Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.06.1988, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 02.06.1988, Blaðsíða 11
Mun juau Þóra Lilja Burnett. Lést í bfl- slysi í Bandaríkj- unum Nítján ára gömul stúlka, alin upp í Njarðvíkum, Þóra Lilja Burnett, lést í bílslysi í Bandaríkjunum 14. maí síðast liðinn. Var Þóra að aka ásamt eiginmanni sínum frá San Fransisco á vesturströnd Bandaríkjanna til Sacra- mento, þar sem móðir hennar býr, er slysið varð. Slasaðist eiginmaður henn- ar lítið en þau voru nýgift. Þóra var fædd 10. maí 1969. Fluttist hún með móður sinni, Ernu Krist- insdóttur, til Bandaríkj- anna fyrir ellefu árum. Keflavíkurbær: Bæjaryfír- völdum settir afar- kostir Miklar umræður urðu á fundi bæjarstjórnar Keflavík- ur á þriðjudag vegna lokatil- boðs frá Kára Þórðarsyni, Kirkjuvegi 5 í Keflavík. Bæjar- ráð hafði hafnað því, þar sem í því fólust veigamiklar breyt- ingar til hækkunar frá lokatil- boði bæjarins. Þótti sumum bæjarfulltrú- um það ekki þjóna neinum til- gangi að opna dyrnar fyrir Kára meira en orðið er, en bæjaryfirvöld hafa hvað eftir annað breytt tilboðum sínum til að þóknast Kára. Kom m.a. fram í orðum GuðFinns Sigur- vinssonar, forsetabæjarstjórn- ar, að ekki væri hægt að ræða við Kára undir þeim afarkost- um sem hann hefði nú farið fram á að bærinn gengi að. Var því samþykkt að loka- tilboð það sem bæjarráð hafði áður gert skyldi standa og verður það ítrekað við viðkom- andi aðila, þar sem Kári hafi í raun samþykkt viðkomandi tilboð 7. mars. Ölvaður sjómaður: Sigldi bátnum upp í Fimm tonna plasttrilla, Orka SH 4 af svonefndri Sóma 800 gerð, sigldi á 28 mílna ferð upp í Býjaskerseyri við innsigl- inguna til Sandgerðis á fimmt- udag. Einn maðurvarumborð og er hann grunaður um meinta ölvun við siglinguna. Honum varð ekki meint af ferðalagi þessu en félagar úr slysavarnasveitinni Sigurvon íjoru fóru út á Sæbjörgu og drógu trilluna til hafnar. Aðdragandi málsins var sá að umræddur bátur kom til Sand- gerðis fyrr um daginn og vakti þá siglingarlag bátsins athygli heimamanna. Fljótlega hélt báturinn út innsiglinguna og tók strax stefnu á Eldeyjar- boða. Var siglingin skrykkjótt og urðu menn í landi vitni að því að trillan stefndi á fullri Fimmtidagur 2. júní 1988 11 Orka SH-4 komin að landi í Sandgerði eftir ævintýrasiglingu. Ljósm.: hbb. ferð á land. Voru Sigurvonar- menn þá kallaðir út. Er báturinn var strandaður varð sjómaðurinn yfir sig hræddur, fleygði sér í sjóinn og ætlaði að synda í land. Snérist honum fljótt hugur og tókst að krafla sig um borð að nýju og ná bátnum á flot. Er báturinn var kominn á flot ætlaði sjómaðurinn að sigla áður ákveðna leið á miðin með skemmda utanborðsvél og höktandi. En er slysavarn- amennirnir komu á vettvang tókst að snúa honum til hafn- ar þar sem lögreglan beið komu hans. GR~45 VideoMovie upptöku- og afspilunarvél_______ Vélin sem beðið hefur verið eftir rístund Holtsgötu 26 - Njarðvík - Sími 12002 • HQ myndbætirásir • 10 lúxa Ijósnæmi • Sexfalt súm með tveimur hröðum • Tíma- og dagsetning • Hljóð og mynddeyíir • Samstýrð klipping (master edit control) frá GR-45 yfir á stofu- myndbandstæki • Núllramma klipping (zero frame editing) sem gefur lýtalaus skil milli upptaka • Tekur upp á stóra spólu með afritunarkapli • VHS-C upptökukerfið, mest ráð- andi og hannað af JVC • Mikið úrval af aukahlutum • Alsjálfvirk fyrir lit, Ijós og skerpu, handvirkni möguleg. • Þyngd: 1,2 kg, stærð 11(B) x 15(H) x 24(D) sm Einföld, létt og mjög fjölhæf • ByltingarkenndVz" myndflaga (CCD) með 390.000 virkum ögnum: 400 línu upplausn • 8 myndhausar, 4 fyrir SP og 4 fyrir LP • 4 lokhraðar (shutter speeds), 1/so, Vzso, 1/soo og Viooo úr sek. • Stór skuggastafasýnir (LCD)

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.