Víkurfréttir - 02.06.1988, Blaðsíða 15
\>iKun
jutU%
Fimmtudagur 2. júní 1988 15
Knattspyrnufélagið
Víðir, Garði:
Sala
happ-
drættis-
miða
gengur
vel
Knattspyrnufélagið Víðir
stendur um þessar mundir
fyrir happdrætti. Miðana selja
þeir á leikjum en einnig mun
vera hægt að kaupa miða utan
vallarsvæðisins í Garði. Aðal-
vinningur í þessu happdrætti
er Mitsubishi Colt EXE ’88. Þá
eru einnig fjórar utanlands-
ferðir í boði með Arnarflugi á
kr._ 30.000 hver.
í stuttu spjalli, sem Víkur-
fréttir áttu við Jónatan Ingi-
marsson, kom fram að sala á
happdrættismiðunum hefur
gengið vel en þeir eru tiltölu-
lega nýbyrjaðir að selja. Ut-
gefnir miðar eru 1200 og verð-
urdregiðþann 19.júní. Erekki
málið að taka upp 1000 krónur
og fá sér miða?
Keflavík:
Ný verka-
lýðshöll
senn
Hjólin snéru upp í loft er bíllinn stöðvaðist utan vegar á Miðnesheiði. Ljósm.: epj.
Bflbeltín björguðu
Bílvelta varð á Miðnesheiði
á laugardagskvöld. Sluppu
þau sem í bílnum voru án alv-
arlegra meiðsla en bifreiðin er
trúlega ónýt á eftir.
Atti slysið sér stað rétt fyrir
utan Mánagrund. Virðist öku-
maður hafa misst vald á bif-
reiðinni, sem var á leið til
Sandgerðis skömmu eftir að
hann kom inn á klæðningu
sem nýbúið var að leggja og því
nokkuð hættuleg, ef ekki er ek-
ið eftir þeim umferðarleiðbein-
ingum sem þar voru. Var aug-
ljóst áummerkjum ávettvangi
að ökumaður hafði ekið utan í
kantinum smá spöl áður en
bifreiðin valt og á þeim kafla
m.a. lent á stút frá hitaveitunni
sem þarna er.
Er lögregla og sjúkralið kom
á vettvang voru þær, sem í
bílnum voru , búnar að koma
sér út úr honum með hjálp veg-
farenda, en talið er að öryggis-
beltin hafi þarna komið í veg
fyrir stórslys. Er talið að orsök
óhappsins megi rekja til
reynsluleysis ökumanns, sem
hafði aðeins haft ökuréttindi í
1 dag.
byggð
Hafinn er undirbúningur að
byggingu nýs húss við endann
á Félagsbíói í Keflavík, þar
sem húsið Tjarnargata 6 stend-
ur nú, en Verkalýðs- og sjó-
mannafélag Keflavíkur og ná-
grennis keypti húsið fyrr á
þessu ári. Verður nýbygging
þessi í eigu Lífeyrissjóðs verka-
lýðsfélaga á Suðurnesjum og
nokkurra verkalýðsfélaga, þ.á.
m. VSFK, Verkakvennafél-
agsins, Iðnsveinafélagsins o.fl.
Að sögn Sigurbjörns
Björnssonar, framkvæmda-
stjóra VSFK, mun með húsi
þessu verða gerð stækkun á
sviði Félagsbíós sem, eins og
kunnugt er, er í eigu VSFK. Þá
yrði í þessu nýja húsi öll starf-
semi umræddra verkalýðsfél-
aga og lífeyrissjóðsins.
Er bygging þessi nú hjá
skipulagsnefnd Keflavíkur-
bæjar en reiknað er með að
byggingin verði staðsett þvert
á enda bíósins í sömu bygg-
ingalínu og Sparisjóðshúsið
nýja og hús Bústoðar eru nú.
Óskum sjómönnum
til hamingju
með daginn.
Fiskanes hf.
Grindavík
Óskum sjómönnum
til hamingju
með daginn.
Happasæll sf.
Básvegi 1 - Keflavík
Óskum sjómönnum
til hamingju
með daginn.
Stafnes hf.
Njarðvík
Athugið breyttan útkallssíma hjá
lögreglunni í Keflavík frá 1. júní 1988:
Rannsóknardeild................................ 15510
Umferðarmál ................................... 15514
Boðunardeild .................................. 15520
Yfirlögregluþjónn Þórir Maronsson ............. 15515
Aðstoðaryfirlögregluþjónn Karl Hermannsson .... 15516
Lögreglufulltrúi John Hill .................... 15518
Lögreglufulltrúi Óskar Þórmundsson............. 15519
Lögreglufulltrúi Herbert Árnason .............. 15520
Varðstjóri Guðfinnur Bergsson ................. 15520
Rannsóknarlögreglumaður Víkingur Sveinsson ... 15521
Rannsóknarlögreglumaður Rúnar Lúðvíksson .... 15514
Rannsóknarlögreglumaður Jóhannes Jensson .... 15522
Lögreglan í Keflavík