Víkurfréttir - 02.06.1988, Blaðsíða 14
Erlendu gestirnir ásamt fulltrúum Sigurvonar og Hannesi Þ. Hafstein, framkvæmdastjóra SVFÍ, við
skut fyrsta róðrar- og seglbjörgunarbáts slysavarnafélagsins, Þorstein, sem nú er hýstur í fyrstu björg-
unarstöð landsins í Sandgerði.
mun
juUii
Hannes Þ. Hafstein ásamt enskum fulltrúum frá því félagi sem átti
Þorstein áður en hann var keyptur til Islands 1929. Ljósm.: epj.
Sandgerði:
Erlendir slysavamafulltrú-
ar í heimsókn hjá Sigurvon
Sendum sjómönnum á Suður-
nesjum okkar bestu kveðjur
í tilefni sjómannadagsins.
Útgerðarfélagið Njörður hf.
Oskum sjómönnum til
hamingju með daginn
ÍSLENSKUR
GÆÐAFISKUR HF.
Njarðvík
Sendurn sjómönnum
hestu hátíðaróskir
í tilefni sjómannadagsins.
Hraðfrystihús
Keflavíkur hf.
Sendum sjómönnum
hestu hátíðaróskir
í tilefni sjómannadagsins.
Skipaafgreiðsla Suðurnesja sf.
Sendum sjómönnum
hestu hátíðaróskir
í tilefni sjómannadagsins.
Valbjörn hf. og Jón Erlingsson hf.
Sandgerði
Sendum sjómönnum
hestu hátíðaróskir
í tilefni sjómannadagsins.
Miðnes hf.
Sandgerði
Síðasta sunnudag heimsóttu
35 erlendir slysavarnafulltrúar
slysavarnadeildina Sigurvon í
Sandgerði. Gestir þessir, sem
eru frá Norðurlöndum og
nokkrum öðrum Evrópulönd-
um, voru hér á landi í tilefni af
landsþingi Slysavarnafélags
Islands og 60 ára afmæli þess.
Aður en þeir komu til Sand-
gerðis heimsóttu þeir Bláa lón-
ið en í Sandgerði skoðuðu þeir
björgunarstöðina og snæddu
þar hádegisverð, sem var sjáv-
arréttahlaðborð frá Vitanum.
Fararstjóri með hópnum var
Hannes Þ. Hafstein, fram-
kvæmdastjóri Slysavarnafél-
ags Islands.
Njörður hf.,
Sandgerði:
150 tonna
bátur
í smíðum
á ísafirði
Senn hefst smíði á 150
tonna, 26 metra báti fyrir Ut-
gerðarfélagið Njörð h.f. í
Sandgerði hjá Skipasmíðastöð
Marselíusar h.f. á Isafirði, að
sögn blaðsins Bæjarins besta.
Kemur fram í blaði þessu að
samþykki fyrir smíðinni sé
löngu komið en nú standi að-
eins á svari frá Fiskveiðasjóði.
Hefur sá sjóður ekki afgreitt
neinar beiðnir frá áramótum,
nema fyrir hin svokölluðu
portúgölsku skip.
Verður hafist handa um
smíðina um leið og leyfi Fisk-
veiðasjóðs berst en áætlað er að
smíði skipsins taki um þrettán
mánuði.
Ríkið heimtar arð
af engu
Ríkið hefur farið þess á leit
við Hitaveitu Suðurnesja að fá
greiddan arð af hagnaði fyrir-
tækisins. Samkvæmt útreikn-
ingi HS gæti þetta numið 18
milljónum króna.
Hefur stjórn HS alfarið
hafnað kröfum þessum. Kom
fram á fundi bæjarstjórnar
Keflavíkur nýverið að ríkið,
sem samkvæmt Iögum ætti
20% hlutafjár, hefði þó aldrei
lagt krónu í fyrirtækið.