Víkurfréttir - 16.06.1988, Blaðsíða 19
\iiKun
juUit
Knattspyrna 2 deild:
„Erfiður róður"
- segir Heimir Karlsson, þjálfari
Víðismenn hafa ekki átt mik-
illi velgengni að fagna að und-
anfðrnu. Tveir tapleikir i röð í
íslandsmótinu og fallnir út úr
bikarnum, strax í annarri um-
ferð. Hver er ástæðan fyrir
þessum hrakförum Víðisstrák-
anna? Við lcituðum álits Heim-
is Karlssonar, þjálfara:
„Eg vildi óska þess að ég
vissi það, þá væri allt komið í
lag. Þetta er margt smátt, sem
gerir eitt stórt. 2. deildin er
ekkert auðveldari en sú fyrsta.
í leiknum við IR áttum við all-
ar fyrstu 30 minúturnarogþað
var bara mínútuspursmál hve-
nær við myndum skora, þegar
ÍR-ingum tekst að skora tvö
mörk í röð á 5 mínútna kafla.
Það var eins og rothögg,"
sagði Heimir.
Mikil mciðsli
-Nú töpuðuð þið bikarleik á
Selfossi og eruð þar með falln-
ir út úr bikarnum. Hvað vilt
þú segja um þann leik?
„Við áttum marga góða
punkta í leiknum og skoruðum
þegar um korter var eftir af
venjulegum leiktíma en Sei-
fyssingum tókst að jafna fyrir
leikslok og komast yfir á síð-
ustu mínútum framlengingar.
Við gerðum miklar breyt-
ingar á liðinu, sem lofa góðu.
Þá hafa meiðsli hrjáð leikmenn
liðsins mikið og má þar nefna
Hafþór, Sævar, Guðjón og Ola
Róberts. Hafa þrír af þeim lít-
ið sem ekkert getað æft með í
sumar. Lið, sem hefur ekki
meiri breidd, má ekki við
svona !öguðu.“
-Næsti leikur?
„Við eigum leik gegn
Breiðablik á Garðsvelli. Þeir
eru sterkir og það verður erf-
iður róður," sagði Heimir
Karlsson að lokum.
Hart barist í leik UMFN og UMFG í Njarðvík. Ljósm.: hbb.
Grindavík áfram
I bikarnum
Það hefur mikið verið að
gera hjá knattspyrnumönn-
uni í siðustu viku og um helg-
ina. eins og fram kemur í eft-
irfarandi pistli.
3. DEILD
Njarðvíkingar tóku í sið-
ustu viku á móti Gróttu frá
Seltjarnarnesi í 3. deild Is-
landsmótsins en ekki gekk
betur en svo að þeir sendu
Gróttu heim aftur með þrjú
mörk upp á vasann ásamt
öllum stigunum. Reynis-
mönnum frá Sandgerði gekk
öllu betur, voru með upp-
brettar ermar og uppskáru
sigur gegn IK 2:0 í Sand-
gerði. Þá tóku Njarðvíkingar
einnig á móti Grindvíking-
um, sem báru sigur úr být-
um, 3:0.
MJÓLKURBIKARINN/
2. UMFERÐ
Önnur umferð í Mjólkur-
bikarkeppninni var leikin
um helgina og á mánudags-
kvöld. Grinavíkingar tóku á
móti 4. deildarliðinu Ægi og
hreinlega burstuðu þá, 11:0.
Arvakur mætti Höfnum og
sigraði 2:0. Þróttur R. lék
gegn Njarðvikingum, sem
urðu því miður að bíta í það
súra epli að tapa 1:3. Þá tóku
Selfyssingar á móti Víðis-
mönnurn fyrir austan fjall.
Voru heimamenn sterkari
aðilinn og báru sigurorð af
Víði með tveimur mörkum
gegn einu, eftir franilengdan
leik. Þar með er ráðið að Víð-
ismenn halda ekki áfram í
Mjólkurbikarkeppninni
þetta árið, en eins og flestum
er kunnugt léku þeir til úr-
slita í keppninni í fyrra, þá
gegn Fram. Það eru því að-
eins Grindvíkingar sem
halda áfram í bikarnum, ein-
ir Suðurnesjaliða að IBK
undanskildu.
Fimmtudagur 16. júní 1988 19
Ragnar Margeirsson var megin af tímanum í vörn gegn stórliði Fram. Her er hann þó kominn á fullt í
sóknina. Ljósm.: hbb.
Aðeins tvö stig úr fjórum leikjum hjá ÍBK:
„Ég sló aldrei boltann"
- segir Einar Ásbjörn Ölafsson, sem skoraði jöfnunarmark
ÍBK gegn Leiftri á Ölafsfirði
„Ég sló aldrei boltann. Hann
fór í síðuna á mér frá markverð-
inum og inn,“ sagði Einar As-
björn Ölafsson, sem bjargaði
andliti Keflvíkinga á Olafsfirði
með þvi að skora jöfnunarmark
IBK þegar aðeins 2 mín. voru til
leiksloka.
„Við áttum að vera búnir að
gera út um leikinn. Leifturs-
menn áttu aðeins þetta eina
tækifæri sem þeir skoruðú úr.
Engu að síður er eins og það
vanti herslumuninn hjáokkur.
Banda-
rískur
þjálfari
til
Kefl-
víkinga
Bandarískur körfuknatt-
leiksþjálfari, Lee Nober, er
væntanlegur til íslands um
helgina. Hyggst hann líta á að-
stæður hjá IBK og ef sam-
komulag næst mun hann
þjálfa þar í vetur. Lee Nober er
mjög þekktur og virtur körfu-
boltaþjálfari í Bandaríkjunum
og á tíu ára þjálfaraferil að
baki, þó svo hann sé aðeins
tæplega þrítugur. T.a.m. hefur
hann þjálfað Cleveland State,
sem er í fremstu röð í 1. deild
bandariska háskólakörfubolt-
ans. Hreinn Þorkelsson er
einnig inni í myndinni varð-
andi þjálfun liðsins en Gunn-
ar Þorvarðarson, þjálfari IBK
sl. vetur, hefur nú tekið sér frí
frá þjálfun.
Það er eins og hugarfarið sé
ekki rétt og menn því ekki
nógu grimmir,“ sagði Einar
Asbjörn.
Uppskera Keflvíkinga í síð-
ustu fjórum leikjum er aðeins
tvö stig. Þeir léku við Franr í
síðustu viku og máttu hrósa
happi að hljóta annað stigið.
Keflvíkingar náðu að halda í
við Framara í fyrri hálfleik en í
þeim seinni var aðeins eitt lið á
vellinum. Fram réði lögum og
Iofum á vellinum, skoraði m.a.
tvö niörk, sem voru dæmd af.
Keflvíkingar hafa ekki leik-
ið vel að undanförnu. I.iðið
leikur týpískan breskan fót-
bolta, löng spörk og hlaup,
sem hefur gefið lítinn árangur.
Lítið hefur verið um skemmti-
legt samspil. Og þegar Ragnar
Margeirsson er kominn áfullt í
vörninni, þá er ekki laust við
að ýmsar spurningar vakni í
hugunt manna._
Næsti leikur IBK er á rnánu-
dag gegn IA í Keflavík og hel'st
hann kl. 20.
Körfuknattleikur:
Fara ÍBK og
UMFNí
Evrópukeppni?
Njarðvíkingar og Keflvík-
ingar eru nú að kanna mögu-
leika á þátttöku í Evrópu-
keppnum í körfuknattleik.
Að sögn Skúla Skúlasonar,
formanns körfuknattleiks-
ráðs íBK, yrði það ntikil fjár-
hagsleg áhætta efafþátttöku
yrði. „Við erum að kanna
það hvort það sé grundvöll-
ur fvrir þátttöku,“ sagði
Skúli’.
Golfsýning í
Leiru 18. júní
John Garner, landsliðs-
þjálfari Islands í golfi, verð-
ur með golfsýningu á Hólms-
vélli í Leiru á laugardag, 18.
júní, kl. 11. Mun John þá
sýna hvernig best er að „berj-
ast“ við litlu, hvítu kúluna
og svo mun hann einnigsýna
ýmsar kúnstir.
John er Englendingur og
fyrrum atvinnumaður í
íþróttinni. Hann náði góðunt
árangri sem slíkur og komst
nr.a. í 10 manna Evrópuúr-
val tvisvar sinnum. Síðan
19?7 hefur hann kennt golf
og er einnig með fastan
kennsluþátt í stærsta golf-
timariti í Evrópu, Golf
World.