Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.06.1988, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 16.06.1988, Blaðsíða 24
AFGREIÐSLA BLAÐSINS er að Vallargötu 15. - Símar 14717, 15717. SPURÐU SPARISJÓÐINN Sandgerði: Viðhald gatna að hefjast Hafnar eru sumarfram- kvæmdir í Miðneshreppi eins og annars staðar hér syðra. Að sögn Stefáns Jóns Bjarnason- ar, sveitarstjóra, er þegar byrj- að á klæðningu á íþróttahúsið og inniframkvæmdum vegna lokaáfangans við skólann. Þá er komið tilboð í dæluhús fyrir vatnsveituna og er reikn- að með að framkvæmdir við verkið hefjist um mánaðamót- in. Um miðjan júlí eiga síðan að hefjast gatnaframkvæmdir við þær götur, sem unnið verð- ur að lagfæringu á í sumar. Um hafnarframkvæmdir er það helst að segja að borpallur sá, sem notaður verður, er kominn til landsins og er reiknað með að hafist verði handa öðru hvoru megin við þessa helgi. A vegum hreppsins hefur mikið af drasli verið ekið í Sorpeyðingarstöðina, auk þess sem fjarlægð hafa verið mörg bílhræ. Sem kunnugt er af fyrri fréttum er Sandgerði eitt af þrem byggðarlögum á Suður- nesjum, þar sem sérstakt átak fer fram varðandi hreinsun undir eftirliti heilbrigðisfull- trúa. Flug Hótel opnar á laugardag Hið nýja hótel við Hafnargötuna í Keflavík, sem nefnt liefur verið Flug hótel, mun opna á föstudag en þann dag konia fyrstu gestirnir til gistingar. I hóteli þessu eru 39 tveggja manna herbergi ogþrjársvít- ur. Á innsíðum þessa blaðs má finna ítarlega grein um hið nýja hótel en blaðið tók í síðustu viku viðtal það, sem þar birtist við Steinþór Júlíusson, hótelstjóra. Ljósm.: hbb. Blóðug slagsmál varnar- liðsmanns og íslendings Til slagsmála kom í Glaum- bergi um síðustu helgi milli varnarliðsmanns og íslendings. Lauk þeim með því að varnar- liðsmaðurinn lanuli Islcnding- inn tvisvar og rotaði hann síðan. Skarst íslendingurinn nokkuð í andliti við þetta. Síðan hljóp varnarliðsmað- urinn út ásamt tveimur félög- um sínum en lögreglan í Kefla- vík komst fljótlega að því að þeir höfðu farið upp í leigubíl, sem síðan var stöðvaður er hann kom í aðalhlið Kefiavík- urfiugvallar. Þegar þangað var kornið vildi herlögregluntaðurinn, sem var í hliðinu, ekki afitenda Kefiavíkurlögreglunni varn- arliðsmennina. Eftiraðhonum hafði verið gert skiljanlegt hvað um var að ræða var þeim framvísað, eftir smá þras, til lögreglunnar í Kefiavík, þar sem frumrannsókn fór fram í málinu. Hefur málið nú verið sent til lögreglunnar á Kefia- víkurfiugvelli. Ekiðátvær stúlkur Ekið var á tvær stúlkur um hclgina á Hafnargötu í Keflavík. Fyrra tilfellið átti sér stað um kl. 3:30 aðfara- nótt laugardagsins á móts við Nýja bíó. Var stúlku þar hrint fyrir bíl með þeim af- leiðingum að ekið var yfir annan fót hennar. Fékk hún aðstoð við að komast á sjúkrahús, þar sem í ljós kom að hún var tábrotin, auk þess sem hún var bæði rnarin og bólgin á fætinum. Síðara óhappið varð ná- kvæmlega sóíarhring síðar en þá var ekið á stúlku móts við afgreiðslu SBK. Sú stúlka var nokkuðölvuð og var fiutt með sjúkrabif- reið á sjúkrahúsið. Hafði hún farið úr axlarlið. Eftir að henni hafði verið kippt aftur í liðinn fékk hún að sofa úr sér. Það er alltaf sama fjörið í Glaumberginu . . . Garðmenn! - Til hamingju með 80 ára afmælið. Ljósm.: Mats

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.