Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.06.1988, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 16.06.1988, Blaðsíða 16
\)iKun 16 Fimmtudagur 16. júní 1988 jUOU Garðaúðun Tek að mér að úða garða. Úða einnig gegn roðamaur. Emil Kristjánsson Símar 14885 og 14622. Æ r Nfe ;;#/ \ L Am Bni Á Wii »» \ . fíi ii íii ii iw' it .„. J Byggðasafn Suðurnesja Opið á laugardögum kl. 14 - 16. Aðrir tímar eftir samkomulagi. Upplýsingar í símum 13155, 11555 og 11769. Húsmæðraorlof Húsmæðraorlof Suðurnesja verður að Laugarvatni vikuna 11.-17. júlí. Upplýs- ingar í símum: Keí'lavík 11692 Kristjana Keí'lavík 12393 Guðrún Keí'lavík 11486 Einhildur Sandgerði 37584 Sigríður Garður 27123 Edda Njarðvík 11382 Ragnheiður Vogar 46540 Hallveig Grindavík 68267 Bylgja Hafnir 16931 Þorbjörg Oiiof'sheimilið í Gufudal einnig til leigu. Upplýsingar veitir Kristjana í síma 27050 eftir kl. 17:00. Hvað bæta má hér... Það er margt sem okkur bæjarbúum dettur í hug þegar okkur finnst við þurfa að kvarta yfir því sem miður fer í bæjarfélaginu. Sumir eða sum- ar eru svo heppnir eða heppnar að geta verið í „saumaklúbb- um“, hvort sem er í heimahús- um eða á vinnustöðum og fengið útrás fyrir það sem þyngst hvílir á í það og það skiptið. Aðrir sýna hörku og hringja í viðkomandi aðila eða jafnve! ráðast á hann/hana á ólíklegustu stöðum og tímum dags með allskyns fúkyrðum, sem sjaldan leiða til góðs. Ég ætla mér þriðju leiðina, þ.e. í fjölmiðilinn, sem ég tel besta kostinn enda eru bestar líkur á því að mínar athugasemdir nái til þeirra er málin varða. Það sem hvílir einna helst á mér í augnablikinu eru stór- hættulegu gatnamótin á Faxa- braut og Hringbraut, þar sem ófá umferðarslysin hafa orðið undanfarin ár. Þeir sem koma vestur Faxabrautina, þ.e. frá Fjölbrautaskólanum, og stöðva á gatnamótunum við Hringbraut sjá hvorki til hægri eða vinstri vegna þess að bílar á bílastæðum beggja vegna við byrgja allt útsýni. Hraði þeirra bíla, sem aka um Hringbraut, er yfirleitt milli 50 og 60 km/klst. svo að ekki er alltaf auðvelt að koma auga á þá nema þá að vera kominn með bílinn út á hálfa götuna. Þarna held ég að þurfi að grípa til var- úðarráðstafana, enda finnast eflaust margar lögregluskýrsl- urnar um einmitt slys á þessum gatnamótum. Mín ábending er sú að leggja þyrfti af allavega tveggja bíla stæði beggja vegna við á Hringbrautinni og sérstaklega SB.K^ NY FERÐA- ÁÆTLUN SBK GILDIR FRÁ 15. JÚNÍ N.K. MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA Frá Sandgeröi til Frá Garöi til Frá Keflavik til Frá Reykjavik til Frá Keflavik til Keflavikur og Keflavikur og Reykjavikur. Keflavikur, Garös Garös og Sandgeröis. Reykjavíkur. Reykjavikur. og Sandgeröis. Kl. 10:00 Kl. 09:55 Kl. 06:45 Kl. 08:30 ★ Kl. 09:40 13:00 13:05 10:30 ★ x 13:30 ★ 12:45 15:00 Keflavík 14:40 Keflavik 13:30 ★ 17:30 ★ x 14:30 17:00 17:05 17:30 19:00 16:45 19:00 Keflavik 18:40 Keflavik 21:00 ★ 22:15 ★★ 18:30 20:40 20:25 20:15 23:30 Keflavík 23:25 Keflavik 23:15 ■ Frá 1. sept til 1 mai veröa feröir kl. 15:30 frá Keflavik ■ og Reykjavik mánudag til föstudags. ' LAUGARDAGA Frá Sandgeröi til Frá Garöi til Frá Keflavik Frá Reykjavik til Frá Keflavik til Keflavikur og Keflavikur og til Reykjavikur. Keflavikur, Garös Garös og Sandgeröis. Reykjavikur. Reykjavikur. og Sandgeröis. . * Kl. 10:30 Kl. 10:35 Kl. 09:00 ★ Kl. 11:45 Kl. 10.15 13:00 13:05 11:00 13:30 ★ 12:45 15:00 Keflavik 14:40 Keflavik 13:30 ★ 15:30 14:30 17:00 17:05 17:30 19:00 ★ 16:45 20:40 20:25 21:00 ★ 22:15 ★★ 20:15 23:30 Keflavik 23:25 Keflavik 23:15 SUNNUDAGA OG AÐRA HELGIDAGA Frá Sandgeröi til Keflavikur og Reykjavikur. Kl. 13:00 15.00 Keflavik 17:00 19:00 Keflavik 20:40 23:30 Keflavik Frá Garöi til Keflavikur og Reykjavikur. Kl. 13:05 14:40 Keflavik 17:05 18:40 Keflavik 20:25 23:25 Keflavik Frá Keflavik til Sandgeröis. Kl. 12:45 14:30 16:45 18:30 20:15 23:15 Frá Keflavik til Reykjavikur. Kl. 11:00 13:30 ★ 17:30 21:00 ★ Keflavik fyrír aftan tima þýöir aö feröin endar i Keflavik. ★ Ekiö i Voga. ★ ★ Ekiö i Voga ef farþegar eru. Frá Reykjavik til Keflavikur, Garös og Sandgeröis. Kl. 13:30 ★ 17:30 ★ 19:00 22:15 ★ ★ x Ekiö um Vatnsleysuströnd ef sæti eru pöntuö. SÉRLEYFISBIFREIÐIR KEFLAVÍKUR vegna þess að á báðum þessum stöðum virðist nóg pláss til að veita þeim bílum, sem kæmu til með að missa „sín“ stæði í þágu betri umferðarmenning- ar. Vonast ég til að umferðar- nefnd taki þetta til umhugsun- ar áður en alvarlegt slys hlýst af. Næsta athugasemd er öllu heldur spurning til bæjaryfir- valda um hvenær eigi að lag- færa neðsta enda Sunnubraut- ar en hún var sundurgrafin í vetur út að Flugvallarvegi vegna olíulekans margfræga. Það er lágmarks krafa að svona vinnubrögð verði lag- færð hið snarasta því ástand hennar er engum bjóðandi nerna þá helst sem nýrri sér- leið í rallýkeppni. Svona gatnagerð gengur ekki enda- laust á lélegum viðgerðum! Jæja, þá fer ég að verða bú- inn að rumsa þessu út úr mér og líðanin er strax farin að skána. Mitt síðasta í bili er smá skot til lögreglunnar og vænti ég þess að hún taki vel í þessa bón mína, þar sem ég hef ekk- ert nema gott um ykkur að segja, að einu atriði undan- skyldu. Það virðist sem ykkur sé ekki kennt að brosa í lögreglu- skólanum! Sérstaklega tekur maður eftir þeim í fiugvallar- hliðunum, enda á ég þar leið um dags daglega. Öll vitum við um þann eina sanna „bros- lausa“ og lítið við honum að gera, en að mestallur fiotinn þurfi að píra á mann þessu grá- kalda og hjartastöðvandi augnaráði finnst mérfyrirneð- an allar hellur. Þessi steingerv- ingsháttur lögreglumanna yfirleitt á ekki heima í okkar nútimaþjóðfélagi og gerir ekk- ert nema illt til í tengslum sín- um við almenning. Að sjálf- sögðu verðið þið öðru hvoru að vera virðulegir, sléttir og greiddir við sérstök tilefni en að öllu jöfnu í hinu daglega lífi gengur allt betur ef þið eruð með bros á vör. Að brosa blítt er besta ráð, börnin okkar kunna. Beiskjan brennir burtu dáð, og bæjarlífið þunna. Því bið ég ykkur yfirvöld, að bæta svipinn lúna. Brosin ykkar bitur, köld, bannsett eru núna. Með þökk fyrir birtinguna. Valur Ketilsson „Hvenær á að lagfæra neðsta enda Sunnubrautar, en hún var sundurgrafin í vetur út að Flugvallar- vegi, vegna olíulekans margfræga?“ Læra fyrst skrifa svo Oft gcrir prentvillupúk- inn blaðalesendum grarnt í geði. en þær villur fyrirgef- ast. Villur, sem verða vegna hreinnar og klárrar van- kunnáttu fyrirgefast ekki. Þeir sem hafa ekki gott vald á íslensku ritmáli eiga ekki að skrifa í blöð. i Vtk- urfréttum var ekki alls fyrir löngu talað um að eitthváð hafi skotið upp rótum. Hér er orðatiltækjum ruglað saman á neyðarlegan hátt! Þágufallssýkin er orðin að faraldri í sumum fjöl- miðlum. Eða hvað finnst fólki urn eftirfarandi klausu úr Reykjanesinu: Brotist inn í Baðhúsiðl GRINDAVÍK: Honum hefur vantað filmurjjein^ sem braust inn í baðhúsið við Bláa lónið aðfaranótt sunnudagsins. Var farið inn í búningsklefa og L stolið ca. 50 filmum. Það á að vera reisn yfir ntálfari þeirra sem tjá sig opinberlega. Lágkúran og kunnáttuleysið er ætíð til vansa. Verður í besta falli aðhlátursefni. M álverndunarmaður

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.