Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.06.1988, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 16.06.1988, Blaðsíða 14
Sendum Gerðahreppi og íbúum hans hamingjuóskir í tilefni 80 ára afmælisins. Keflavíkurbær Njarðvíkurbær Grindavíkurbær Miðneshreppur Vatnsleysustrandar- hreppur Hitaveita Suðurnesja Garð-molar Hélt að nágranninki væri að grilla Það er sem betur íer sjald- gæft að brunar verði í heima- húsum. En svo varð nú samt í síðustu viku í Garðinum, er bílskúr við Garðbrautina varð eldi að bráð. íbúi í ná- grenninu við brunastaðinn var að tala í símann heirna hjá sér er hann sérsakleysis- legan reykinn stíga upp á bak við húsið hjá nágranna sínum. í fyrstu hélt hann að nágranninn væri að grilla en var fljótur að skipta um skoðun er hann sá að reyk- mökkurinn jókst til muna, eins og helt hefði verið úr bensínfötu yfir kótiletturnar á grillinu.... Margir vantrúaðir á garðslönguna Og meira um bílskúrs- brunann í Garðinum. Þegar fyrstu menn á vettvangi voru búnir að bjarga sjóðheitum bílnum út úr bílskúrnum og koma honum í burtu frá brennandi skúrnum settu fiestir viðstaddir hendur í vasa og horfðu á eldinn magnast innst í bilskúrnum. Þó svo að slökkviliðið væri ekki kornið á staðinn var mættur, einn af fyrstu mönn- um, aðili úr slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli. Þegar umræddur aðili var búinn að tæma eitt eða tvö duft- slökkvitæki kallaði hann á ,,áhorfendur“ og bað þá um að koma með garðslöngu. Þá heyrðist úr hópi „áhorf- enda“: „Hvað heldurðu að það þýði?“ Að lokum fékkst slangan og með þeirri ræfils- legu ,,sprænu,“ sem úr henni fékkst var hægt að halda eld- inum niðri, þangað til slökkviliðið kom úr Kefia- vík.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.