Víkurfréttir - 27.10.1988, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 27. október 1988
mun
jutUt
„KRINGLA" FISKVERKUNAR [ GARfll HEIMSÓTT
FISKVERKUN HF.:
Umbúðirnar utan um fískinn eru breytilegar eftir löndum. Brasilíumenn vilja til dæmis fá trékassa en
aðrir pappa og þeir þriðju striga, allt eftir hefðum í hverju landi.
„Vinnsla breytileg eftir
markaðssvæðum
,it
- segir Reynir Guðbergsson,
fiskverkandi
„Hér er eingöngu verkað-
ur þurrfiskur," sagði Reynir
Guðbergsson, er hann var
spurður um starfsemi fyrir-
tækis síns. „Þurrfiskurinn er
seldur til ýmissa landa, með-
al annars til Brasilíu, Portú-
gals og til landa við Kara-
bíska hafið. Við sendum 50
tonn af þurrfisk til Brasilíu í
ágúst og annað eins magn er
að fara á næstu dögum. Fyr-
irtækið er búið að senda frá
sér 300 tonn af þurrfiski á
árinu.“
ið?
-Hvaðan er hráefnið feng-
„Hráefnið, sem er saltað-
ur fiskur, er keypt frá
Grindavík, Keílavík, Reykja-
ví k og Þorlákshöfn.
Vinnslan á þessu hráefni er
síðan breytileg eftir því á
hvaða markað fiskurinn fer,
því fiskurinn þarf að vera
misjafnlega þurr eftir því
hvort hann fer t.d. til Brasi-
líu eða til landanna við
Karabíska hafið,“ sagði
Reynir Guðbergsson að
lokum.
Þeir unnu hörðum höndum
við stöflun þurrfisks á bretti,
harðjaxlarnir í Fiskþurrkun
hf. í Garði, er blaðamaður
Víkurfrétta heimsótti fyrir-
tækið nýlega. Hugmyndin
að heimsókn blm. var að kynn-
ast þeim rekscri sem fram fer í
,,Kringlu“ fiskverkunar í
Garði, Skemmunni, sem var
og hét hér i gamla daga.
Fyrstir urðu á vegi blaða-
manns, eins og áður sagði,
harðjaxlarnir í Fiskþurrkun
hf., þeir JensSævarGuðbergs-
son, Sveinn Magni Jensson og
Borgar Brynjarsson. Það var
ekki setið í pásu og drukkið
kók og maulað prins póló,
heldur voru hendur látnar
standa fram úr ermum og
þurrfisknum raðað snyrtilega
á bretti. Fyrirtækið er ársgam-
alt um þessar mundir en eig-
endur eru, auk Jens Sævars,
Theodór Guðbergsson, Ólöf
Hallsdóttir, Jóna Hallsdóttir
og Guðbjörg Theodórsdóttir.
Stuttu eftir að blaðamaður
Fjórir uf fimm starfsmönnum Fiskþurrkunar, Theodór, Sveinn, Borgar og Jens Sævar.
mætti á staðinn birtist Theo-
dór eins og kallaður, þannig að
ekki var um annað að ræða en
að negla þá bræður, Theodór
og Jens Sævar, í spjall.
„Saltfiskurinn sem er verk-
aður hér fer nokkuð víða.
Hann fer til Brasilíu, Portúgal,
Vestur-Indía, Þýskalands,
Frakklands og Kanaríeyja,
ásamt fleiri staða,“ sagði Jens
Sævar, er hann var spurður
hvert hráefnið færi að lokinni
vinnslu. A þessu ári sem fyrir-
tækið hefur starfað hafa verið
verkuð um 200 tonn af fiski í
salt en einnig hafa verið unnin
um 150 tonn af blautfiski til
útflutnings. „Það hráefni sem
við höfum notað, þegar við
verkum blautfisk til útflutn-
ings, hefur verið keypt á fisk-
mörkuðum en verð á fisk-
markaðsfiski er of hátt til sölt-
unar,“ sagði Theodór. Fiskur
til verkunar í salt hefur verið
fenginn hjá fyrirtækjum í
Sandgerði. Að jafnaði vinna
fimm starfsmenn hjá fyrirtæk-
inu.
Er bíllinn með
ÖSKUR og LÆTI?
Við höfum á lager, setjum
undir og smíðum
pústkerfi í allar
gerðir bifreiða.
VISA
Pústþjónusta
Biarkars^lWl-
Grófin 7 - Keflavík - Sími 13003
t>að var unnið hörðuin höndum við stöflun saltfisks ú bretti, þegar blaða-
ntaður heimsótti Fiskþurrkun hf. í „Krigluna" í Garði. F.v.: Sveinn Magni,
Borgar og .lens Sævar Guðbergsson.
Skógrindurnar
margeftirspurðu
eru komnar.
r
jdiepinn
HAFNARGÖTU 90
230 KEFLAVÍK
SÍMI 14790
„Markaðs-
fiskur of dýr
til söltunar"