Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.10.1988, Page 10

Víkurfréttir - 20.10.1988, Page 10
mun 10 Fimmtudagur 20. október 1988 jutUt RAGGI BAKARI KEMUR VÍÐA VIÐ í VÍKURFRÉTTA-VIÐTAL „Gjaldþrot er Endurreisnin -Ragnar, ef við hefjum frá- sögnina þar sem gjaldþrot Ragnarsbakarís er orðið að veruleika? „Þegar þetta á sér stað með Ragnarbakarí í desember í fyrra, þá stend ég frammi fyrir því að vera með 50 manna fyr- irtæki og eins og horfurnar voru á atvinnumarkaðnum, blasti ekkert nema atvinnu- leysi við hjá þessu fólki. Hjá skiptaráðanda_ kom upp á borðið að Avöxtunarmenn voru tilbúnir að kaupa þrota- búið og setja sem skilyrði fjög- ur atriði: 1. Að nafnið fylgdi með. 2. Að nokkrir lykilmenn í fyrirtækinu fylgdu áfram. 3. Allt starfsfólkið héldi áfram og 4. að allir viðskiptavinirnir héldu áfram. Til þess að gera þetta kleyft og fyrirtækið héldi áfram starfsemi og dytti þar með ekki út úr bæjarfélaginu, þá ákváð- um við Sigurður Gunnarsson að tala við allt starfsfólkið. Við skiptum því á okkur en hann hafði verið byrjaður störf ann- ars staðar en kom yfir á ný. í stuttu máli endaði dæmið þannig að allt starfsfólkið kom aftur og allir þeir aðilar sem talað var um. Nafnið fylgdi og 99% viðskiptavinanna komu aftur. Þar með voru komnir möguleikarnir á áframhaldi bakarísins. Báðu þeir mig þá að vera þarna verksmiðjustjóri í þrjá mánuði, sem ég gerði. Fannst mér ég bera skylda til þess, þar sem ég hafði verið með þetta fyrirtæki, að koma þessu í gang aftur, hefði ég möguleika á því. Umræðan í blöðunum hér á svæðinu var mér mjög vinsamleg og vil ég nota tækifærið og þakka fyrir það að þetta var ekki notað til að draga menn niður í sorann, því að menn eru nógu langt niðri sjálfir á þessum tíma og umfjöllunin snerist mikið um atvinnumál hér á Suðurnesj- um, sem var auðvitað alveg rétt og þess vegna fannst mér ég bera skylda til að leggja allt mitt af mörkum til að þetta færi í gang aftur og það fór í gang, hvernig sem því hefur reitt af síðan.“ Sælgætisbotna- framleiðsla „Að sjálfsögðu þurfti ég að finna mér eitthvað að starfa við eftir að þetta fór svona. í samningum mínum við Ávöxt- unarmenn kom fram að ég hafði ætlað mér að setja upp lítið fyrirtæki, svo ég gæti starfað áfram við þessa fram- leiðslu. Var talað um sælgætis- botnana og var haft fullt sam- ráð milli okkar um að ég fram- leiddi þá eftir að ég færi frá þeim og þeir myndu þá versla við mig og dreifa þeim alveg eins og ég hafði gert, ásamt mér. Var ég hjá þeim fram í marslok og byrjaði þá að koma mér niður en sölu á framleiðslu minni hóf ég í byrj- un maí. Að vísu hefur verið á bratt- ann að sækja, því kynning á þessari vöru hafði ekki verið nægjanlega mikil á þessum tíma. Þó hafði ég verið búinn að vera með þetta í framleiðslu á annað ár. Vorum við að vísu búnir að fara í kynningarferðir með þetta en ekki fengið neinar sér- stakar undirtektir. Svo aðfyrir mér lá að framleiða, selja og kynna. Erum við búin að vera í því í sumar nánast um hverja helgi, á föstudögum og laugardög- um. Höfum við annað hvort Að sjá á eftir fyrirtæki sínu í gjaldþrot, fyrirtæki sem mað- ur er búinn að leggja allan sinn metnað í, hlýtur að vera óskemmtileg upplifun. Að taka síðan þátt í endurreisn þess og stofna á ný annað fyrirtæki kallar á þrek og bjartsýni. Sem betur fer eigum við enn nokkra slíka dugnaðarforka. Einn þeirra er Ragnar Eðvaldsson, fyrrum framkvæmda- stjóri Ragnarsbakarís h.f., en þaðfyrirtæki varðgjaldþrota fyrir tæpu ári síðan. Aðstoðaði Ragnar við uppbyggingu leiðir ýmsar vörur undir vörumerkinu Ragnars. Þennan þess á ný á vegum Brauðgerðar Suðurnesja, kvaddi siðan og stofnaði tertubotnaframleiðslu er Árbak heitir og fram- mann tökum við nú tali. Komumst við að því í þess- um kynningum okkar víðs vegar um landið að fólk spurði um það hvort það gæti ekki keypt þessi krem sem við kynntum á botnunum. Fórum við því út í að framleiða tvenns konar krem á súkkulaðibotna, ostasmjörkrem og súkkulaði- smjörkrem. Þetta er komið í gang en ég veit ekki enn svör- unina við þessu.“ Fjármagnið „Þegar ég fór út í þetta fyrir- tæki var stofnað hlutafélag með fjölskyldunni, bæði börn- um og tengdabörnum. Lögðu þau öll hlut í fyrirtækið. En að mestu er fyrirtæki þetta fjár- magnað með fjármagnsleigu Féfangs. Hér inni eru nýjar vélar, allar mjög fullkomnar og bifreið sem tilheyrir fyrir- tækinu. Hér höfum við at- vinnu, ég og konan mín. Við erum bara tvö í þessu.“ HÚSGAGN ASPRAUTUN SPRAUTUM HUSGOGN, riNNIHURÐIR OG MARGT FLEIRA BÍLARÉTTING 3 iGrófin 20A - Sími 13844 • Hs. 11868 verið á Reykjavíkursvæðinu eða úti á landi í stærri mörkuð- unum og kynnt okkar vöru. Hefur okkur orðið vel ágengt og er þessi framleiðsla orðin viðurkennd og salan orðin þokkaleg. Get ég því ekki sagt annað en að þetta hafi bara gengið mjög vel.“ Framleiðslan -Er hið nýja fyrirtæki, Ár- bak, eingöngu í sælgætisbotn- um eða eru það líka á tertu- botnalínunni? „Tertubotnalínunni. Við erum núna með sjö tegundir í framleiðslu og erum með aðr- ar sex á teikniborðinu. Á sín- um tíma framleiddum við kartöflusalat eftir gamalli uppskrjft frá konu minni og skelltum við því nú í gagnið aftur og seljum. Nýjasta fram- leiðslan er krem sem við erum byrjuð að dreifa í verslanir og er það í beinu framhaldi af botnunum. Schakái He^laátkut ORÐABÆKUR Byggöasafn Suöurnesja Opið á laugardögum kl. 14 - 16. Aörlr timar eftir samkomulagi. Upplýsingar í símum 13155, 11555 og 11769. ömurlegt“ \iiKun juíUt Mynd og texti: Emil Páll CITIZEN Reiknivélar frá kr. 2.900.- NESBÓK Hafnargötu 54 - Sími 13066 -Stendur þetta fyrirtæki vel undir sér? „Þetta stendur, já, vel undir sér.“ -En eruð þið ennþá inni á dreifingarlínu Ragnarsbak- arís eða eruð þið komin sér? „Við erum alveg komin út úr því. Því miður lítur dæmið þannig út í dag hjá mér að ég kem til með að tapa á báðum eigendum Ragnarsbakarís og ekki má maður við mjög miklu. Því ég er með langan hala á eftir mér út úr þrotabúi Ragnarsbakarís, sem ég er bú- inn að semja um að einhverju leyti og ég ætla mér að ná mér upp úr þeim dal sem ég er í. Ég ætla á réttan kjöl, en það er þungur róður.“ Gott vörumerki -Nú er það algengt að fólk rugli saman vörumerkjum Ragnarsbakarís og þessa fyrir- tækis þíns. Veldur það þér ekki óþægindum? „Það er algengt að hringt sé hingað og spurt hvort þetta sé ekki Ragnarsbakarí. Geri ég ekkert í því að leiðrétta fólk á þessu. Þetta Ragnarsmerki er búið að vinna sinn sess á markaðin- um og hefur að mínu mati fengið frekar góða dóma. Ég get ekki séð að þó mín vara heiti Ragnarsbotnar eða Ragnars sælgætisbotnar að það skemmi nokkuð fyrir Ragnarsbakaríi, meðan fram- leiðslan í Ragnarsbakaríi er viðurkennd sem góð vara. Ég get ekki heldur séð að hún skemmi neitt fyrir mér.“ -Er þá engin hætta á að þið ruglið saman reitum og farið inn á framleiðslulínu hvors annars? Ottastu ekkert að þeir fari inn á botnaframleiðslu? „Nei, það er ákveðið í samn- ingnum sem við gerðum okkar á milli að þeir færu ekkert inn á þessa línu, enda er ég búinn að gjörbreyta uppskriftum, pökkunaraðferð og öðru, þannig að ég á ekki von á að þeir fari út í þá línu. Meðan Ragnarsbakarí er í gangi fer ég ekki að framleiða þá vöru sem þeir eru með, ein- faldlega vegna þess að mér er annt um þetta fólk sem vinnur þarna uppfrá og að það hafi þá atvinnu frá Ragnarsbakarí sem hægt er. En það er ómögu- legt að segja hvað maður gerir ef Ragnarsbakarí lognast út af.“ Dreifingin -Dreifir þú þinni vöru víða? „Allir stórmarkaðir hema Fjarðarkaup í Hafnarfirði eru með þessa vöru, þeir hafa ekki pláss en ég vonast til að kom- ast þar inn, nú þegar þeir stækka. Er ég kominn á alla stærstu staði úti á landi, þar sem búa 500 manns ogfleiri og ég dreifi þessari vöru sjálfur. Fylgist með hillunum og með dagsetningunni, nema úti á landi. Þannig að ég get ekki séð annað en að þetta sé komið í mjög góðan farveg eins og það er. Nú er ekkert annað en að halda uppi gæðunum, bæta við tegundum og þannig held ég þessu fyrirtæki uppi réttum megin við strikið." Sjálfur með puttana í öllu -Þá er það lokaspurningin, Ragnar, hvernig líkar þér að vera símadama, dreifmgar- stjórinn, bakarinn og fram- kvæmdastjórinn? „Ég get sagt þér að mér lík- ar það vel. Það er ömurlegt hlutskipti, eins og mitt hlut- skipti var orðið þarna uppi í Ragnarsbakaríi, að horfa í rauninni á framleiðsluna hraka fyrir það að ég komst ekki sjálfur niður á gólfíð til að aðstoða mína menn við að halda uppi fullri framleiðslu og fullum gæðum. Horfa inn í þessum kassa, við að útvega peninga allan minn tíma, sem ég var þar. Hér held ég um alla þættina sjálfur og ég get ekki séð annað en ég sé að ná sjálfstraustinu upp á himininn á ný.“ Fimmtudagur 20. október 1988 11 Ferskur veitingastaður í notalegu umhverfi, þar sem þjónustan er frábær og þú nýtur þess að snæða Ijúffenga rétti. ----------------ii-------------- Yfmnatreiðslumaður Sjávargullsins, Daði Kristjánsson, og starfslið hans, sjá um að kitla bragð- laukana. --------------14------------ A TH. Matargestir greiða ekki að- göngueyri á dansleik í Glaumbergi. OPIÐ Föstud., laugard. og sunnud. frá kl. 18:30. Borðapantanir daglega i síma \ VfRv/ r W anir ■ SjAVARQULUD u' RESTAURANT Vélavörður Vélavörð vantar á bát sem fer til síld- veiða um mánaðamót október/nóv- ember. Upplýsingar gefnar í síma 11108. VETRAR DEKK í öllum stærðum og gerðum. w L Fyrir þá sem velja það besta. NORÐDEKK Heilsóluö radialdekk GOODYEAR loi^ðalstöðin Hjólbarðaþjónustan - Sími 11516

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.