Víkurfréttir - 02.06.1988, Blaðsíða 19
mmimu*
Dunlop-mótið í golfi:
Óskar öryggið uppmálað
Metþátttaka varð í Dunlop-
mótinu í golfi, sem fram fór á
Hólmsvelli í Leiru um síðustu
helgi. 128 kylfingar luku
keppni og börðust við hvítu
kúluna í 36 holur. Oskar Sæm-
undsson GR sigraði örugglega
án forgjafar, kom inn á pari
vallarins, 144 höggum, fimm
höggum á undan Gunnari Sig-
urðssyni GR. í 3.-4. sæti komu
svo Hilmar Björgvinsson GS
og Sigurður Pétursson GR á
150 höggum og fimmta besta
skor átti Björn Víkingur
Skúlason GS, 151 högg.
Hilmar byrjaði mjög vel
seinni daginn og var kominn í
forystu eftir sex holur, þá 3
undir pari. Hann missti síðan
aðeins flugið og mistök á síð-
ustu holu kostuðu hann einnig
annað sætið.
í keppni með forgjöf sigraði
Friðgeir Guðnason GR. Aðal-
steinn Ingvarsson NK varð
annar og Oskar Sæmundsson
þriðji. Þeir voruallirmeðsama
höggafjölda, 136 högg en
árangur á síðustu 3 holunum
réð röðinni.
Aukaverðlaun fyrir að vera
næst holu á 8. og 16. flöt hlutu
Arnar Guðmundsson GR,
2,41 m, og Ragnar Þ. Ragnars-
son GL, 1,10 m frá holu.
Aukaverðlaun, veglegt golf-
sett frá Austurbakka hf., um-
boðsaðila Dunlop, átti að veita
þeim sem færi holu í höggi í
mótinu. Ef enginn næði því
skyldi dregið úr nöfnum þátt-
takenda í mótslok. Geirmund-
ur Sigvaldason, Golfklúbbi
Suðurnesja, fór holu í höggi á
8. braut en í þriðja höggi, því
fyrst hafði hann slegið kúlu
sinni út fyrir völlinn. Þetta er
því hola í höggi en viðurkenn-
ist ekki sem slík. í sárabætur
afhenti Árni Þ. Árnason í
Austurbakka Geirmundi
kúlukassa. Þegar verðlaun
höfðu verið afhent átti aðeins
eftir að draga úr hópi þátttak-
enda og til að hljóta golfsettið
þurfti viðkomandi að vera við-
staddur. Það tókst ekki fyrr en
í þriðja drætti og þá kom nafn
Björns V. Skúlasonar upp úr
pokanum og var honum fagn-
að af um 100 manns, sem fylltu
golfskálann.
Verðlaunahafar ásamt Arna Þ. Arnasyni, forstjóra Austurbakka hf.
Tómas
bestur
- á Suðurnesjamótinu
í snóker. - Var með
fjögur hæstu skorin
í mótinu
Tómas Marteinsson
hauipar sigurlaunun-
unum. A myndinni til
hliðar er
hann ásamt
Helga Hólm
og Berki
Birgissyni,
sem varð
annar.
Ljósm.: hpy.
Tómas Marteinsson varð
Suðurnesjameistari í snóker
með forgjöf er hann sigraði
Börk Birgisson í úrslitaviður-
eign með sex vinningum gegn
þremur. Mótið var nú í fyrsta
skipti haldið með forgjöf og út-
sláttarfyrirkomulagi en bak-
hjarl þess var Umboðsskrifstofa
Helga Hólm, sem gaf glæsileg
vcrðlaun í mótið.
Sigur Tómasar var mjög
öruggur enda lék hann vel.
Hann átti fjögur hæstu skorin í
mótinu, 68-58-48 og 47 og tap-
aði engri viðureign á leiðinni í
úrslitin. Urslitaleikurinn var
spennandi í byrjun. Börkur
vann tvo fyrstu leikina en með
harðfylgi komst Tómas inn í
leikinn, náði að jafna og kom-
ast yfir 3:2. Börkur jafnaði 3:3
en þá var eins og allur vindur
væri úr honum. Tómas vann
næstu þrjá leiki og tryggði sér
öruggan sigur.
I þriðja sæti varð Gunnar
Gunnarsson en hann sigraði
Birgi Rafnsson 3:1 í úrslitavið-
ureign um þriðja sætið.
Frammistaða Birgis kom
skemmtilega á óvart þar sem
hann kemur úr þriðja fiokki en
einnig létu fleiri ungir spilarar
að sér kveða sem sýnir best að
iþróttin er í miklum uppgangi
hér á Suðurnesjum.
Þátttakendur í mótinu voru
32 og var það haldið á Knatt-
borðsstofu Suðurnesja. í móts-
lok afhenti Helgi Hólm, Tóm-
asi Marteinssyni glæsilegan
farandgrip og eignarbikar
fyrir sigurinn.
Fimmtudagur 2. júní 1988 19
inu. Hilmar var kominn í forystu eftir frábæra byrjun, en fataðist
llugið á síðustu holunum og endaði í 3. sæti. Eins og sjá má voru
áhorfcndur fjölmargir á svölunum og þátttakcndur aldrei fieiri.
Ljósm.: pket.
HRUNÐ
Hárgreióslustofa
Hólmgarði 2 - Keflavík - S: 15677
verður lokuð dagana 6. - 12. júní vegna
námskeiðs í Þýskalandi.
Opnar aftur 13. júní.
AÐSTOÐ?
AÐSTOÐ við ljósritun
AÐSTOÐ við vélritun
AÐSTOÐ við laserútprentun
AÐSTOÐ við uppsetningu
bréfa og auglýsinga
Lítið inn og kynnið ykkur
möguleikana.
Sérstakur skólaafsláttur!
Haínargötu56 230Keflavik Sími 92-15880