Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.06.1988, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 02.06.1988, Blaðsíða 10
viKun 10 Fimmtudagur 2. júní 1988 jtiOU Stangveiðifélag Keflavíkur Nokkur lax- og silungsveiðileyfi eru ennþá íaanleg. Upplýsingar á skrifstoí'unni mánu- daga og fimmtudaga frá kl. 20:00 til 22:00, sími 12888. Orðsending frá Verkalýðs- og sjómannafélagi Miðneshrepps Veiðileyfi Eins og undanfarin ár er vinna verka- fólks óheimil frá föstudagskvöldi til mánudagsmorguns, á tímabilinu 1. júní til 1. september. Verkalýðs- og sjómannafélag Miðneshrepps Min nýja landgræðsluflugvél TF-TÚN flaug lágt yfir jörðu við dreifingu við Leifsstöð. Vélin er búin drcifuruni sem sjá til þess að sáning verður eins og á akri. Landgræðsla á Suðurnesjum: ORÐSENDING frá verkalýðsfélög- „Dráttarvél lofts- ins“ dreifir 180 tonn- um af áburði og fræi um á Suðurnesjum Eins og undanfarin ár er vinna verkafólks óheimil frá föstudagskvöldi til mánudags- morguns, á tímabilinu 1. júní til 1. sept. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis Verkakvennafélag Keflavíkur og Njarðvíkur Verkalýðs- og sjómannafélag Gerðahrepps Sáning á áburði og grasfræi með nýrri fiugvél Landgræðsl- unnar hófst hér á Suðurnesjum á mánudag. Er hér um að ræða litla eins hreyfils vél af gerð- inni „Air Tractor“, sem út- leggst á íslensku dráttarvél Ioftsins. Er hér um að ræða fyrsta landgræðsluflug sum- arsins og af því tilefni var sveit- arstjórnarmönnum og öðrum áhugamönnum um land- græðslu boðið til kynningar á nýju landgræðsluflugvélinni, TF-TÚN, svo og áformum um HAGKAUP Vekjum athygli á breyttum opnunartíma frá 1. júní til 1. sept. • Mánudaga - Fimmtudaga kl. 10-19 • Föstudaga kl. 10-20 • Laugardaga kl. 10-14 HAGKAUP NJARÐVÍK - SÍMI 13655 landgræðslu hér á Suðurnesj- um. Það landgræðslustarf, sem hófst hér á Suðurnesjum á mánudag, er framhald af um- fangsmiklu verkefni, sem hófst í samvinnu við sveitarfélögin á Suðurnesjum árið 1977, en þá var reist landgræðslugirðing frá Vogum til Grindavíkur. Með TF-TÚN er ætlunin að sá áburði og grasfræi á um 240 hektara svæði ofan við Flug- vallarveg að Leifsstöð og einn- ig á Fitjum. Í ár verður dreift um 180 tonnum af áburði og grasfræi hér á Suðurnesjum, þar af verður um 80 tonnum dreift með TF-TÚN en í vik- unni hófst einnig landgræðslu- flug með Douglas-flugvélinni Páli Sveinssyni hér syðra og er áætlað að dreifa 100 tonnum með henni. Sveitarfélögin hafa árlega greitt hluta af upp- græðslukostnaði. í ár lögðu íslenskir aðal- verktakar til 5 milljónir tii uppgræðslustarfa og á undan- förnum árum hafa bæði Bygg- ingaverktakar Keflavíkur og Keflavíkurverktakar tekið myndarlegan þátt í þessu verk- efni. Þá má að lokum geta þess að ýmis félagasamtök hafa unnið mikið sjálfboðaliðastarf í landgræðslumálum hér á Suðurnesjum. Sveitarstjórnarmenn og þingmenn, ásamt aðilum frá Landgræðslunni og fieirum, skoða árangur af sáningu TF-TUN. Ljósm.: hbb.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.