Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.10.1988, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 27.10.1988, Blaðsíða 11
Séð inn í sýningarsalinn að Brekkustíg 38. Gljái með umboð fyrir Ingvar Helgason: ..Skapar atvinnu hér heima" - segir Garðar Steinþórsson, umboðssali Nýtt bílaumboð, fyrir Su- baru og Nissan, opnaði á Suð- urnesjum á laugardag. Það er Garðar Steinþórsson, eigandi Gljáa, sem hefur tekið að sér umboð fyrir þessar bifreiðar hér á Suðurnesjum fyrir Ing- var Helgason hf. í Reykjavík. „Astæðan íyrir því að við tökum að okkur þetta umboð er sú að hér er bæði húsnæði og mannskapur til staðar. Starf- semin hefur dregist saman, þannig að þetta er ráð í stað þess að láta af hendi helming af húsnæðinu," sagði Garðar er hann var spurður um til- drögin að opnun umboðsins. „Aðsóknin í umboðið hefur verið vonum framar og fólk tekið því vel. Fólk á nú ekki að þurfa að sækja hlutina til Reykjavíkur og þetta skapar atvinnu hér heima. Öll bíla- þjónusta er einnig til staðar fyrir nýjan bíl hér í Gljáa. Þú færð hann ryðvarinn, með grjótgrind, útvarpi og ýmsu öðru, sem ekki tekur að telja upp hér.“ -Þú hefur þjónustað nýja bíla frá bæði Bílanesi og Bryn- leifi. Verður það áfram? „Samvinnan hefur verið góð á milli okkar og ég mun halda áfram að ryðverja bíla frá þessum umboðum. Umboðið frá Ingvari Helgasyni er til þess að auka fjölbreytnina í sölu nýrra bíla á Suðurnesj- um“ sagði Garðar að lokum. Garðar Steinþórsson, cigandi Gljáa, undir stýri eins bílsinssem hann hefur í umboðssölu. Ljósm.: hbb. Litla leikfélagið, Garði: „Himnarlki Hitlers" um aðra helgi „Undirbúningur og æfing- ar hafa gengið vel,“ sagði Ástþór B. Sigurðsson, for- maður Litla leikfélagsins í Garði, en félagið hefur að undanförnu verið í stífum æfingum á leikverkinu Himnaríki Hitlers eftir þýskan höfund, Brepolt Brecht. „Þetta eru þrír einþátt- ungar og samtals taka um tíu leikarar þátt í sýningunni,“ sagði Ástþór. „Eins og útlit- ið er í dag, þá er stefnt á frumsýningu á einþáttung- unum um aðra helgi, 4. eða 5. nóvember.“ Leikstjóri Himnaríkis Hitlers er Þórir Steingrímsson leikari, sem ætti að vera mörgum Suður- nesjamönnum að góðu kunnur. Leikmynd hannaði Bragi Einarsson. Fimmtudagur 27. október 1988 11 BETRISTAÐUR AÐ VERÐA BESTUR NÝR OG BETRI MATSEÐILL T.D. • REYKSOÐINN SILUNGUR • SJÁVARRÉTTASKEL • SNIGLAR í HVÍTLAUKSSMJÖRI • RÚSSNESK KJÖTSÚPA • SKELFISKSSÚPA GLÓÐARINNAR • LAMBALUNDIR MEISTARANS Auk þess ódýrir smáréttir og ljúffengar stór- steikur, einnig gómsætir fiskréttir. ________Á SUNNUDAG Glæsilegt sunnudags fjölskyldu hlað- borð frá kl. 12-14:30 og 18-21. HEITIR RÉTTIR • REYKT GRÍSALÆRI • VILLIKRYDDAÐ LAMBALÆRI • GRATINERAÐIR SJÁVARRÉTTIR • KJÚKLINGAPOTTRÉTTUR KALDIR RÉTTIR • SKINKURÚLLUR CANTILLY • LÉTTSTEIKT NAUTAKJÖT • HANGIKJÖT • SJÁVARRÉTTAHLAUP • RAUÐSPRETTURÚLLUR Í HVÍTVÍNI • FERSKT GRÆNMETI •SALÖT Öllu þessu fylgir auðvitað súpa og nýbakað brauð. BÖRN yngri en 8 ára fá frítt. BÖRN 8-12 ára greiða helming. KRAKKAR - Munið barnahornið! P.S. Matreiðslumenn verða gestum til aðstoðar í sal. Aðal- fundur Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis verður haldinn fimmtudaginn 27. okt. 1 988 (í kvöld) kl. 20:30 í húsi fél- agsins, Hafnargötu 80, Keflavík. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar. Önnur mál. Fjölmennið. Stjórnin

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.