Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.10.1988, Síða 16

Víkurfréttir - 20.10.1988, Síða 16
VÍKUR 16 Fimmtudagur 20. október 1988 jUUi* F atasöfnun Fatasöfnun Rauðakrossdeildanna á Suðurnesjum fer fram laugardaginn 22. október og sunnudaginn 23. október. Móttökustaðir: Keflavík og nágrenni: í húsi björgun- arsveitarinnar Stakks, Iðavöllum 3d. Grindavík: Safnaðarheimilið við kirkjuna. Móttaka fer fram frá klukkan 10:00 til 18:00 báða dagana. Rauðakrossdeildin á Suðurnesjum og Rauðakrossdeildin í Grindavík. ÚTBOÐ Byggingarnefnd Dvalarheimila aldr- aðra Suðurnesjum óskar eftir tilboð- um í gerð sökkla, lagna í grunn og botnplötu viðbyggingar við Hlévang, Faxabraut 13-15, Keflavík. r Utboðsgögn verða afhent frá og með mánudeginum 22. okt. á Teiknistof- unni Artik, Hafnargötu 32, Keflavík, gegn 5000 króna skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu S.S.S. að Vesturbraut lOa, Keflavík, mánudaginn 31. okt. n.k. kl. 11 fyrir hádegi. Athugasemd frá oddvitanum í Garði Hr. ritstjóri. I blaði yðar 13. okt. s.l. var grein er bar yfirskriftina: Það andar köldu frá ykkur til bæj- arstjórnarinnar. I grein þessari er m.a. von- ast til þess að blað yðar taki með velvild uppástungum um umræðuefni m.a. þessu: Hvort það sé eðlilegt að pólitískur metnaður oddvit- ans í Garði sé settur framar æpandi neyð gamla fólksins í Keflavík/Njarðvík. Annað eins smekkleysi hef ég ekki lengi séð. Við Suðurnesjamenn vil ég segja: Pólitískur metnaður oddvitans i Garði hefur aldrei verið settur framar æpandi neyð gamla fólksins í Kefla- vík/Njarðvík, né heldur mun það koma til meðan ég gegni því embætti. Þar sem oddvitinn hefur að starfi að vera framkvæmda- stjóri Dvalarheimila aldraðra Suðurnesjum er smekkleysið enn alvarlegra. Þeir sem til þekkja vita að ég hef kappkostað að nýting þeirra plássa sem sveitarfélög- in eiga sé í samræmi við eignar- aðild þeirra. Þannig hefur Keflavík nú 30 af 31 plássi sínu. Æpandi neyðin er nefni- lega vegna þess að mjög skort- ir á að nægt rými sé til staðar. Því ætti fólk að snúa sér til sinna manna í bæjar- og sveit- arstjórnum með vandamálið. Fjölmargir Suðurnesja- menn hafa reynslu af vinnu- brögðum mínum að málefnum í þágu aldraðra og þekkja skoðanir mínar varðandi upp- byggingu öldrunarmála á svæðinu. Þar hefur ekki verið níðst á æpandi neyð aldraðra í Keflavík, Njarðvík eða annars staðar. Það er því pólitískur metnaður einhverra annarra sem athuga þarf. Finnbogi Björnsson, oddviti í Garði. „Bíll“ í björtu báli Síðdegis á miðvikudag í síðustu viku var kveikt í óskráðum bíl af Fiat-gerð, þar sem hann stóð á plani brunarústanna hjá Keflavík h.f. við Íshússtíg. Fr slökkvilið Brunavarna Suðurnesja og lögregla komu á vettvang var bílflakið alelda. Tók slökkvistarfið skamma stund. Ljósm.: epj. Hitaveita Suðurnesja: Virkjun Trölla- dyngjusvæðis ekki í bígerð Fulltrúar Hitaveitu Suður- nesja hafa átt í viðræðum við forsvarsmenn Lindalax h.f. um hugsanlega samvinnu um virkjun í Trölladyngju. Að sögn Ingólfs Aðalsteins- sonar, forstjóra, telur stjórn Hitaveitunnar að síðasta til- boð aðila sé ekki aðgengilegt og ekki sé ástæða fyrir Hita- veituna að taka þátt í virkjun, þar sem fyrirsjáanleg er mikil áhætta eða jafnvel tap. Sér stjórnin sér því ekki fært að taka upp viðræður um virkjun Trölladyngjusvæðis í sam- vinnu við Lindarlax h.f. Sagði Ingólfur að þrátt fyrir þetta sæi Hitaveitan ekki skort á orku því hún hefur þegar tryggt sér stór orkusvæði s.s. í Eldvörpum og á Reykjanesi.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.