Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.10.1988, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 27.10.1988, Blaðsíða 6
\)iKur< 6 Fimmtudagur 27. október 1988 | (titiU molar grín - gagnrýni - vangaveltur ÞÓRIR JÓHANNSSON GK 116. Um þennan bát eru skrifað- ar tvær greinar hér í molum og það ekki að ástæðulausu. Er þessi mynd tekin af honum, komnum í höfn á suðvcsturhorni landsins. Ljósni.: epj. Strok eða ekki strok? Annars staðar í þessum dálki er greint frá furðulegu vínmáli á Skagaströnd er tengist báti með heimahöfn í Garði. Þessi bátur komst síðan aftur í fréttir um síð- ustu helgi er honum var siglt burt frá Skagaströnd áður en skipasmíðastöðin hafði gefið grænt ljós. Kom bátur- inn til hafnar í Reykjavík að morgni iaugardags. Bátur þessi hefur heimahöfn í Garði og ber nafnið Þórir Jóhannsson GK 116. Er molahöfundur brá sér um borð í bátinn á laugardag var ekki annað að heyra á áhöfn hans en að hann yrði gerður út frá Vestmannaeyj- um, þaðan seni eigendur hans eru, en ekki frá Suður- nesjum þrátt fyrir heima- höfn hans. En hvað um það, nú deila eigendur lians og forráðamenn skipasmíða- stöðvarinnar um það hvort hinir fyrrnefndu hafi strokið með bátinn suður eður ei. Fjölmiðlar og einkalífið Stjórnmálamenn kvarta oft sáran yfir friðarspilli fjölmiðla 'í einkalífi þeirra. Við hér á Víkurfréttum höf- um kynnst því að undaförnu Allt í pílukasti Þrektæki j 4 4 og lóð REIÐHJÓLA- VERKSTÆÐI M.J. Hafnargötu 55 - Sími 11130 r Munið greiðslukortaþjónustu Víkur-frétta. VISA EURO að ef ná á sambandi við þessa menn verður að hringja heirn í þá eftir vinnu því vonlaust er að skilja eftir skilaboð eða reyna að ná í þá á vinnutíma. Á þetta sér- staklega við þá fulltrúa Reykjaneskjördæmis sem nú sitja í ráðherrastólum, þá Steingrím og Ólaf Ragnar. Þrjóskan á Víknavegi Furðuleg þrjóska virðist hafa hlaupið í ýmis yfirvöid, s.s. lögregluyfirvöld, varð- andi nafngiftina á götu þeirri í gegnum Njarðvík sem hér í eina tíð bar nafnið Reykja- nesvegur. Samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar Njarðvíkur heitir gata þessi Njarðarbraut en lögreglu- yfirvöld hengja sig í reglu- gerð Vegagerðarinnar og kalla götuna Víknaveg. Að vísu segir umrædd reglugerð að Hringbrautin í Keflavík heiti einnig Víknavegur en hvorki lögreglu né öðrum dettur í hug að nota það nafn á Hringbrautina. Því er séð með góðu móti hvers vegna verið er að þráast við varð- andi Víknavegarnafnið í Njarðvík. 30 vildu í störfin A uðséð er að nú er farið að þrengjast um á vinnumark- aðinum því eigi færri en 30 umsóknir bárust um störf við nýjan veitingastað, sem auglýst voru hér í blaðinu fyrir skemmstu. Því hefur veitingamaðurinn varla ver- ið í miklum vandræðum með að fylla upp í þau lausu störf sem þar var um að ræða. Casio vantaði Við upptalningu smáfyrir- tækja við Hafnargötuna í Keflavík i síðustu molum. sem hætt hafa að undan- förnu, féll niður nafn fimmta fyrirtækisins. Þetta er versl- un sem seldi m.a. smátölvur undir nafninu Casio og var við hliðina á Quelle-búðinni. Smurbrauðsstofan, sem Auglýsing frá stjórn verkamannabústaða í Keflavík Allar umsóknir um íbúðir í verkamannabústöðum sem eldri eru en frá 1. janúar 1988 eru hér með ógildar. Þeir umsækjendur er eiga umsóknir sem eru eldri en frá 1. janúar 1988 skal bent á að vilji þeir halda umsókn sinni gildri, að endurnýja eða ítreka fyrri umsókn. Hvort sem er um endurnýjun eða ítrekun, þarf að fylgja nýtt vottorð frá skattstofu þar sem fram koma heildartekj- ur síðustu þriggja ára. Skrifstofan er opin mánud , þriðiud. og miðvikud. frá 09:00-12:00. Stjórnin Umsjón: Emil Páll nefnd var í þessum mola, kom þessari upptalningu ekkert við, þó til sölu sé. Veiðingastaðir koma og fara Þó veitingastaðir spretti upp nánast eins og gorkúlur í Keflavík og Njarðvík eru a.m.k. þrír starfandi til sölu. Þeir eru Þristurinn í Njarð-' vík, Smurbrauðsstofan við Hafnargötu í Keflavík og Pizzugerð Eiríks Hansens í gamla Rammahúsinu. Á sarna tíma berast þær fregnir að innan tíðar sé von á enn einum veitingastað, að vísu skyndibitastað, og verði hann í miðbæ Keflavíkur. Skrítin kaup á eyrinni Þau eru stundum skrítin kaupin á eyrinni, eins og máltækið segir, a.m.k. varð- andi oddamann sjálfstæðis- manna í bæjarstjórn Kefla- víkur. Hann var á sínum tíma gerður að sérlegum full- trúa Sambandsins í stjórn Hraðfrystihúss Keflavíkur. Er hann hætti skyndilega störfum í öðru fyrirtæki tengdu Framsóknarflokki og Sambandinu, Aðalstöð- inni, fékk hann þegar nýjan Framsóknar- og Sambands- bitling, stöðu framkvæmda- stjóra hjá HK. Að sjálfsögðu fékk hann einnig sérstakan bíl, fluttan inn af Samband- inu, til umráða, með bíla- síma, sjálfsagt líka frá Sam- bandinu. Ef menn hugsa lengra þá höfðu framsóknar- menn á orði í bæjarstjórn Keflavíkur að hann væri þar sem 6. kratinn. Þessi maður er auðvitað Ingólfur Fals- son. Má því fullyrða að hún sé á stundum noíckuð skrítin tík þessi pólitík. Fengu áfengið til baka Dagbiaðið Dagur var nú nýverið með furðulega frá- sögn af báti nokkrum með heimahöfn í Garði. Þannig var að lögreglan á Skaga- strönd skilaði áfengi sem hún hafði áður gert upptækt við tollskoðun í umræddum báti. Bátur þessi er Þórir Jó- hannsson GK 116, 100 tonna plastbátur sem verið hefur til innréttingar á Skagaströnd. Er skelin af bátnum kom til landsins á sínum tíma var talsvert magn af áfengi og bjór um borð, sem tollvörð- ur staðarins lagði hald á og kom fyrir 1 innsiglaðri geymslu á lögreglustöð stað- arins. Þegar innrétting hófst komu fyrirmæli frá sýslu- manni staðarins um að fara méð hluta af áfenginu um borð aftur svo halda mætti smá veislu. Þegar smíði lauk kom aftur fyrirskipun um að skila áfenginu um borð svo halda mætti reisugilli. Já, það er munur að eiga við þá fyrir norðan. Kveikti ekki á perunni Lionsmenn í Keflavík voru nýverið með hina árlegu perusölu sína. Það ágæta framtak "er svo sem ekki í frásögur færandi hér í molum ef undan er skilið skemmtilegt atvik, sem átti sér stað hjá einum félagah- um í perusölunni. Það vildi þannig til að hann ílengdist í húsi einu eftir vel heppnaða sölu, en þegar hann kemur út í bíi sinn skilur hann ekkert í því hvað sætið er framarlega. Jæja, hann lét það gott heita, færði sætið eins og ekkert væri og hélt af stað. Eftir ör- skamma stund heyrist barnagrátur úr aftursætinu, Lionsfélaganum til mikillar skelfingar. Þegar maðurinn leit aftur í kveikti hann loks á perunni. Hann var i röngum bíl! Nú, það var ekki um annað að ræða en snúa við á punktinum og þegar hann kom til baka beið ung móðir skelfingu lostin yfir bíl- og barnshvarfmu. Allt fór þetta því vel en sýnir kannski best áhugann hjá mönnum í perusölunni... Golfhermisklúbbur Nokkrir áhugasamir golf- arar með Róbert Svavarsson Bústoðarmann í fararbroddi eru að kanna áhuga manna á stofnun klúbbs með golf- hermi, sem lýsa má sem nokkurs konar inni-golfvelli fyrir þá sem það ekki vita. Einn hermir er í keilusalnum í Reykjavík og er mikið not- aður af kylfingum yfir vetr- artímann. Hugmyndir eru uppi um að hver félagi í þess- um klúbbi greiði ákveðna upphæð, sem yrði hlutur í tækinu, svo og ársgjald. Starfsemin á að vera á efstu hæð Bústoðarhússins en auk hermisins er stefnt að því að hafa pílukast og fleira. i ? r1 * * \ v r * • $ # 4/ » ^ „Rogghljómsveitln“ Pandora Hvað eru roggtónleikar? Það vitum við ekki hér í mol- um en slíka tónleika átti að halda á „mivikuda" 19. okt. og þar var ,.hlaupið“ inn kl. 21.30. ,,Agángseyjrir“ var 300 kr. Því miður er hér um að ræða auglýsingaplakat frá hljómsveitinni Pandoru, þar sem íslenskan er á frem- ur lágu plani. Hér átti að vera auglýsing um rokktón- leika sem halda átti mið- vikudaginn 19. okt. ogopna átti fyrir gesti kl. 21.30 en aðgangseyrir var kr. 300. Hér að ofan birtist njynd af hörmungum þessum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.