Víkurfréttir - 16.06.1988, Blaðsíða 1
„Flugmenn fá fyrir feröina"
Reyk-
nesingar
í fjórða
sæti
Samkvæmt úrtaksathugun
Þjóðhagsstofnunar á skatt-
framtölum einstaklinga hefur
komið í ljós að laun á Reykja-
nesi hækkuðu um 45,5% milli
áranna 1986 og 1987. Aðeins
Norðurland vestra og Vest-
mannaeyjar geta státað sig af
hærri meðallaunum.
Þegar meðallaunin eru
skoðuð nánar kemur í Ijós að
þar eru Reyknesingar í 4. efsta
sæti með 1.147 þúsund á sið-
asta ári. I þeim hópi eru Vest-
lendingar hæstir, síðan Vest-
firðingar og loks Eyjamenn.
Athygli skal vakin á því að
þegar rætt er um Reykjanes er
átt við allt kjördæmið en ekki
Suðurnes eingöngu.
Bátar í
erfið-
leikum
utan við
Hafnir
Síðdegis á sunnudag varð
lítill þilfarsbátur, Nonni GK
64, olíulaus skömmu áður en
hann komst að bryggju í Höfn-
um. Rak hann því í átt að Staf-
nesi. Fór þá trillubáturinn
Björn GK 57 Nonna til hjálp-
ar en þá tókst ekki betur til en
svo að hann bilaði.
Var þá trillubáturinn Sveinn
hvíti KE 25 sendur út og dró
hann báða bátana til hafnar í
Höfnum.
Ljósm.: pket.
Reið-
hjólaslys
á Fitjum
Reiðhjólaslys varðá Fitj-
um í Njarðvík skömmu eft-
ir hádegi á sunnudag.
Drengur, sem var hjólandi,
fipaðist er bifreið á sömu
akstursleið nálgaðist hann
og fór of utarlega í veg-
kantinn með þeim afleið-
ingum að hannféll á hjól-
inu.
Var kallað á sjúkrabíl
sem fiutti hann á sjúkrahús
en hann hafði hlotið heila-
hristing. Fékk drengurinn
að fara heim að skoðun
lokinni.
Meðallaun:
Gleðilega þjóðhátíð!
t
Glaun nberg lokar
á óbreytta
varnarliðsmenn
Þar sem mikil spenna virðist
nú rikja í samskiptum varnar-
liðsmanna og íbúa á Suðurnesj-
um hafa forráðamenn skemmti-
staðarins Glaumbergs ákveðið
að varnarliðsmcnn, sem eru
lægri að tignargráðu en E-6, fái
ekki aðgang að húsinu þó þeir
framvísi þeim útivistarlcyfum
sem hafa tíðkast til þcssa.
Að sögn Vals Ármanns
Gunnarssonar, framkvæmda-
stjóra Glaumbergs og Sjávar-
gullsins, eru þeir aðilar sem
hafa tignargráðu E-6 eða
hærra yfirmenn hjá varnarlið-
inu og hafa ekki þurft áður-
nefnd útivistarleyfi. Verður
því ekki gripið til aðgerða hvað
þá varðar.
Nefnd útivistarleyfi eru
undirrituð af einhverjum aðil-
um innan varnarliðsins en bera
engan stimpil, sem gefur til
kynna hver útgáfuaðili er.
Telja því forráðamenn Glaum-
bergs að leyfi þessi séu ekki í
gildi nema íslensk yfirvöld
stimpli þau og undirriti.
Síðasta fimmtudag og l
aftur á mánudag bárust
kvartanir frá íbúum í Njarð-
vík vegna mikils hávaða frá
herþotum er flugu lágflug |
yfir bæinn. Af þessu tilefni
höfðum við samband við
Pétur Guðmundsson, flug-
vallarstjóra, en hann sagði
að flugturninum hefði borist
margar kvartanir vegna
þessa á fimmtudag.
Síðan sagði hann: „Um
flug þetta giida óbreyttar
reglur sem settar voru upp
I eftir hávaðamælingar fyrir I
nokkrum árum. Þessum
reglum cr framfylgt út í
ystu æsar. Ef einhverjir
I brjóta reglurnar fá þeirfyr- I
ir ferðina." Bætti Pétur við
óskum um að llugyfirvöld
á Keflavíkurflugvelli yrðu
látin vita, ef slíkt ætti sér
stað.
l_av:
Sa
iO