Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.06.1988, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 16.06.1988, Blaðsíða 9
mun jtiOU Fimmtudagur 16. júní 1988 Þristurinn I nýtt og glæsilegt húsnæði Grindavík: Flytja fógeti og lögregla í haust? Gengið hefur verið frá kaupum á Landsbankahúsinu gamla i Grindavík undir að- stöðu fyrir embætti bæjarfó- getans þ.m.t. Iögregluna. Hús- næði þetta er tvær hæðir ásamt kjallara og bílskúr. Sagði Jón Eysteinsson í samtali við blaðið að arkitekt ynni nú að teikningum við breytingar þær, sem gera þarf á húsnæði þessu. Gert er ráð fyrir að lögreglan hafi neðri hæðina en afgreiðsla embættis- ins, lögskráningskipa, aðstaða fyrir almannavarnarnefnd o.fl. verði á 2. hæðinni. Kjall- arinn verði notaður sem skjalageymsla. Þá væri arkitektinn einnig að vinna að gerð kostnaðar- áætlunar en vonast er til að aukafjárveiting fáist til að gera húsnæðið klárt. Meðan loforð fyrir slíku liggur ekki fyrir er erfitt að segja til um hvenær flutt verður í húsnæði þetta. „Geri ég þó ráð fyrir að það verði í haust,“ sagði Jón Ey- steinsson. Þær stöllur, f.v.: Stefanía Finnsdóttir, Guðrún Þórðardóttirog Eva Finnsdóttir. Ljósm.: epj. Salurinn tekur tæplega 50 gesti i sæti. Það var mikil hátíð í bæ hjá þeim stöllum, Evu, Guðrúnu og Stefaníu, er formlega var tekið í notkun nýtt húsnæði veitingastaðar þeirra, Þrists- ins. Hið nýja húsnæði er að Hólagötu 15 í Njarðvík, þar sent sparisjóðurinn var áður til húsa, en liðið er um hálft ann- að ár síðan þær keyptu hús- næði þetta. Er þetta nýja húsnæði hið glæsilegasta að öllu leyti og rúmar tæplega 50 manns í sæti. Er það mikil breytingfrá leigu- húsnæði því, sem þær höfðu áður við Brekkustíg og verður nú rifið. Sögðu þær í stuttu spjalli við Víkurfréttir að mikil aukning viðskiptamanna hefði orðið í vetur en mest væru það sölu-, viðgerða- og vinnuntenn sem skiptu við staðinn. Þó sögðust þær alveg geta hugsað sér að gefa öðrum kost á að kaupa staðinn, ef einhver hefði áhuga. Auk þess sem afgreiðslusal- urinn er mjög bjartur og vist- legur er öll vinnuaðstaða, t.d. í eldhúsi, mjög góð. Hafa þær ákveðið að hafa opið á sunnu- dögum einnig en það er ný- mæli hjá þeim stöllum. Þessa dagana stendur yfir sölusýning á málverkum frí- stundamálarans Gunnars Sig- urjónssonar frá Akureyri á Þristinum, en myndir hans prýða veggi afgreiðslusalarins. Lok, lok og læs á laugardögum Frá 17. júní til 1. sept. verður Járn & Skip lokað á laugardögum. Við bendum því fólki á að versla allt fyrir helgina í tíma. Starfsfólki okkar óskum við góðra stunda um he/gar í sumar. Munið breytt símanúmer 15405 Járn & Skip v/ Víkurbraut - Sími 15405 G A R Ð A U Ð U N STURLAUGS OLAFSSONAR Nota eingöngu hættulítil efni sem náð hafa bestum ár- angri við eyðingu sníkjudýra á plöntunum, Permaset og Triton, sem límir efnið við plöntumar. 100% árangur. Úða með nýjustu áhöldum. Pantið tímanlega. Uppl. í síma 12794 og 11588 á Plöntusölunni. Ath. Best að hringja á kvöldin. - Fljót og góð þjónusta.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.