Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.06.1988, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 16.06.1988, Blaðsíða 15
MÍKUK juUit Fimmtudagur 16. júní 1988 15 200 fyrirtæki með Vlkur-hugbúnað „Við vorum þrír saman og áttum 30.000 krónur þegar við keyptum fyrstu tölvuna. Hún kostaði 120 þúsund meðprent- ara. Við fengum restina á skuldabréfi. Sölumaðurinn, sem seldi okkur tölvuna, hafði litla trú á okkur og sagði: „Strákar, það þarf að borga skuldabréfi." Þetta var í októ- ber 1985 og síðan var þetta puð í sex mánuði áður en við seld- um fyrsta kerfið.“ Þetta sögðu strákarnir í Vík- urhugbúnaði er Víkurfréttir sóttu þá heim fyrir skömmu, en tilefnið var að þeir voru að ílytja í nýtt húsnæði um mán- aðamótin. „Við vorum orðnir leiðir á ösinni við Hafnargötuna og tiltölulega lítil hreyfing er á vélbúnaði hér á Suðurnesjum en meira að gera í hugbúnaði. Hér erum við komnir í kyrrð og ró, þó við séum ennþá við Hafnargötuna. Við erum komnir á toppinn, komumst ekki lengra upp þessa götu!“ -Hvernig er það, strákar, eruð þið tölvuséní? „Við erum komnir með besta viðskiptakerfi sem völ er á. Við erum t.d. að vinna að nýju hótelkerfi fyrir Flug Hótel.“ -Þið eruð komnir með úti- bú? „Já, við höfum opnaðskrif- stofu í Reykjavík og þar er einn starfsmaður í vinnu.“ -Ef ég ætla að stofna fyrir- tæki, hvað á ég að gera? Hvað getið þið gert fyrir mig? „Ef fólk hefur áhuga á að tölvuvæðast, þá getum við lát- ið það hafa allan vél- og hug- búnað. Við ráðleggjum fólki um tölvukaup og erum með umboð fyrir alla innflytjendur á tölvum á Islandi, þar á meðal IBM. Við erum hlutlausir á tölvuna og sníðum fyrirtækj- um stakk eftir vexti.“ -Helstu notendur hugbún- aðar frá ykkur, strákar? „Ef taldir eru upp helstu notendur á Suðurnesjum, þá eru það Sjúkrasamlag Gull- bringusýslu, Sævar Reynisson og Reynir Olafsson, endur- skoðendur, Flug Hótel, Hótel Kristina og Glóðin, svo ein- hverjir séu nefndir.“ Eigendur Víkur-hugbúnaðar ásamt starfsmanni fyrirtækisins. F.v.: Jón Sigurðsson, Eggert Cuðmundsson og Isleifur Gíslason (starfs- maður). Ljósm.: hbb. Garðbúar TAKIÐ EFTIR í tilefni af 80 ára afmæli Gerðahrepps 15. júní n.k. er gefinn kostur til að skila van- skilabókum í Bókasafn Gerðahrepps án kostnaðar til 23. júní n.k. Að þeim tíma liðnum hækkar vanskila- kostnaður í kr. 50 á bók fyrir hvern byrj- aðan mánuð. Bókavörður -Er svo ekkert mál að skrifa forrit? „Þegar við byrjuðum hefð- um við getað flutt inn kerfi og þýtt, eins og flest hugbúnaðar- fyrirtæki gera, en við kusum að skrifa þau frá grunni. Það er fyrst á þessu ári, sem þau eru það fullkomin að þau henta hvaða rekstri sem er. I dag eru um 200 fyrirtæki sem nota hugbúnað frá okkur. Vegna þess að við skrifum kerfin frá grunni, þá erum við mikið fljótari að hanna nýtt kerfí eins og hótelkerfið, sem tekur okk- ur aðeins þrjár vikur, en venju- legur meðgöngutími er um 6 mánuðir.“ -Að lokum, strákar, er Vík- urhugbúnaður nokkuð að flytja? „Neeeeei. Við ætlum að reyna að halda okkur hér í nokkur ár.“ íþróttamiðstöð Njarðvíkur: IÞROTTASALURINN OPINN FYRIR ÞIG! Frá og með 18. júní getur þú pantað ein- staka tíma í íþróttasölum okkar (Litli salur t.d. fyrir borðtennis. Stóri salur: Allar boltaíþróttir, badminton). • 150 kr. inn • Hringdu og pantaðu tíma. • Láttu vita hvaða íþrótt þú ætlar að stunda. • Komdu með hreina íþróttaskó. • Starfsfólk íþróttahússins raðar í tímana. • Foreldrar: Takið börnin með í boltaleik. íþróttamiðstöð Njarðvíkur fþróttaráð Njarðvíkur Stjórn verkamanna- bústaða í Hafnahreppi auglýsir eftir umsóknum i fjóra verkamannabústaði, sem hafin verður bygging á, á þessu ári. Umsóknarfrestur er til 25. júní n.k. Umsóknareyðu- blöð fást hjá formanni stjórnar verkamannabústaða, Hallgrími Jóhannessyni, Hafnargötu 16, Höfnum, sími 16957, sem gefur allar nánari upplýsingar. Auglýsing um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar vegna forsetakosninga 25. júní 1988 Vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu til Forsetakosn- inga þann 25. júní n.k. verður skrifstofa Bæjarfógetans i Keflavík, Grindavík og Njarðvík og Sýslumannsins í Gull- bringusýslu að Vatnsnesvegi 33, Keflavík, opin sem hér greinir: Frá 13. júní til 24. júní 1988. Alla virka daga kl. 9:00-12:00 og kl. 13:00-20:00. Laugardaga og sunnudaga kl. 10:00-15:00. Lokað verður 17. júní. í Grindavík verður skrifstofa embættisins opin til atkvæðagreiðslu utan kjörfundar utan venjulegs skrif- stofutíma frá 11. júní til 24. júní 1988 kl. 17:00-20:00. Á laugardögum og sunnudögum verður skrifstofan opin kl. 10:00-15:00. Lokað verður 17. júní. Bæjarfógetinn í Keflavík, Grindavík og Njarðvík, Sýslumaðurinn í Gulibringusýslu.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.