Víkurfréttir - 27.10.1988, Blaðsíða 5
VlHWAitaa*
VSFK og VKFKN:
Sameining
á lokastigi
Sameining Verkalýðs- og
sjómannafélags Keflavíkur og
nágrennis og Verkakvennafél-
ags Keflavíkur og Njarðvikur
er nú á lokastigi. Hafa stjórnir
félaganna unnið tillögu að
samræmingu laga félaganna
og eru þar höfð til hliðsjónar
lög Einingar á Akureyri, en
þar starfa saman karlar og
konur eins og orðið er víðast
hvar annars staðar í verkalýðs-
hreyfíngunni.
Að sögn Guðmundar Finns-
sonar, framkvæmdastjóra
VSFK, verður í kvöld haldinn
aðalfundur VSFK þar sem mál
þessi verða rædd og lagabreyt-
ingar teknar fyrir. Er þess síð-
an vænst að Verkakvennafél-
agið haldi aðalfund í næsta
mánuði þar sem samskonar af-
greiðsla fer fram.
Verður afgreiðslu mála að
vera lokið er kemur að upp-
stillingu til stjórnar, sem fram
fer í desembermánuði og upp
úr því ætti sameiningin aðgeta
orðið að veruleika.
Mikill erill
hjá lögreglu
Mikill erill varpm síðustu
helgi hjá lögreglunni í Kefla-
vík. Sem dæmi þar um fékk
iögreglan um 80 útköll frá
föstudegi og fram á sunnu-
dag. Á þessum tíma voru
þrír ökumenn teknir vegna
gruns um meinta ölvun við
akstur.
Mikið var um rúðubrot,
m.a. voru brotnar rúður í
Félagsbíói og efnalauginni
Kvikk aðfaranótt laugar-
dagsins og aðfaranótt
sunnudagsins voru brotnar4
eða 5 rúður í Samkaupum,
ein rúða í versluninni Lyng-
holt við Hafnargötu og 4
rúður í Innri-Njarðvíkur-
kirkju. Þá var mikið um smá
pústra og slagsmál víða um
svæðið.
Eru rúðubrot þessi öll
óupplýst nema það í Innri
Njarðvíkurkirkju. Eru allar
upplýsingar um málin því vel
þegnar hjá lögreglunni.
Fimmtudagur 27. október 1988
Trillubáturinn upp í fjöru á fimmtudagsmorgun.
Ljósm.: hbb
Öprúttnir los-
uðu bátinn frá
bryggju
Það var ekki skemmtileg
sjón fyrir eiganda trillubáts
eins er blasti við honum að
morgni síðasta fimmtudags.
Síðast er hann vissi áður hafði
báturinn legið vel bundinn við
festar í krika þeim sem smá-
bátaeigendur nota við Sjö-
stjörnuna í Njarðvík.
Er komið var að bátnum
um morguninn höfðu ein-
hverjir óprúttnir losað festar
hans og hann því rekið upp í
fjöru. Er auðséð á öllu að hér
hafa ekki verið á ferðinni nein
smábörn.
Auk þessa verknaðar hefur
nokkuð verið um að bátar
hafa verið skemmdir í krika
þessum sem í raun er eina
góða smábátahöfnin á Kefla-
víkur-Njarðvíkursvæðinu.
M.a. eru rúðubrot nokkuð al-
geng. Vonandi tekst að hafa í
hári þeirra sem hér voru að
verki en slíkt gerist aðeins
með aðstoð samborgaranna.
—---KEFLVÍKINGAR ATHUGIÐ!=—
Sund • Sólbað - Sumarauki
í skammdeginu er tilvalið að skella sér í sund, gufu,
heitu pottana og ná sér í „sumarlit“ í Ijósalömpunum.
10 tíma Ijósakort
aðeins kr. 1.500.-
Innifalið sund og heitir pottar.
Okkar lampar eru með hinum viðurkenndu
OSRAM perum, sem gefa besta fáanlegan
árangur á skemmstum tíma.
Sundlaugin er opin fyrir almenning
sem hér segir:
Virka daga kl. 7-9 og 16-21.
Laugardaga kl. 8-10 og 13-16.
Sunnudaga kl. 9-12.
Sundhöll Keflavíkur
Sfmi 11145