Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.06.1988, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 16.06.1988, Blaðsíða 11
\)iKur< ftitiU Fimmtudagur 16. júní 1988 11 Slysavarnasveitarmenn bíða eftir að flæði að svo hægt verði að fleyta hrefnunni á brott. Hvalreki í Garðinum Það má með sanni segja að hvalreki hafi orðið í Garðinum fyrir skömmu en þá rak á land um 25 feta langa hrefnu. Er nokkuð langt síðan að dýrið, sem er karlkyns, rak fyrst á land. Fyrstu dagana var hrefn- an í fjöruborðinu neðan við ný- byggingu Nesfisks hf. í Gerð- um en smám saman hafði hún færst til og var komin út undir Miðhús í Út-Garði. Svo virðist sem dýrið hafi koinið í veiðar- færi einhvers báts, því hræið var illa farið eftir hnífa og var búið að skera stór stykki úr skrokk þess ásamt því að sporðurinn hafði verið skorinn af. Það var svo að kvöldi sl. miðvikudags og aðfaranótt fimmtudags að slysavarna- sveitin Ægir í Garði tók að sér að fjarlægja hræið að beiðni sveitarstjóra, enda mikill óþrifnaður af skrokki dýrsins, sem farið var að slá í og ekki langt í að hann færi að maðka. Var skrokkur dýrsins dreginn langt út í hafsauga og vonast menn til að það sjáist aldrei aft- ur. Annars er slysvarnasveitin alltaf tilbúin í aðra sjóferð... Afmæliskveðja til Gerðahrepps Á harðbýlum skaga við hafsins brún, heitir ein sveitin Garður. Gert hefur fólkið garða og tún gróður er hamingjuarður. Og oft hefur sjórinn teflt það tafl sem trauðla var gerlegt að vinna, og ennþá býr þarna eining og afl og alltaf er nógu að sinna. Hinrik í Merkinesi Hafnabúar óska Garðbúum til ham- ingju með 80 ára afmælisbarnið. HAFNAHREPPUR KA UPFELAG S UÐ URNESJA óskar íbúum Gerðahrepps til hamingju með 80 ára afmœlisbarnið. —Myndir og texti: HILMAR B. BÁRÐARSON GERÐAHREPPUR 80 ARA „Það hefur verið allt brjál- að að gera frá því ég bvrjaði aftur með verkstæðið nú eftir páska,“ sagði Magnús Guð- bergsson er Víkurfréttir hittu hann að máli á verkstæði hans við Asgarð í Garði en eins og einhverjum er kunnugt þá brann verkstæði hans til kaldra kola í stórbrunanum, sem varð í Garðinum í fyrra er Nesfiskur jafnaðist við jörðu á skammri stundu. „Ég verð sennilega ekki meira með dekkin, þar sem það er svo mikið að gera í öðrum viðgerðum," sagði Magnús, aðspurður um dekkjaviðgerðirnar sem hann var með á gamla staðn- um. „Það þyrfti að vera ann- ar maður með mér ef ég ætl- aði að anna dekkjaviðgerð- unum líka.“ -Hvað er það sem er mest að angra menn í dag? „Það er mikið að gera í bremsunum fyrir skoðun. Þá er einnig mikið um gang- truflanir og allt mögulegt.“ -Hvernig er það, veit fólk hvar þú ert staðsettur á hnattkringlunni? „Svo virðist vera, a.m.k. er allt vitlaust að gera, eins og ég sagði áðan, og þetta gengur bara vel.“ -Að lokum Magnús, á að taka þátt í hátíðarhöldum morgundagsins? „Ef veðrið verður gott, þá gerir maður það.“ Magnús Guðbergsson við einn af þeim bílum sem hann var að fást við, er blaðamaður leit inn hjá lionum. „Benzinn getur líka bilað“, sagði Magnús. Ljósm.: hbb. „Allt brjálað að gera“ Til hamingju Gerðahreppur Sendum Gerðahrepp og Garðbúum okkar bestu kveðjur í tilefni 80 ára afmœlisins. SPARISJÓÐ URINN

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.