Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.06.1988, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 02.06.1988, Blaðsíða 16
VÍKUR 16 Fimmtudagur 2. júní 1988 (titiU fbúð óskast fbúð óskast til leigu fyrir einstæða móður með eitt barn. Upplýsingar hjá Félagsmálastofnun Keflavíkurbæjar, sími 11555. Innbrot í Bað- húsið Aðfaranótt mánudagsins var brotist inn í baðhúsið við Bláa lónið. Var þannig farið inn að gluggi var tekinn úr. Litlu var stolið, aðallega sælgæti og filmum. Er málið í rannsókn hjá Rannsóknarlög- reglunni í Keflavík. Keflavíkurbær Lóðahreinsun Fram til 15. júní munu vinnuflokkar bæjarins aðstoða íbúðaeigendur við að fjarlægja jarðvegs- afganga sem þeir þurfa að losna við vegna lóða- snyrtinga. Slíkum jarðvegi þarf þá að safna á einn stað við lóðamörk að götu. Þeir sem sjálfir sjá um að aka brott jarðvegs- afgöngum eru beðnir að hafa samband við áhaldahús bæjarins í síma 11552 og fá upplýsing- ar um losunarstað. Algjörlega er óheimilt að losa sorp og annars konar rusl neins staðar í landi Keflavíkurbæjar. Sjá einnig auglýsingu frá 26. maí. Bæjarstjóri Sendum sjómönnum bestu hátíðarkveðjur í tilefni sjómannadagsins: Axel Pálsson hf., Keflavík Fiskverkun Guðmundar Axelssonar, Keflavík Olíufélagið Skeljungur, umboð, Keflavík Olíusamlag Keflavíkur og nágrennis, Keflavík Netaverkstæði Suðurnesja, Njarðvík Fiskverkun Óskars Ingiberssonar, Njarðvík Fiskverkun Magnúsar Björgvinssonar, Garði Fiskverkun Karls Njálssonar, Garði Tros, Sandgerði Saltver hf., Njarðvík - Búrfell og Erling Valdimar hf., Vogum Fiskbær, Hringbraut, Keflavík Rækjuvinnsla Óskars Árnasonar, Sandgerði Ingimar Guðnason, hrossabóndi í tómstundum, liugar að hinu ný- fædda folaldi og móður þess. Ljósm.: epj. Folald í tískulitunum Eitt af því sem vekur alltaf skemmtilega stemmingu er þegar dýrin fæða af sér afkvæmi. í síðust viku sögðum við frá litlu lambi en nú er það sólarhrings gamalt folald sem við heimsóttum síðasta föstu- dag. Folald þetta er í eigu Ingi- mars Guðnasonar sem ásamt Jóhannesi Sigurðssyni á hest- hús við Mánagrund í Keflavík sem nefnt hefur verið nafninu Óðal (sumir segja að vísu Óðal slökkviliðsmanna, því þeir eru jú báðir slökkviliðsmenn). Er folaldið í þremur litum, eins konar tískulitum, sem nú eru meðal hestamanna, og með blesu. Móðirin er glófext og faðirinn foli af góðum ættum en undan honum hafa komið mörg falleg folöld. Þá eru þrír litir í tagli og má segja að kop- Frá umsjónarmanni kirkjugarða Keflavíkur ATH. Þeir sem áhuga hafa á að láta hugsa um leiði, þ.e.a.s. vökva, gróð- ursetja blóm og fleira, í sumar, vin- samlega hafið samband í síma 13313. Gerðahreppur KJÖRSKRÁ Kjörskrá Gerðahrepps vegna kjörs for- seta íslands 25. júní n.k. liggur frammi á skrifstofu Gerðahrepps til ogmeð 14. júní n.k. á venjulegum afgreiðslutíma skrif- stofunnar. Kærufrestur er til kl. 24: 00 föstudaginn 10. júní n.k. Sveitarstjórinn í Gerðahreppi arlitur sé ráðandi í tagli og faxi. Um merina sagði Ingimar að hún væri að hluta til sjálftam- in. Hún hefði að vísu verið í tamningu um mánuð en síðan hefðu krakkar mikið verið með hana og væri hún mjög góð við þau og alveg hrekklaus.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.