Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.06.1988, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 16.06.1988, Blaðsíða 13
12 Fimmtudagur 16. júní 1988 \)iKun MiKun Slysavarnasveitin Ægir: „Stefnt að því að opna vitann á morgun" Ljósm.: hbb. Þorsteinn Jóhannsson, gjald- keri Ægis. Myndin var tekin þegar slysavarnasveitarmenn voru að störfum fyrr á þessu ári. Við höfum sagt frá því af og til að undanförnu að slysa- varnasveitin Ægir hefur staðið í framkvæmdum á Garðskaga. Strákarnir í sveitinni hafa eytt öllum sínum frístundum í að gera vitann kláran fyrir afmæli Gerðahrepps. „Við ætlum að reyna að opna vitann á morgun, 17. júni, en getum engu lofað,“ sagði Þorsteinn Jóhannsson, gjaldkeri Ægis, er Víkurfréttir hittu hann að máli um sl. helgi. „Það er ekki ennþá ráðið hve- nær húsnæðið með salernis- og veitingaaðstöðunni opnar. Húsið er langt komið. Það opnar jafnvel um mánaðamót- in en það er erfitt að lofa því.“ -I upphafí var talað um að hafa veitingasöluna í vitanum. Hvað olli því að það breyttist? „I stuttu máli sagt hefði það haft í för með sér meiri kostn- að og minna pláss svo að ,,Grænásskúrinn“ var bæði betri og hagkvæmari kostur.“ -Er þetta ekki dýrt dæmi? „Það er töluverður kostnað- ur í kringum þetta en Vita- og hafnamálastofnun hefur stutt vel við bakið á okkur varðandi framkvæmdir og úrbætur á öryggisþáttum við gamla Garðskagavitann. Við vonumst til að sjá sem flesta á skaganum við opnunina. Þetta er okkar eina fjáröflunarleið og því er stuðningur fólksins mikils metinn." Sendum íbúum Gerðahrepps hamingjuóskir í tilefni 80 ára afmælisins. Brunabótafélag r Islands julUi jutUt Gerðahreppur 80 ára: Fyrsta fundar- gerð hreppsins frá 1908 verður lesin Garðbúum og öðrurn gestum verður gert ýmislegt til skemmtunar á morgun, 17.júní, en þá verður haldið upp á 80 ára afmæli Gerðahrepps, sem í raun var í gær. Hefst dagskráin kl. 14 við skólann, þar sem boðið verð- ur upp á fjölbreytta dagskrá og kynnir verður sveitarstjórinn sjálfur, Ellert Eiríksson. Nleðal efnis við skólann er hreppsnefndarfundur, þarsem llutt verða þrjú mál sem öll tengjast afmæli Gerðahrepps. Þá verður lesin síðasta fundar- gerð Rosmhvalaneshrepps og fyrsta fundargerð Gerða- hrepps frá 1908. Þegar hátíðarhöldum er lok- ið við skólann býður hrepps- nefndin íbúum byggðarlagsins til þjóðhátíðarkaffis í sam- komuhúsinu, þar sem fólk get- ur fengið sér kaffisopa og bragðað á 1000 matina rjóma- tertu sem bökuð var hjá Ragn- arsbakarí. Þá ta fjórar jafn- öldrur hreppsins gjafir í tilefni dagsins. Hátíðarhöldum lýkur síðan um kvöldið mcð því ;ið diskó- tekið Dísa mun leikaásamt því að Bjartmar Guðlaugsson skcmmtir. Þá verður eitthvað óvænt, scm enginn veit hvað er... Sveitarstjóri og verkstjóri „máta“ fánann á stöngina. Unglingavinnan í Garði: „Allt að smella samaiT Árlega hefur verið rekin unglingavinna í Garðinum fyrir skólakrakka í nokkrar vikur yfir sumartimann og þannig er það einnig í ár. Vík- urfréttir hittu að máli einn verkstjórann yfir unglinga- vinnunni, Karl Friðriksson.og tóku hann tali. ,,Það eru þrjár vikur síðan unglingavinnan hófst. Það eru 27 krakkar sem eru í vinnunni þetta árið og skipt- ast þeirbæði fyrirogeftir há- degi. svo og allan daginn." sagði Karl. aðspurður um unglingavinnuna. -Hvað hafið þið verið að starfa það senr af er? ,.Við byrjuðum á því að hreinsa úti á Garðskaga og þaðan fórum við í heiðina fyrir ofan bvggðina. Þá var einnig hreinsað upp rusl með Garðveginum. Núna í þess- ari viku höfum við aðallega verið í því að tyrfa og laga til við kaupfélagið og sam- komuhúsið. Þetta cr allt að smella saman fyrir afmælis- daginn." -Hvernig er að halda stjórn á svona stórum krakkahópi? ..Þetta gekk allt ágætlega fyrst en þegar liða fór á þriðju vikuna fór þctta að vera strembið og erfiðara að eiga við krakkana. Þetta er alltaf svona, þegar fólk þekkist vel.“ -En hvernig finnst þér af- mælisdagskráin? „Mér finnst hún vera ágæt en það mætti leggja meira i hana vegna afmælisins." Karl Friðriksson, verkstjóri vfir unglingavinnunni í Garðinum. I.jósm.: hbb. Þórný Jóhannsdóttir i blómasölunni. í fanginu heldur hún á litlu frænku sinni, Önnu Birnu Björnsdóttur. Ljósm.: hbb. Fimmtudagur 16. júní 1988 Sumarblómasala: „Garðbúar eru snyrtilegt fólk“ Það ætti ekki að hafa farið famhjá neinum, sem ekið hafa inn í Garðinn, skilti sem á stóð eitthvað á þessa leið: „Sumar- blóm til sölu að Skagabraut 23. Þórný.“ Hvernig ætli það sé, hafa Garðbúar keypt mikið af blómum til að skreyta með heima hjá sér fyrir afmælishá- tíðina á morgun? Víkurfréttir renndu á staðinn. Þetta er þriðja árið sem Þór- ný Jóhannsdóttir er með blómamarkað heima hjá sér. Blómin koma frá tveim aðilum í Hveragerði og voru hin fall- egustu. En hafa Garðbúar keypt blóm fyrir afmælið? „Já, já, Garðbúar eru snyrtilegt fólk.“ -Hvernig hefur blómasalan gengið? „Þetta er rétt að byrja en hefur verið heldur lakara en í fyrra, það sem af er. Það er kannski því um að kenna að við fórum heldur seint af stað.“ -Hvað er markaðurinn opinn lengi? „Blómamarkaðurinn verð- ur opinn fram yfir helgi eða á meðan birgðir endast." -Þannig að það er ennþá séns að fá blóm til að skreyta með fyrir afmælið og 17. júní? „Já.“ I tilefni 80 ára afmælis Gerðahrepps verður haldinn hátíðar- fundur hreppsnefndar. Fundurinn verður hluti af 17. júní hátíðarhöldunum við Gerðaskóla. Kl. 15:30 til 17:30 verður opið hús í Samkomuhús- inu, þar sem hreppsnefnd Gerðahrepps tekur á móti gestum. Boðið verður upp á afmælisrjóma- tertu og kaffi, gosdrykki og súkkulaðikex. Öllum Garðmönnum er hér með sérstaklega boðið. Hreppsnefnd Gerðahrepps

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.