikil skammsýni er það
hjá fólki, sem er að agnúast
út í kaup á bílasíma hjá ráða-
mönnum, eins og t.d. átti sér
stað á síðasta fundi bæjar-
stjórnar Keflavíkur. Þetta
litla tæki, sem bílasimi heitir,
er mikið þarfaþing hjá
mönnum sem mikið eru á
þönuni vegna starfs síns og
veldur því oft að með bíla-
síma erhægtaðhagræða tím-
anum beturognýta þærferð-
ir sem viðkomandi er í. Það
merkilegasta er þó að tæki
þetta erekkidýrt ínotkun.ef
það er notað í hófi. Ergagn-
rýnin því oft til kornin af
þekkingarleysi ogengu öðru.
Byggðastefna
í fótboltanum
Félagar okkar hjá Víkur-
blaðinu á Húsavík eru ávallt
léttir í skoðunum. Nú telja
þeir vera komna upp byggð-
astefnu í fótboltanum, sem
virki þannig að norðanliðin
geri sem mest jafntefli í inn-
byrðisleikjum en vinni síðan
fulltrúa höfuðborgarvalds-
ins en geri svo jafntefli eða
tapi fyrir dreifbýlisliðunum
af Suðurlandi, sem einnig
eiga í baráttu viðReykjav.íkr:
urvaldið. En þar sem staða
útgerðar og fiskvinnslu á
Suðurnesjum sé ákaflega
slæm, haíl verið óþarfi að
þjarma verulega að þessum
byggðum á knattspyrnuvöll-
unum og því hcfðu Völsung-
ar tapaðfyrirKeflvíkingum í
fyrstu umferðinni!
Lítil kaffistofa
hefði dugað
Þrátt fyrir opinn fund Sig-
rúnar Þorsteinsdóttur um
forsetaframboðið, á Glóð-
inni á mánudagsk völd,
mættu fáir til að hlýða á
hana. Var fjöldinn 4 eða 5
manns. Telja gárungarnir
því að nær hefði verið að
halda fundinn í lítilli kaffi-
stofu, í stað þess að notast
við stóran og góðan fundar-
sal, þar sem hægt var að hir-
ast í einu horninu.
Helga löggudúx
Garðmærin Helga Eirtks-
dóttir, sú fyrsta af kvenþjóð-
inni sem gekk í lögreglulið
Keflavíkur, Njarðvtkur og
Gullbringusýslu, gerði það
gott í Lögregluskóla ríkisins
á dögunum. Þar hlaut hún
liæstu meðaleinkunn 43
nemenda, 8,92. Námi því,
sem lauk þarna, tók 2 ár og
var bæði bóklegtogverklegt.
Bóklegt nám hóst haustið
’86, síðan störfuðu viðkom-
andi í lögreglunni á síðasta
ári og settust aftur á skóla-
bekk t október í fyrra.
Réði Einar Leifs
baggamuninn?
Það hafa rnargir komið að
máli við Molahöfund og get-
ið þess að hefði mótframboð
Magnúsar Gíslasonar í versl-
unarmannafélaginu tjaldað
öðrum framkvæmdastjóra
en Einari Leifs eða jafnvel
engum, hefði Magnús ekki
þurft að spyrja að leikslok-
um, þvi hann hefði veriðkol-
feildur. Voru þessir aðilar
sammála um að Magnús
hefði verið betri kostur en
Einar og því hefði honum
tekist að merja sigur. Sögðu
viðkomandi einnig að þessi
skoðun hefði verið nokkuð
almenn löngu fyrir kjördag-
ana. Sé þetta rétt hafa Guð-
mundur og félagar fallið á
því bragði að tjalda Einari
Leifssyni.
Áhugaleysi
stjórnarandstöðunnar
Fyrir utan störf á bæjar-
stjórnarfundum þurfa bæj-
arfulltrúar að sitja marga
fundi og mæta í mörg boð
vegna hinna ýmsu tækifæra.
Dæmi um þetta eru fundir
sameiginlega rekinna fyrir-
tækja og afhending nýrra
verkamannabústaða á dög-
unum. í þessum tilfellum,
sem mörgum fleiri, er ætlast
til að bæði fulltrúar í minni-
og meirihlutum viðkomandi
sveitarstjórna mæti en á þvi
er mikill misbrestur Sem
dærni úr Keflavík, þá er
Drífa Sigfúsdóttir sú eina úr
minnihlutanum sem nánast
alltaf mætir, hinir sjást mjög
sjaldan og sumir aldrei.
r
BITAR
Hvarf sporlaust! Komnir á sporið.
Mánudaginn 29. maí varð uppi
fótur og fit þegar bæjarbúar urðu
þess varir að fyrirtækið
Víkurhugbúnaður sf. sem stóð við
aðalverslunargötu bæjarins, hvarf
sporlaust. Skildu forráðamenn
umrædds fyrirtækis eftir sig
lokaðar dyr, nokkur úr sér gengin
skrifborð og öll ljós voru slökkt.
Fyrirtækið er það eina sinnar
tegundar hér á Suðurnesjum og er
mjög háð rafmagni, hefur því
skotist upp sá orðrómur að
Hitaveita Suðurnesja standi að baki
hvarfinu, enda er það alkunna að
forsvarsmenn Víkurhugbúnaðar
fóru fram á sama raforkuverð og
álverið í Straumsvík.
Málið rannsakað!
Ritarar þessarar greinar fóru á
stúfana og ræddu við Aldísi í
Klippóteki um hegðan starfsmanna
fyrir hvarfið. Aldís tjáði ritara að
starfsmenn hefðu verið óvenju
eðlilegir nema hvað þeir hefðu
látið Moggann hennar í friði
þennan morgun. Að öðru leiti vildi
Aldís ekki ræða frekar um máhð.
Ritarar ræddu einnig við Dabba
hjá Studeo og sagði hann málið
vera mjög dularfullt, og að kurl
væru ekki öll komin til grafar,
nema að síður væri.
Þegar ritarar voru á leið til að
grennslast um upplýsingar hjá
Lögreglunni, urðu þeir varir við
bifreið Víkurhugbúnaðar, og hélt
hún í suðurátt á leið út úr bænum.
Snögglega var sveigt til hægri og
staðnæmdist bifreiðin síðan fyrir
utan Hafnargötu 90, en sú bygging
hýsir Dropann, Duus og Nýmynd
hér í bæ, og er við hlið ÁTVR eins
og kunnugt er. Svartklæddur
maður sást skjótast út úr bifreiðinni
og gekk í humátt að aðalinngangi
og reif upp dyrnar. Ritarar máttu
hafa sig alla við til að fylgja eftir
þeim svartklædda, en náðu þó að
króa hann af, þar sem hann var
kominn á II hæð við inngang
Nýmyndar!
Málið leyst.
Hinn svartklæddi maður reyndist
vera framkvæmdastjóri
Víkurhugbúnaðar Jón Sigurðsson.
Sagði hann fyrirtækið vera flutt að
Hafnargötu 90 vegna aukinnar
sérhæfingar í hugbúnaðargerð,
enda væri fyrirtækið nú leiðandi í
þeim iðnaði á Islandi í dag. Kvað
hann Víkurhugbúnað að sjálfsögðu
bjóða Suðurnesjamönnum áfram
sömu vöru og þjónustu. Jón sagðist
harma ef að flutningar fyrirtækisins
hefðu ollið bæjarbúum hugarangri.
Fullyrti hann ennfremur að engar
viðræður á raforkuverði væru
hafnar við Hitaveitu Suðurnesja og
væri sá kvittur gjörsamlega úr lausu
lofti gripinn. Bar hann síðan fyrir
kveðju Víkurhugbúnaðar til allra
suðurnesjamanna og bað þá vel að
lifa.
Auqlvsinq
J
Opnunartími
veitingastaða á
stórhátíðum:
60 ára
gömul
landslög
ráða
ferðinni
í framhaldi af orðum Ósk-
ars Ársælssonar i síðasta tölu-
blaði um úrelta lögreglusam-
þykkt í Njarðvík vegna þess að
lögreglan lokaði hjá honum
Tomma-borgurum á hvíta-
sunnudag, hafði blaðið sam-
band við Ásgeir Eiríksson,
fulltrúa hjá fógeta.
Sagði Ásgeir að hér væri
ekki um að ræða ákvæði i úr-
eltri lögreglusamþykkt, held-
ur væru þetta landsíögfrá 1926
sem hér væri farið eftir. Lög
þessi ganga að vísu svo langt
að banna afgreiðslu hvers kon-
ar á öllum hátíðisdögum þjóð-
kirkjunnar, þ.m.t. sunnudög-
um. Þó eru undantekningar
s.s. með lyfjaverslanir, brauða-
og mjóíkurbúðir, blaðaaf-
greiðslu og bilaafgreiðslu.
Frá þessu hefur þó að mestu
verið vikið nema varðandi 4
hátíðisdaga, þ.e. föstudaginn
langa, páskadag, hvítasunnu-
dag og jóladag.
Eftir sem áður stendur það
að misjafnlega strangt virðist
vera tekið á lögum þessum sbr.
það að opið er fyrir austan fjall
á þessum dögum en lokað hér.
V