Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.06.1988, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 02.06.1988, Blaðsíða 21
viKiin jutUt Hreinsunarátak sumarsins: Aðallega beint að fyrirtækjum Heilbrigðiseftirlit Suður- nesja hefur ákveðið að beina starfi sínu varðandi hreinsun á drasli aðallega að fyrirtækjum þriggja byggðarlaga á Suður- nesjum nú í sumar. Eru það fyrirtæki íGarði, Sandgerði og Njarðvík sem athyglin beinist að. Auk þess verður fylgst með fyrirtækjum í Keflavík eins og verið hefur undanfarin ár. Framkvæmd málsins nú er þannig að fyrst var borið bréf í hvert einasta fyrirtæki í þess- um þremur byggðarlögum. Samhliða voru teknar myndir af ástandi mála og mánuði síð- ar er skoðað aftur og þá veittur frestur og að honum loknum enn skoðað og þá gefinn loka- frestur. Að honum loknum er hreinsað til á kostnað viðkom- andi fyrirtækis. Er farið að nálgast lokafrest hjá fyrirtækjum í Njarðvík og í Sandgerði er nú verið að fram- kvæma aðra skoðun. Sagði Magnús H. Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftir- lits Suðurnesja, vegna þessa að nú væri liðinn sá tími er menn gátu setið rólegir umkringdir rusli. ÓSKABARN KEFLVÍKINGA: Taka þarf af skarið varðandi SBK Miklar og snarpar umræður urðu á síðasta fundi bæjar- stjórnar Keflavíkur um Sér- leyfisbifreiðir Keflavíkur eða Oskabarn Keflvíkinga, eins og sumir kalla fyrirtæki þetta. Komu umræður Jjessar í framhaldi af orðum Hólmars Magnússonar, bílstjóra, á fundi Sérleyfisnefndar, þar sem hann lýsti því yfir að ástand bílanna væri ekki nógu gott og viðhald lélegt. Fannst sumum bæjarfulltrúum að hann tæki þarna djúpt í árinni en við umræður upplýsti bæj- arstjóri að bílstjórar kvarti mikið yfir því að viðhald sé ekki eins og það ætti að vera. Þá var almennt rætt um rekstrarvanda fyrirtækisins og voru bæjarfulltrúar á því að tímabært væri að skoða fram- tíð fyrirtækisins af fullri ein- urð. Njarðvík: Jón B. Olsen yfirmaður fegrunar- framkvæmda Jón B. Olsen, fyrrverandi yfirverkstjóri Keflavíkurbæj- ar, hefur verið ráðinn í stöðu yfirmanns fegrunarfram- kvæmda og unglingavinnu hjá Njarðvíkurbæ. Eins og fram kemur annars staðar í blaðinu verða mikil fegrunarverkefni hjá Njarðvíkurbæ í sumar. Þá hefur Bjarni Thor, kenn- ari við Grunnskóla Njarðvík- ur, verið ráðinn umsjónarmað- ur við unglingavinnuna hjá Njarðvíkurbæ. Eru þeir báðir byrjaðir í hinum nýju störfum. Jón B. Olsen Fimmtudagur 2. júní 1988 21 Skjólstæðingum hjálpar Hestamannafélagið Máni hefur tvö síðastliðin ár boðið skjólstæðingum Þroskahjálp- ar á Suðurnesjum á hestbak. Og nú hafa Mánafélagar ákveðið að endurtaka hesta- daginn þann 4. júní. Tilhlökkun barnanna er boðið á mikil enda eru allir sammála um að framtak hestamann- anna hafi fallið í góðan jarð- veg. I tengslum við hestadaginn hefur Þroskahjálp ákveðið að halda grillveislu í Ragnarsseli. Þroskahjálp hvetur að- standendur barnanna að mæta Þroska- hestbak með börnin í Ragnarsse! kl. 13:30 (þaðan verður farið út á Mánagrund) og sleppa ekki þessu góða boði hestamanna- félagsins Mána. Ef veður verður vont verður því miður að fresta skemmtun- inni. Sjómannadagurinn DAGSKRÁ Sjómannadagsins í Keflavík-Njarðvík, sunnudaginn 5. júní Kl. 9:00 íslenski fáninn dreginn að húni við Minnismerki sjómanna og við höfnina. Kl. 11:00 Sjómannamessa í Keflavíkurkirkju. Kl. 12:30 Skemmtisigling með börn. Farið verður bæði frá Keflavík- ur og Njarðvíkurhöfn, en aðeins komið að í Keflavík. Börn fá ekki aðgang nema í fylgd með fullorðnum. Kl. 14:00 Hátíðarhöld við höfnina: 1. Hátíðarræða - Fulltrúi Vísis, félags skipstjórnarmanna á Suðurnesjum. 2. Aldraðir sjómenn heiðraðir. 3. Aflakóngur heiðraður. 4. ??? 5. Kappróður. 6. Stakkasund, koddaslagur og reiptog. KAFFIVEITINGAR: Kaffi verður selt á Glóðinni, efri sal. Er fólk hvatt til að nota sér staðinn. Opið verður á Glóðinni kl. 14-18. Merki sjómannadagsins verða afhent sölubörnum á Víkinni kl. 10:00 á sjómannadaginn - Góð sölulaun. iSJÖMANNADAGSRÁÐ;

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.