Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.10.1988, Blaðsíða 3

Víkurfréttir - 27.10.1988, Blaðsíða 3
VlHllklftaui Páll Gíslason, íbúi við Leynisbrún: Grindavík: Skotdrunur og eldglæringar I* búar í vesturhluta Grindavíkur vöknuðu upp við heldur óhugn- anleg hljóð aðfaranótt sl. fimmtudags. Upp úr kl. 1:30 þá um nóttina vöknuðu íbúar við Leynisbrún og nærliggjandi götur við glymjandi skotdrunur, sem heyrðust frá því svæði sem herstöðin stendur á í nokkur hundruð metra fjarlægð frá ystu húsunum í Grindavík. Þegar betur var að gáð kom í Ijós þyrla frá varnarliðinu á Keflavíkurfiugvelli og stóðu eldglæringarnar út úr byssukjöftun- um á henni og glymjandi hávaði hélt vöku fyrir annars skelkuðum íbúum í vesturhluta byggðarlagsins. Magnús Jónsson, íbúi við Leynisbrún: „Vaknaði við drunur og blossa" „Hélt fyrst að mig væri að dreyma“ „Ég var búinn að sjá her- menn á gangi á Stapafellsveg- inum, en hef aldrei séð þá koma til baka og vissi því ekk- ert hvert þeir fóru,“ sagði Páll Gíslason í samtali við blaða- mann Vikurfrétta. Hann vaknaði upp við hvelli og horfði á það sem fram fór út um glugga á baðherberginu heima hjá sér. „Það voru aðrir Grindvík- ingar búnir að sjá bandaríska hermenn í grennd við Grinda- vík, nánar tiltekiðá svokölluð- um Staðarhverfisvegi. Þetta hófst um kl. sjö á miðviku- dagskvöldinu með því að þyrl- an var að æfa björgunarstörf í námunda við íslandslax, fisk- eldisstöðina. Um tvöleytið um nóttina vakna ég svo við tvær góðar drunur og blossa. Fyrst hélt ég að unglingar væru að sprengja súr og fer inn á bað- herbergi hjá mér en þar er gluggi með útsýni yfir stöðina hjá hernum og möstrin. Þarsé ég blámann og eldglæringarn- ar frá byssukjöftunum og heyri skothríðardrunur. Ég er öruggur á því að þetta var þyrla sem þarna var á ferðinni. Ég sá þá síðan sjálfur, þar sem þeir voru við torfæruaksturs- svæðið á föstudeginum, með alvæpni,“ sagði Páll Gíslason að lokum. „Ég vaknaði fyrst við þetta þegar klukkan hefur verið korter fyrir tvö aðfaranótt fimmtudagsins. Ég hafði það á tilfinningunni að þetta væri draumur," sagði Magnús Jónsson, apótekari og íbúi við Leynisbrún í Grindavík, en hann var einn af fjölmörgum íbúum í vesturhluta Grinda- víkur sem urðu varir við skot- hríðina frá þyrlu varnarliðs- ins. „Fyrst þegar ég heyrði skot- hríðina fannst mér hún vera í fjarlægð en síðan virtist þetta alveg við gluggann hjá mér. Skömmu síðar kíkti ég út um gluggann en sá ekki neitt. Skothríðin byrjaði síðan aftur og stóð í um hálfa klukku- stund en þá í meiri fjarlægð." -Hver urðu viðbrögðin vi -Hver urðu viðbrögðin við þessum látum? „Mér brá mikið í fyrra skiptið og gerði mér ekki grein fyrir því sem var á ferðinni. Mér datt í fyrstu ekki í hug að hér væri á ferð þyrla frá hern- um, en mér stóð ekki á sama. Ég kveikti aldrei áþyrluhljóð- inu í glymjandi hávaðanum, heldur hlustaði eftir því hvort ég heyrði einhvern umgang fyrir utan,“ sagði Magnús „Engin þyrla á lofti á þessum tíma“ Vegna máls þessa hafði blaðið samband við Friðþór Eydal, blaðafulltrúa varnar- liðsins. Hann hafði þetta um málið að segja: „Aðfaranótt fimmtudags- ins 20. október var engin þyrla frá varnarliðinu á flugi. Síð- asta þyrluflugi varnarliðsins þetta kvöld lauk kl. 23.11 sam- kvæmt skrám varnarliðsins og flugturnsins á Keflavíkurflug- velli. A tímabilinu 17. til 21. októ- ber fóru fram reglubundnar æfingar varnarliðsins, sem eru mikilvægur þáttur í starfsemi þess og miða að því að tryggja varnir mikilvægra staða. Slík æfing var síðast haldin í febr- úar á þessu ári. Til þess að gera aðstæður sem eðlilegástar var æft miðvikudaginn 19. og að- faranótt 20. október á varnar- svæðinu umhverfis fjarskipta- stöð varnarliðsins við Grinda- vík. Skotið var púðurskotum í þessum tilgangi eins og venja er við slíkar æfingar. Hávaði sá er Grindvíkingar urðu varir við aðfaranótt 20. - segir Friðþór Eydal, blaðafulltrúi Varnarliðsins október stafaði því ekki af þyrluflugi, heldur varnaræf- ingu sem fram fór á þessum tíma og má ætla að veðurskil- yrði þessa nótt kunni að hafa valdið nokkru um að svo hátt lét og harmar varnarliðið ónæði er Grindvíkingar kunna að hafa orðið fyrir af þessum sökum.“ Bifhjól tekið fyrir ofsa- akstur Lögreglan í Grindavík stöðvaði aðfaranótt sl. sunnu- dags ökumann á bifhjóli á 143 km hraða á Grindavíkurvegin- um. Var ökumaðurinn sviptur ökuleyfi á staðnum. Lögreglan hafði einnig afskipti af fimm öðrum ökumönnum fyrir of hraðan akstur á Grindavíkur- veginum í síðustu viku. Tveir minniháttar árekstrar urðu í Grindavík sl. fimmtu- dag. Engin slys urðu á fólki en minniháttar skemmdir á bílum. Fegurðardrottning Suðurnesja: Öskað eftir ábendingum Undirbúningur fyrir Feg- urðarsamkeppni Suðurnesja 1989 hefst að venju með því að leita að þátttakendum. Að sögn Ágústu Jónsdóttur og Birnu Magnúsdóttur, um- sjónarmanna keppninnar, er fólk vínsamlegast beðið að koma ábendingum á fram- færi til þeirra. Eru íbúar í ná- grannabyggðum Keflavíkur hvattir til að láta ekki sitt eft- ir liggja í þeim efnum. Fegurðardrottning Suður- nesja 1988 er sem kunnugt er Guðbjörg Fríða Guðmunds- dóttir og hefur hún staðið í ströngu á árinu. Hún tók þátt í Fegurðarsamkeppni Islands og seint í sumar var hún send út á vegum Vik- unnar í keppnina „Queen of the \yorld“. Þar stóð hún sig með prýði og komst í „und- anúrslit'* ásamt 20 stúlkum. PIZZUMATSEÐILLINN PIZZUR eru 15% ódýrari ef þær eru teknar með heim. V E I T I N C A TJARNARGÖTU 31 KEFLAVIK SIMI 13977 -nýr og betrí veitingastaður í hjarta bæjarins 1. RANCHO m/tómat, osti, skinku, sveppum, papriku, rækju, túnfisk, hvítlauk og oregano. w/tomato. cheese, ham, mushrooms, red pepper, shrimps, lunafish, garlic and oregano. 2. PIRA TA m/tómat, osti, rækjum, túnfisk, krækling og oregano. w/tomato, cheese, shrimps, tunafish, mussels and oregano. 3. CALZONE (Hálfmáni) m/tómat, osti, skinku og oregano. w/tomato, cheese, ham and oregano. 4. CORONILLA m/tómat, osti, skinku, sveppum og oregano. w/tomato, cheese. ham, mushrooms and oregano. 5. SALCHICHA m/tómat, osti, spægipylsu, lauk og oregano. w/tomato, cheese, salami, onion and oregano. 6. ISABELLA m/tómat, osti og oregano. w/tomato, cheese and oregano. 7. TORERA m/lómat, osti, nautahakki, sveppum. papriku og oregano. w/tomato, cheese, minced beef, mushrooms, red pepper and oregano. 8. GITANA (Hálfmáni) m/tómat, osti, nautahakki, sveppum og 586 690 544 640 493 580 518 610 518 610 467 550 518 610 501 590 i, ansjósum, hvltlauk og oregano 493 9. PICADORA m/tómat, os (sterkj w/tomato, cheese, olives, anchovys, galric and oregano (strong). JOU 10. CALABAZA m/tómat, osti, skinku, túnfisk og oregano. w/tomato, cheese, ham, tunafish and oregano. 640 11. QUERIDA m/tómat, osti, skinku, papriku og oregano. 518 w/tomato, cheese, ham, red pepper and oregano. 610 12. SALVAVIDAS m/tómat, osli, skinku, rækjum og oregano. 544 w/tomato, cheese, ham, shrimps and oregano. 640 13. SONRISA m/tómat, osti, skinku og ananas. 518 w/tomato, cheese, han and pineapple. 610 14. PEPPITA m/tómat, osti, pepperoni, lauk og oregano. 527 w/tomato, cheese, pepperoni, onion and oregano. 620 Ódýrir réttir í hádeginu alla daga Súpa og salatbar Pastaréttir Lasagna Tacos Pizzur r -mwv- _ Odýrir kjöt- og fiskréttir Fljót og góð þjónusta

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.