Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.10.1988, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 27.10.1988, Blaðsíða 13
\>iKun 4/uuu ÚRVALSDEILDIN í KÖRFU: Suðurnesjaslagur í Keflavík „Leikurinn í kvöld gegn Vals- mönnum verður strembinn. Vals- menn eru alltaf erfiðir og verða það án efa í kvöld. Leikurinn gegn Njarðvík á sunnudagskvöldið verður þó án efa leikur mótsins fyrir jól. Það er hugur í strákunum og ég er bjartsýnn á úrslit í þessum leikjum," sagði Gunnar Jóhanns- son, formaður körfuknattleiks- deildar ÍBK, í samtali við blaðið um næstu leiki ÍBK í úrvalsdeild- inni í körfu. Sá fyrri er gegn Val í Keflavík í kvöld og hefst kl. 20. Það verður síðan nágrannaslagur hjá efstu liðunum á sunnudags- kvöldið í Keflavík þegar ÍBK og UMFN eigast við. „Það er auðvitað slæmt að geta ekki teflt fram okkar sterkasta liði, þar sem bæði Axel og Falur eru meiddir. En ungu strákarnir, eins og Einar Einarsson og Gestur Gylfason, hafa staðið sig vel í und- anförnum leikjum og eru klárir í slaginn. Það er mikill hugur í strákunum og andinn í liðinu hef- ur sjaldan verið betri. Þjálfarinn hefur komið með nýtt blóð í Kefla- víkurliðið og hann hefur sprautað nýjum krafti í hópinn“ sagði Gunnar Jóhannsson. Guðjón erfiður „Keflvíkingar eru alltaf erfiðir viðfangs. Þeir hafa leikið mjög vel í vetur,- sennilega hafa þeir aldrei verið betri. Við verðum að hafa góðar gætur á Guðjóni Skúla. Hann virðist alltaf leika vel gegn okkur. Annars erum við óhræddir. Við höfum líka leikið vel undan- farið, erum taplausir eins og þeir, þannig að það má búast við hörku- leik eins og alltaf þegar þessi lið mætast. Eg hef trú á því að í lokin skilji aðeins 2-3 stig á milli og auð- vitað spái ég okkur sigri," sagði Teitur Órlygsson, einn besti mað- ur UMFN-liðsins, um leikinn gegn ÍBK. Tvö bestu liðin „Það verður gaman að fylgjast með Suðurnesjarisunum og topp- liðum deildarinnar. Bæði liðin hafa leikið vel í haust,- skemmti- legan körfubolta, og ég er viss um að það verður enginn svikinn af þessum leik. Ég vil engu spá en lofa góðum leik,“ sagði Gunnar Þorvarðarson_, en hann hefur þjálfað bæði ÍBK og UMFN með góðum árangri, auk þess sem hann lék með Njarðvík um árabil. Jón Kr. góðu Jón Kr. Gíslason, fyrirliði ÍBK, stýrði liði sínu til sigurs gegn UMFG í úrvalsdeildinni í körfu á sunnudag. Eftir átakalítinn sigur á Þór frá Akureyri á fimmtudag fengu Keflvíkingar nú mótspyrnu í lagi. Leikurinn var mjög jafn all- an tímann. IBK hafði tvö stig yfir í hálfleik, 32:30, en sá munur var kominn í 12 stig um miðjan síðari hálfleik, en heintamenn með Guð- mund Braga í fararbroddi minnk- uðu muninn í 2 stig á lokamínút- unum. Lcikreynsla ÍBK kom þá vel í Ijós og þeir innbyrtu sigurinn r í Grindavík þrátt fyrir að vera búnir að missa Magnús Guðfinnsson út af. Loka- tölur urðu 78:75. Jón Kr. fór ham- förum á köflum og ntunaði um minna. Hann skoraði 18 stig og Guðjón Skúla 17. Enn einn ungur og efnilegur Ieikmaður hjá ÍBK kom í dagsljósið þetta kvöld, Ein- ar Einarsson, og stóð sig vel. Hjá UMFG voru Guðmundur Braga (17 stig) og Jón Páll góðir að venju og með smá heppni hefði sigurinn kannski lent þeirra nteg- in. Valur slappur Valur Ingimundarson og félag- ar hans íTindastóli ollu vonbrigð- um er þeir mættu Njarðvíkingum í Ijónagryfjunni á sunnudagskvöld- ið. Að undanskildum fyrstu min- útunum höfðu heimamcnn tögl og hagldir í leiknum og unnu örugg- an sigur, 99:63, eftir að hafa verið yfir í leikhléi 44:32. Teitur Örlygsson, sem er orð- inn einn skcmmtilegasti körfu- á heimslóðum knattleiksmaður landsins. skor- aði 34 stig og fyrirliði UMFN, ísak Tómasson, 20. Gainli Njarð- víkingurinn Valur Ingimundar- son náði sér aldrei á strik á heimaslóðum og skoraði aðeins 18 stig fyrir Tindastól. „Við jörð- uðum hann“ varð einum Njarð- víkurpeyja á orði eftir lcikinn og átti við Val. ÍBK-stúlkur t ÍBK vann UMFN í 1. deild kvenna á fimmtudagskvöldið í Keflavík. Kcflavíkurstúlkurnar skoruðu 42 stig gegn 32 og voru yfir í leikhléi, 22:20. Leikurinn var jafn framan af en í lokin kom styrkur ÍBK stúlkn- unnu UMFN anna i Ijós og þær tryggðu sérsig- ur. Anna María Sveinsdóttir var stigahæst hjá ÍBK með 14 stig. Kristín Blöndal skoraði 10. Hjá UMFN var Harpa Magnúsdóttir með 13 stig en Maria Jóhannes- dóttir næst með 9 stig. Björg með 24 s Keflavíkurstúlkurnar náðu strax yfirburðaforskoti gegn stöllum sínum úr Grindavík i leik liðanna í 1. deild kvenna í körfu á sunnudagskvöldið. í leikhléi mun- aði 25 stigum á liðunum og í seinni hálfleik breikkaði hilið cnn meira, þannig að í lokin stóð ÍBK uppi með 31 stig í plús, 65:31, Þær itig gegn UMFG Björg Hafsteinsdóttir, sem skor- aði 24 stig, og Anna María Sveinsdóttir, 18 stig, voru Grindavíkurvörninni erfiðar og skópu þennan siguy ÍBK. Ilafdís Sveinbjörnsdóttir skoraði 8 stig fyrir ÚMFG og Stefanía Jóns- dóttir 7, aðrar minna. Njarðvíkinga Njarðvíkingar halda áfram á sigurbraut i úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Þeir unnu KR á þriðjudagskvöldið 91:81 í Njarð- vík eftir að hafa le'itt í leikhléi 52:33. Mestur varð munurinn 25 r óstöðvandi stig, 81:56, þegar 5 mín. voru til leiksloka. Þá slökuðu Njarðvík- ingar á, þannig að KR minnkaði muninn fyrir leikslok án þess að ógna sigri UMFN. Framhaldsskól Úrslit í framhaldsskólamótinu í knattspyrnu verða í Keflavík um helgina. Fjölbrautaskóli Suður- nesja á lið í úrslitum, b*ði í karla- og kvennadeild, og stefnir að amót í fótbolta sjálfsögðu á sigur. Urslitaleikur- inn hjá drengjunum verður kl. 16 á sunnudag en þar cr keppt í 2 riðlum, alls 6 Iið. Fjögur stúlkna- lið leika í úrslitunum. . t r— Fimmtudagur 27. október 1988 13 5/aumFöstud^skxm: RIDfi Oðlingarnir Elli og Alli sjá um að halda uppi stans- lausu fjöri frá kl. 22-03. Laugardagur: MIÐLARNÍR - miðla ykkur góðri músik frá 22-03. Nonni sér um að hleypa þeim í kaffi og þú kemur snyrtilega klæddur. P.S. Þú verður að vera orðinn 20 ára. á Suðurnesjum BÍLASÝNING verður um helgina 29.-30. október og aftur um aðra helgi, 5.-6. nóvember, laugardag kl. 10-17ogsunnudag 13-17. Sýnum ’89 árgerðir af Toyota. -^njr"V ^ “ Bílasala Brynleifs Vatnsnesvegi 19A - Keflavik - Simar 15488, 14888 Einnig úrval nýlegra bíla á skrá og á staðnum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.