Víkurfréttir - 02.06.1988, Blaðsíða 4
mun
4 Fimmtudagur 2. júní 1988
| júttU
SJOMANNADAGURINN:
Hefðbundin hátíðarhöld
Hátíðarhöld sjómannadags-
ins verða með hefðbundnu
sniði hér á Suðurnesjum en
blaðinu er kunnugt um sér-
staka hátíðardagskrá á fjórum
stöðum og lítur hún þannig út:
GARÐUR:
Kl. 10 hefst dagskráin við
höfnina. Þar verður boðið upp
á bátsferð og ýmislegt fleira á
vegum Slysavarnasveitarinnar
Ægis. Kl. 13:30 verður sjó-
mannamessa í Útskálakirkju
og blómsveigur lagður að
minnismerki óþekkta sjó-
mannsins.
Kaffisala hefst í samkomu-
húsinu að lokinni messu og þar
verður aldraður sjómaður
heiðraður. Kl. 16 hefjast
skemmtiatriði við barnaskól-
ann í umsjón Verkalýðs- og
sjómannafélags Gerðahrepps.
GRINDAVÍK:
Dagskráin hefst þar á laug-
ardeginum með skemmtisigl-
ingu kl. 16:30ogsíðanerkapp-
róður kl. 20:00.
A sunnudeginum hefst dag-
skráin með skrúðgöngu frá
Sjómannaheimilinu kl. 10.
Hálftíma síðar eða kl. 10:30
verður lagður blómsveigur á
minnisvarða drukknaðra sjó-
manna og kl. 11 er sjómanna-
messa.
Kl. 14 fara fram ávörp út-
gerðarmanna og sjómanna,
aldraðir verða heiðraðir, afla-
kóngur heiðraður, aflaverð-
mætakóngur heiðraður. Verð-
launaafhending fyrir kappróð-
ur, boðhlaup, reiptog og
koddaslagur.
Vélstjórar og skipstjórar
etja síðan kappi í knattspyrnu
á íþróttavellinum kl. 18, en
dagskránni lýkur með dans-
leik í Festi, sem hefst kl. 22:00.
KEFLAVÍK:
Keflvíkingar hefja dag-
skrána kl. 9 með því að draga
íslenska fánann að húni við
minnismerki sjómanna og við
höfnina. Kl. 11 er síðan sjó-
mannamessa í Keflavíkur-
kirkju. Hin geysivinsæla
skemmtisigling hefst síðan kl.
12:30 og er farið bæði frá
Keflavikur- og Njarðvíkur-
höfn en aðeins komið að í
Keflavík.
Hátíðarhöldin við Keflavík-
urhöfn hefjast síðan kl. 14með
hátíðarræðu, sem fulltrúi
Vísis, félags skipstjórnar-
manna á Suðurnesjum, flytur.
Síðan tekur við heiðrun aldr-
aðra sjómanna, aflakóngur
heiðraður, kappróður, stakka-
sund, koddaslagur, reiptog og
e.t.v. eitt óvænt dagskrár-
atriði.
Kaffisala verður að þessu
sinni í efri salnum á Glóðinni
og stendur hún yfirfrá kl. 14 til
18.
SANDGERÐI:
Skemmtisigling með börnin
hefst kl. 9:30 um morguninn í
Sandgerði en messan hefst
kl. 11.
Kl. 13:15 hefst skrúðganga
en gengið er frá björgunarstöð
Sigurvonar að höfninni, en
eins og venjulega sér Sigurvon
um dagskrána. Eru hátíðar-
höldin sett kl. 13:30. Þarverð-
ur flutt hátíðarræða, aldraður
sjómaður verður heiðraður og
minnst drukknaðra sjómanna.
Þá verða afhent björgunar-
verðlaun og að því loknu eru
skemmtiatriði.
Kappróður hefst síðan kl. 17
og meðan dagskráin stendur
yfir við höfnina er boðið upp á
kaffi í Samkomuhúsinu.
^sHÓTEL
KEFlAVtK
BÍLALEIGA
í 2 ár hefur Hótel Keflavík verið opið fyrir gesti
okkar. Jafnt og þétt aukum við þjónustu okkar
og búum vel að gestum í 32 vel búnum
herbergjum hótelsins.
Bílaleiga er eitt skref í viðbót fyrir þá og
FYRIR ÞIG.
HÓTEL
HEIMILI FYRIR GESTI OKKAR
BÍLL FYRIR ÞIG
HHÓTEL
KEHAVÍK
VIÐ ERUM VIÐ SÍMANN
24 TÍMA Á SÓLAHRING.
BÍLALEIGA
Vatnsnesvegi 12 - Simi 14377
Keflavík:
Lóðarúthlutun án
samþykkis eiganda
Miðvikudaginn ll. maí var
tekið fyrir i bygginganefnd
Keflavíkur ósk frá Gleraugna-
verslun Keflavíkur og Nesbók
um 5 metra lóðarauka til norð-
urs við lóð þeirra að Hafnar-
götu 45 í Keflavík. Fyrir lágu
meðmæli frá Skipulagi ríkisins
varðandi breytingu þessa.
A fundinum samþykkti
bygginganefnd erindi þetta.
Þegar fundargerðin kom síðan
fyrir bæjarstjórn Keflavíkur á
þriðjudag í síðustu viku var
bæjarstjórnin þessu ekki sam-
mála enda virðist lóðaúthlutun
þessi hafa verið gerð án sam-
ráðs við bæjarráð, þó svo að
viðkomandi lóð, þ.e. sú nr.43,
sé í eigu Keflavíkurbæjar.
Var því samþykkt að vísa
máli þessu til bæjarráðs til
nánari umfjöllunar.
Fiskmark-
aðimir þrír
samtengdir
Nú er verið að vinna að
samtengingu fiskmarkaðanna
þriggja við Faxaflóa um tölvu.
Svona lita núverandi fiskkassar
frá Fiskmarkaði Suðurncsja út.
Ljósm.: epj.
Ef af yrði verður samtenging-
unni háttað á líka vegu og nú
er hjá FiskmarkaðiSuðurnesja
varðandi Njarðvík, Grindavík
og Þorlákshöfn. Gæti þá
t.a.m. fiskkaupandi staðsettur
í Reykjavík boðið i fisk íNjarð-
vík og öfugt.
Þá eru þessir aðilar ásamt
fiskmarkaðinum á Norður-
landi og tveimur plastkassa-
verksmiðjum að huga aðsam-
vinnu við gerð plastkassa fyrir
fiskiskipaflotann og yrði þá
svipaður háttur hafður áog nú
er með ölkassa, þ.e. gamlir
kassar eru lagðir inn upp í
nýja. Eru viðræður um mál
þetta á byrjunarstigi.