Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.10.1988, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 27.10.1988, Blaðsíða 1
Landsbókasa Safnahúsinu 101 Reykjav æjarstjórn Keflavíkur: Áhyggjur af vaxandi at- vinnuleysi í síðustu viku voru skráðir 44 einstaklingar á atvinnuleys- isskrá í Keflavík. Vegna þessa var eftirfarandi samþykkt gerð í bæjarráði Keflavíkur 19. okt- óber.: „Bæjarráð lýsir áhyggjum sínum vegna þeirrar þróunar sem orðið hefur á síðustu vik- um, þar sem vaxandi atvinnu- leysis gætir í bænum. Bæjarráð hvetur stjórnvöld að hraða fyr- irhuguðum aðgerðum til að leysa vanda útflutningsat- vinnuveganna.“ Af þessu tilefni hafði blaðið samband við Guðfinn Sigur- vinsson bæjarstjóra. Sagði hann að atvinnuleysi væri það alvarlegt mál að nauðsyn bæri til að skoða hvaða möguleikar væru fyrir hendi til að snúa þessari þróun við. Eitt þeirra atriða er að Suðurnesjabúar temji sér það að versla ein- göngu hér heima. Verslun t.d. á höfuðborgar- svæðinu er mikið stærra mál en margir gera sér grein fyrir. Með slíku háttalagi fækkar þjónustufyrirtækjum hér syðra og atvinnuleysi eykst og er ekki á bætandi það ástand sem nú blasir við í sjávarút- vegi. Hér heima er vöruúrval býsna gott, auk þess sem það er okkur sjálfum til hagsbóta að fjármunum okkar sé velt sem mest í gegnum verslun og lánastofnanir hér heima, áður en þeir komast til Reykjavík- ur.“ Síldarsöltun í Grindavík Fyrsta síldin barst til Grindavíkur um síðustu helgi er Kópur GK kom þangað með 130 tonn og stuttu síðar kom Höfrungur II GK með svipað magn. Var síldinni dreift ámargasöltunarstaðií Grindavík og víðar. Sýnir mynd þessi síldarsöltun með gömlu aðferðinni í Hópsnesi enþar var saltað úr HöfrungiII, en þessi verkunaraðferð er að hverfa fyrir vélvæðingunni. Ljósm.: hpé/Grindavík ■r i Hitaveita Suðurnesja: Aðeins 14% hækkun raforku á þremur árum Á haustfundi Sparisjóðs- ins í Keflavík, sem haldinn var fyrir skemmstu, flutti Ingólfur Aðalsteinsson, for- stjóri Hitaveitu Suðurnesja, greinargott erindi um þróun raforku- og hitavatnsmála hér á Suðurnesjum. Þar kom m.a. fram að á þremur árum, þ.e. frá I. september 1985 til jafnlengdar á þessu ári, hefur heimilistaxti raforku hjá Hitaveitu Suðurnesja aðeins hækkað um 14%. Á sama tíma hefur vísital- an hækkað um 75%. Heita vatnið frá HS hefurá þessum tíma aðeins hækkað um 40%. Sést á þessu að hækk- anir hjá hitaveitunni hafa verið töluvert lægri en verð- lagshækkanir hafa gefið til- efni til. [SLENSKUR GÆÐAFISKUR: Vantar fólk í vinnu Nú, þegar uppsagnir í fisk- iðnaði eru í hámarki og vel á annað hundrað manns eru á atvinnuleysisskrá eða eru á leið þangað, þykja það góðar fréttir að til eru ftskvinnslufyr- irtæki sem enn vantar fólk til vinnu. Eitt slíkt er í Njarðvík og heitir íslenskur gæðafiskur. Framkvæmdastjóri þess er Jón Gunnarsson og sagði hann í samtali við blaðið að hjá honum störfuðu nú 27 manns en það dygði honum ekki og því vantaði hann fleira fólk. Væri hann með skip á sínum snærum væru eðlileg afköst miðað við 50 manna starfslið, en eins og staðan væri nú fengi hann sitt hráefni á fiskmörk- uðum og þar væri hráefnið of lítið. Framleiðsla íslensks gæða- Vélbyssuskot- hríð f Grindavík Vélbyssuskothríð frá þyrlu varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli gerði íbúum í vestur- hluta Grindavíkur lífið leitt milli klukkan hálf tvö og tvö aðfaranótt sl. fimmtudags. Sáu nokkrir íbúar, yst í byggð- arlaginu, bláma og eldglæring- ar frá byssukjöftum þyrlunn- ar, þar sem hún var á flugi yfir herstöðinni við Grindavík. Vaknaði mikill fjöldi íbúa við glymjandi skotdrunur frá vél- byssunum. Að sögn lögreglunnar í Grindavík var nokkuð um að skelkaðir íbúar hringdu og spyrðust fyrir um þyrluna og kvörtuðu yfir henni. Hér er á ferðinni mjög alvar- legt mál, sem hefur verið kært og er skýrslan komin í hendur varnarmáladeildar utanríkis- ráðuneytisins. Sjá nánari um- fjöllun um málið á blaðsíðu 3 í dag. fisks er fryst og fer svo fljótt á erlendan markað enda sjá þeir sjálfír um útflutninginn. Er birgðasöfnun því óþekkt vandamál hjá þessu fyrirtæki sagði Jón að lokum. Ráðist á kven- leigubfl- stjóra Tveir farþegar í leigubíl voru um síðustu helgi að angra bílstjóra, sem er kona. Gerðist atburður þessi í Njarðvík. Var snúið upp á handlegg konunnar, auk þess sem sagi var dreift yfir vélarrúm bifreiðarinnar. Fékk lögreglan málið til meðferðar og er það nú að fullu upplýst.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.