Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.06.1988, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 02.06.1988, Blaðsíða 18
WfCUR 18 Fimmtudagur 2. júní 1988 | {titti* „Kafsigldum þá í byrjun“ - sagði Heimir Karlsson, eftir góða ferð Víðis til Sauðárkróks „Við fórum með því hugar- fari að berjast og leika góðan fótbolta. Það gerðum við og hreinlega kafsigldum þá í byrj- un,“ sagði Heimir Karlsson, þjálfari Víðis, um leikinn gegn Tindastól á Sauðárkróki á laug- ardaginn. Lið Tindastóls hefur hingað til ekki verið auðsótt heim að sækja og verður það ugglaust ekki í sumar. Víðismenn hófu leikinn af miklum krafti og skoruðu fljótlega fyrsta mark leiksins. Eftir aukaspyrnu frá Gísla Eyjólfssyni fékk Heimir bolt- ann rétt framan við marklínu, Iteimir Karlsson skoraði tvö mörk gegn Tindastóli fyrir norðan og hef- ur þar með opnað markareikning sinn i 2. deild. tók boltann með hælspyrnu, sem fór í gegnum klofið á markmanninum og í markið, 1:0. Heimir bætti öðru marki við fyrir leikhlé. Hinn bráð- efnilegi Hlynur Jóhannsson skoraði þriðja mark Víðis og Vilberg Þorvaldsson fjórða og síðasta eftir sendingu frá Sæv- ari Leifssyni, sem hefði alveg eins getað skorað sjálfur en sýndi þarna mikla óeigingirni. Að sögn Heimis átti Víðis- liðið í heild góðan dag, sérstak- lega Gísli Heiðarsson í mark- inu sem greip vel inn í og var öryggið upp málað á milli stanganna. Öll Suðurnesjaliðin áfram í bikarnum 2. deildarlið Víðis og 3. dcild- arlið Reynis og UMFG komust öll áfram í 16 liða úrslit Mjólkur- bikarkcppninnar. Lcikirnir fóru fram á þriðjudag. Víðismcnn unnu Ármcnninga örugglega í Garði með 4:0 með mörkum Sævars Leifssonar, Björns Vilhelmssonar, Svans Þor- kelssonar og Heimis Karlssonar. Reynir vann ÍK 4:2 í Sandgcrði. Pétur Sveinsson skoraði tvömörk og Sigurjón Sveinsson og Grctar Sigurbjörnsson sitt hvort. Grind- víkingar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Breiðablik, sem er citt af bcstu liðum 2. deildar. Mörkin skoruðu Freyr Sverrisson og Páll .lóhannsson. -' ; Æm • Viltu upptökuvél eða geisla- spilara fyrir 300 kr.? - Komdu þá og fáöu þér spólu hjá Frístund og taktu þátt í skemmtilegu happdrætti, þar sem mið- arnir eru gefins! Með hverri spólu sem þú leigir færðu frían happdrættismiða. Dregið verður 1. júlí úr gefnum miðum. Glæsilegir vinningar: 1. Orion videoupptökuvél að verðmæti 58.900. 2. Xenon CDH- 03 geislaspilari að verðmæti 14.900 og í þriðju verðlaun ferðaútvarpstæki að verðmæti 2.700. Útgefnir miðar 2000. Frístund Holtsgötu 26 - Njarðvík Sími 12006 Grindavík með fullt hús - Hafa skorað 9 Grindvíkingar sigruðu lið Aftureldingar í Mosfellsbæ í 3. deild íslandsmótsins í knatt- spyrnu á laugardaginn. UMFG skoraði 4 mörk gegn einu UMFA. „Þetta var erfiður leikur og við tryggðum okkur sigurinn ekki fyrr en á síðustu mínútun- um,“ sagði Guðjón Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga. Hjálmar Hallgrímsson gerði fyrsta mark leiksins og Páll Björnsson, sem kom inn á sem varamaður, skoraði 2:0. Þá minnkuðu Mosfellingar mun- inn og voru oft nálægt því að jafna leikinn. Páll var hins vegar ekki á því og skoraði þriðja mark UMFG. Hinn þjálfari liðsins, Júlíus Pétur, mörk í 2 leikjum markakóngur frá því í fyrra, gulltryggði síðan sigurinn með marki úr vítaspyrnu rétt áður en dómarinn flautaði til leiks- loka. „Sigurinn var sætur og við erum ákveðnir að halda áfram á sömu braut. Næsti leikur, við Stjörnuna, verður örugglega mjög erfiður því við verðum án þriggja fastamanna. En ég kvíði því þó ekki, við erum með góðan mannskap,“ sagði Guðjón Ólafsson um leikinn við Stjörnuna í Grindavík á morgun. Þeir Pálmi Ingólfs- son, Helgi Bogason og Ragnar Eðvaldsson verða fjarri góðu gamni. Pálmi í leikbanni, Helgi meiddur og Ragnar far- inn erlendis. Ivar skoraði sigurmark Reynismanna ívar Guðmundsson tryggði Reynismönnum sigur á ná- grönnum sínum úr Njarðvík á heimavelli þeirra síðarnefndu á laugardaginn. Ivar skoraði markið á 30. mín. eftir send- ingu frá fyrrum bakverði IBK, Sigurjóni Sveinssyni. Sandgerðingar voru miklu betri í leiknum og sýndu oft góð tilþrif. Njarðvíkingar virk- uðu daufir og áhugalausir. Þeir hafa tapað báðum leikjum sínum til þessa og verða að taka sig á. Sandgerðingar eru líklegir til stórræðna í sumar. Þeir eru með góðan hóp leik- manna undirstjórn þeirra Val- þórs Sigþórssonar og Ómars Jóhannssonar. Toppslagur í Garðinum Það verður toppslagur í 2. deildinni í knattspyrnu á morgun, föstudag, en þá eig- ast við Víðismenn og FH útí Garði. FH er sem kunnugt er í efsta sæti með fullt hús stiga en Víðir í öðru sæti með 4 stig ásamt Fylki en með betri markatölu. „Við stefnum að sjálfsögðu á sigur. Ef við náum að leika af jafn miklum áhuga og krafti eins og á móti Tindastól, þá kvíði ég engu,“ sagði Heimir Karlsson. Leikur FH og Víðis hefst kl. 20. Keflavíkurdömur steinlágu KR vann yfirburðasigur á ÍBK i 1. deild kvenna í knatt- spyrnu i Keflavík á laugardag- inn. Áður en yfir lauk höfðu inn. Áður en yfir lauk hafði KR skorað fimm mörk eftir að hafa leitt 2:0 í hálfleik. KR er með öflugt lið og átti IBK ekkert svar við góðum leik þeirra röndóttu. Eðvarð og unnu á Eðvarð Þór Eðvarðsson og Ragnheiður Runólfsdóttir stóðu sig vel á sprettsundmóti Selfoss um síðustu helgi. Eð- varð og Ragnheiður unnu Ragnheiður Selfossi hvort sinn bikar til eignar fyrir besta samanlagðan tíma í fjór- um greinum: skriðsundi, bringusundi, baksundi og flugsundi.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.