Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.10.1988, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 27.10.1988, Blaðsíða 10
míkuk Fimmtudagur 27. október 1988 jutU* 3.flokks mót ísnóker (BYRJENDAMÓT) 3. flokks mót í snóker, byrjendamót, verður um helgina 29.-30. október. Skráning í síma 13822 til kl. 20 föstud. Opið alla daga frá 11:30-23:30 Knattborðsstofa Suðurnesja Gerum föst tilboð ,iin iii i fiiiirffrrn _ í allar réttingar BÍLARÉTTING Grófin 20A - Sími 13844 • Hs. 11868 ASKORUN til greiðenda fasteignagjalda í Gerðahreppi Hér með er skorað á alla þá sem eigi hafa lokið greiðslu fasteignagjalda til Gerðahrepps fyrir árið 1988 að gera skil innan 30 daga frá birtingu áskor- unar þessarar. Að þeim tíma liðnum verður krafist nauðungaruppboðs á fasteignum þeirra sem eigi hafa þá gert full skil sbr. heimild í lögum nr. 49/1951. Sveitarstjórinn í Gerðahreppi Frá stofnfundi LEO-klúbbsins Sigga. Formaður LEO-nefndar Lionsklúbbsins Garðs, Rafn Guð- bergsson, í ræðustól. Ljósm.: hbt Leoklúbburinn Siggi stofnaður: Garðmenn stofna Lionsklúbb barna Til nokkurs nýstárlegs fé- lagsskapar var stofnað í Garð- inum á sunnudaginn, þegar fyrsti LEO-klúbburinn var stofnaður á íslandi. LEO- klúbburinn er æskulýðsklúbb- ur innan Lionshreyfingarinn- ar og tilgangurinn með stofn- un klúbbsins er að ungling- arnir starfi og vinni á heil- brigðum vettvangi að líknar- málum og félagslegum áhuga- málum. Formaður LEO-klúbbsins Sigga er Unnur Linda Guð- mundsdóttir, varaformaður Helgi Már Sigurgeirsson, ritari Ingibjörg Finndís Sig- urðardóttir, gjaldkeri Jens Óli Jensson og meðstjórnendur Sæmundur Sæmundsson, Björg Kristinsdóttir og Þóra K. Hafsteinsdóttir. Vararitari klúbbsins er Elín Halldóra Friðriksdóttir, vara- gjaldkeri Elín Rafnsdóttir, stallari Karl Júlíusson, vara- stallari Bjarni Rúnar Rafns- son, siðameistari Auðunn Pálsson og varasiðameistari Arni Arnason. Stofnfélagar eru þrjátíu og fjórir 14 til 16 ára unglingar en 53 einstaklingum á þessum aldri var sent bréf, þar sem stofnun þessa klúbbs var kynnt. Nafnið á klúbbnum, LEO- klúbburinn Siggi, var fengið með samþykki Sigurðar Ing- varssonar og fjölskyldu í Garði, til minningar um fatl- aðan son þeirra, Sigurð Sig- urðsson, sem lést fyrir tveim- ur árum síðan. Fjölskylda Sig- urðar Ingvarssonar gaf LEO- klúbbnum 30.000 krónur til minningar um drenginn, á stofnfundinum. Formaður LEO-nefndar Lionsklúbbsins Garðs er Rafn Guðbergsson, ritari Friðrik Valgeirsson og aðrir í nefnd- inni eru Jörgen Bent Pet ersen og Richard D. Woodhead. Fjárgirðingin í Grindavík: Búið að loka hólfinu Beitarhólfi því sem er í Grindavík og smali okkar Suðurnesjamanna, Theodór Guðlaugsson, kvartaði yfir að væri opið, í síðasta blaði, hefur nú verið lokað. Var í síðustu viku girt áfram yfir kambinn og vonast menn því að hólf þetta sé orðið fjárhelt. Varðandi fjárgirðingarnar á Vatnsleysuströnd hafa enn engin viðbrögð borist, nema livað mál þessi hafa mikið ver- ið rædd síðan Theodór kom hér í viðtal. N auðungaruppboð þriðja og síðasta á fasteigninni Heiðarhraun 32a, Grindavík, þingl. eigandi Stígandi hf., fer fram á eigninni sjálfri, mið- vikudaginn 2. nóvember 1988 kl. 15:30. Uppboðsbeiðendur eru: Reynir Karlsson hdl., Bæj- arsjóður Grindavíkur og Ingi H. Sigurðsson hdl. þriðja og síðasta á fasteigninni Sólvallagata 42, 2. hæð, Kefla- vík, talinn eigandi Sigvarður Halldórsson, fer fram á eign- inni sjálfri, miðvikudaginn 2. nóvember 1988 kl. 10:00. Upp- boðsbeiðendur eru: Bæjarsjóð- ur Keflavíkur, Veðdeild Landsbanka Islands, Bruna- bótafélag Islands og Bæjar- sjóður Keflavíkur. þriðja og síðasta á fasteigninni Túngata 2, efri hæð, Sandgerði, þingl. eigandi Ernir h.f., fer fram á eigninni sjálfri, mið- vikudaginn 2. nóvember 1988 kl. 11:00. Uppboðsbeiðandi er Veðdeild Landsbanka íslands. þiiðja og síðasta á fasteigninni Víkurbraut 48, efri hæð, Grindavík, þingl. eigandi Bjarni G. Agústsson, ferfram á eigninni sjálfri, miðvikudaginn 2. nóvember 1988 kl. 15:00. Uppboðsbeiðendur eru: JónG. Briem hdl., Tryggingastofnun Ríkisins, Björn Ölafur Hall- grímsson hdl., Innheimtumað- ur ríkissjóðs, Róbert Arni Hreiðarsson hdl., Ævar Guð- mundsson hdl. og Brunabóta- félag íslands. Bæjarfógetinn í Keflavík, Grindavik og Njarðvík. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. \ Nýja viðbótin á beitarhólfinu á nesinu neðan Hóps í Grindavík. Ljósm.: hpé/Grindavík Afmæli I gær átti Guðrún Árnadótt- ir merkisafmæli. Hún hefur náð þeim aldri, þar sem tölur skipta ekki lengur máli. Við óskum henni innilega til hamingju með daginn. „Nefndin'*

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.