Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.10.1988, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 27.10.1988, Blaðsíða 2
mun 2 Fimmtudagur 27. október 1988 4/uuu TOGARAMÁLIÐ: ENN í BRENNIDEPLI Togaraskipti Hraðfrystihúss Keflavíkur h.f. við Sauðkrækinga eru enn í sviðsljósinu. Að þessu sinni fáum við skoðun bæjarstjórans í Keflavik og tveggja alþingismanna, svo og fulltrúa Sambandsins og stjórnarmann í Eldey. jafnframt því sem sagðar cru fréttir frá fundum um málið. Um þetta allt má lesa hér á síðunni. Jón Norðfjörð: „Skilningsleysið mjög ríkjandi" „Það sem ég vildi segja er að mér finnst í rauninni við í Eld- ey hafa kynnst því hvað skiln- ingsleysi margra aðila og jafn- vel ráðamanna hér á svæðinu er mikið varðandi það að við- halda sterkum sjávarútvegi. Þó eru undantekningar frá þessu eins og bæjarstjórn Keflavíkur, sem hefur mjög reynt að sýna þessum málum skilning. Aðrar sveitarstjórnir að nokkru marki en svo eru sveitarstjórnir hér á svæðinu sem telja enga þörf á þessu,“ sagði Jón Norðfjörð, stjórnar- formaður Eldeyjar h.f., í sam- tali við blaðið. „Sveitarstjórnarmenn sum- ir hverjir virðast ekki telja nokkra þörf á því að viðhalda viðgangi sjávarútvegs. Telja þetta eiga að vera í einkageir- anum og sveitarfélögin eigi ekki að vera að blanda sér í þessi mál. Við söfnun hluta- fjár í Eldey kom það líka í ljós gagnvart ýmsum fyrirtækjum, bæði í sjávarútvegi og iðnaði og annars staðar, að skilnings- leysið er mjög ríkjandi. Ég er sannfærður um að ef við gæt- um byggt hér upp sterkan sjáv- arútveg, þá yrði það eins og vítamínssprauta fyrir svo Jón Norðfjörð margt annað hér á svæðinu, margar aðrar atvinnugreinar og uppbyggingu alla. Menn verða bara að átta sig á þessu. Það er ekki nóg að ein- hverjir örfáir menn taki hönd- um saman, þetta verður að vera breiðfylking og þar verða allir að koma til, almenningur, atvinnufyrirtæki, hvar sem þau standa og ekki síst sveitar- stjórnarmenn sem eru mjög mikilvægur þáttur í þessu. Við getum ekki gert kröfur til þingmanna og skammað þá fyrir aðgerðarleysi á meðan við sýnum ekki meiri dug sjálf. Það er alveg ljóst og þess vegna vil ég leggja áherslu á þetta núna, þegar þessi staða er að koma upp. Við erum kannski að missa, það sem ég vil kalla eitt af okk- ar síðustu vígjum í sjávarút- vegi, sem er Hraðfrystihús Keflavíkur, stórt, öflugt og mikið fyrirtæki sem hefur skapað mörgum vinnu og miklar tekjur hingað inn á svæðið í gegnum árin. Ef við stöndum uppi með það að skipin fara héðan og þessum rekstri verði breytt, sem leiddi til óhagræðis fyrir svæðið, þá stöndum við mjög illa ef þetta verður raunveruleikinn. Þess vegna heiti ég á menn að taka höndum saman í þessu máli. Við getum gert það með því t.d. að efla Eldey. Gera Eldey það mögulegt að kaupa annan togarann. Við erum að reyna að leita leiða til að fjár- magna kaup og það tekur auð- vitað einhvern tíma. Við hlaupum ekki inn í hina ýmsu sjóði. En það sem mér finnst nauðsynlegt í málinu er að við leysum það hérna heima. Það er meginmarkmið- ið sem við verðum að vinna að. Ég tel víst að stjórnarmenn í Hraðfrystihúsinu séu allir af vilja gerðir til þess að það geti tekist,“ sagði Jón að lokum. Karl Steinar: „Hrikalegt ef kvótinn fer allur héöan" „Það er skelfilegt til þess að hugsa ef kvótinn minnkar í byggðarlaginu og atvinnan fer burt. Þrátt fyrir mikla þenslu hér í sumar fer atvinnuástand- ið versnandi. Þetta er hrika- legt og má ekki verða að veru- leika að kvótinn fari og ekkert komi í staðinn,“ sagði Karl Steinar Guðnason, alþingis- maður og formaður VSFK, í samtali við Víkurfréttir. „Svo virðist vera sem fyrir- tæki fyrir norðan og vestan hafi fulla burði til að reita af okkur þessi atvinnutæki okk- ar. Speglar það niðurstöður Þjóðhagsstofnunar en þar kemur fram að afkoma fisk- vinnslunnar er lökust á Suður- nesjum en best á norðurlandi. Við birtum auglýsingu varð- andi kvótasölu af svæðinu en aðeins einn aðili gaf sig fram sem vildi kaupa kvóta. Fram að þessu hafa menn keppst við að selja kvóta frá byggðarlög- unum hér. Það sýnir að hér eru erfiðleikarnir mestir. Þeir þurfa að skilja það sem úthluta fé úr Atvinnutryggingasjóðn- um. Best væri því ef heima- menn keyptu þessi skip“ sagði Karl Steinar Guðnason að lok- um. Guðfinnur Sigurvinsson: „Kraftaverk ef snúa má þróuninni við“ „Það sem skiptir öllu máli í þessu og yrði nánast krafta- verk ef snúa mætti þessari þró- un í skipasölum við,“ sagði Guðfinnur Sigurvinsson, bæj- arstjóri í Keflavík, í samtali við blaðið. „Það er gífurlegt áfall fyrir bæjarfélagið ef sjávarút- vegur heldur áfram að dragast saman. En hvað sem gerist þá verð- ur að leysa mál Hraðfrystihúss Keflavíkur. Kæmu heima- menn til skjalanna og vildu kaupa t.a.m. annan togarann verður að skoða það mál vel, svo framarlega sem fjármál Hraðfrystihússins leystust um leið.“ Steingrímur Hermannsson: „Veltur svo- lltið á skoðun Keflavíkur- kaupstaðar" „Ég hef miklar áhyggjur ef þetta gerist svona, að togar- Mótmæli starfsfólks Borist hefur ályktun frá Starfsmannafélagi Hrað- frystihúss Keflavíkur vegna fyrirhugaðra togaraskipta fyrirtækisins. Er ályktunin svohljóðandi: „Fundur haldinn í Starfs- mannafélagi Hraðfrystihúss Keflavíkur 25. okt. 1988, mótmælir þeim áformum 'að selja skip fyrirtækisins Aðal- vík og Bergvík og kaupa í staðinn Drangey og gera að frystitogara. Ef þessi áform verða að veruleika er fyrirsjáanlegur algjör atvinnumissir hjá því fólki sem unnið hefur hjá fyr- irtækinu, sem er nálægt 100 manns. Þar sem nú er verulegur samdráttur í fiskvinnslu á Suðurnesjum samanber stöðvun fyrirtækja, gjald- þrot o.fl. blasir ekkert við þessu fólki annað en at- vinnuleysi sem nú þegar er orðið allverulegt á svæðinu. Starfsmannafélagið skor- ar á stjórn Hraðfrystihúss Keflavíkur hf. að hætta nú þegar við þessi áform og ein- beita sér að því að leita leiða til að tryggja áframhald á nú- verandi rekstri fyrirtækisins. Fundurinn lýsir furðu sinni á því, ef rétt er, að Bæjarstjórn Keflavíkur hafi samþykkt þessi áform þar sem það var yfírlýst stefna hennar að efla sjávarútveg í Keflavík og skilyrði fyrir hlutafjárframlagi Keflavík- urbæjar í Hraðfrystihúsi Keflavíkur hf. var m.a. að skip fyrirtækisins yrðu áfram gerð út frá Keflavík og afli þeirra unninn í frystihúsi fél- agsins.“ Úlafur Jónsson: „Verður að breyta rekstrinum" „Umræðan frá sjónarmiði Hraðfrystihúss Keflavíkur er að selja báða togarana og breyta rekstrinum í einn frysti- togara. Það er búið að full- reyna að reksturinn gengur ekki svona í dag. Því verður al- farið að breyta þessu og þar með færa vinnsluna út á sjó,“ sagði Olafur Jónsson, varafor- maður stjórnar HK, en hann gegnir stöðu formanns, þar sem Gunnar Sveinsson er er- lendis. Síðan hélt Olafur áfram: „Meðan athugun á þessu máli stendur yfir er lítið hægt að segja til um hver niðurstaðan verður. Við verðum að fá betri afkomu.“ -En hefur ekki komið til tals að bjóða heimamönnum skipin til að halda kvótanum arnir verða seldir norður. Við þingmennirnir höfum veríð að skoða þetta með það fyrir aug- um að koma í veg fyrir að þarna skapist erfiðleikar,“ sagði Steingrímur Hermanns- son, forsætisráðherra og þing- maður Reykjaneskjördæmis, í samtali við blaðið. „Hjá Hraðfrystihúsinu eru miklir erfiðleikar En þessi mál velta svolítið á því hver skoðun Keflavíkurkaupstaðar er í þessu máli, þar sem þeir eru eignaraðilar að fyrirtækinu. Þá þarf að fá frest á þessum mál- um svo hinn nýji sjóður, At- vinnutryggingarsjóður, geti skoðað málið og svo Finna megi leiðir, svo einstaklingar af Suðurnesjum geti komið þarna inn í. En til þess þarf meira svigrúm" sagði Stein- grímur að lokum. innan svæðis? „Það er engin trygging fyrir því að hráefnið haldist í heima- byggð, sé það selt á markaði. Eru til einhverjir aðilar í Kefla- vík sem eru tilbúnir til að kaupa svona togara? Það er meira en að segja það. Þeim mönnum, sem sýnt hafa áhuga á þessu máli, höfum við sagt að það sé sjálfsagt að hitta þá og ræða við þá. Við verðum að breyta rekstrinum og því erum við að skoða þessi mál og hvort ekki sé nær að reka einn myndar- legan frystitogara. Hvort það takist mun tíminn Ieiða í ljós“ voru lokaorð Olafs. Heimamenn fá að fylgjast með Á þriðjudag hélt stjórn Hraðfrystihúss Keflavíkur fundi með fulltrúum Eldeyjar h.f. og Atvinnumálanefndar Keflavíkur. Með Eldeyjar- mönnum og nokkrum öðrum er mættu á þann fund voru málin rædd og að sögn Jóns Norðfjörðs, stjórnarformanns Eldeyjar, kom það fram hjá stjórnarmönnum HK að það liggi fyrir að vanda hússins þurfi að leysa. Varð niðurstað- an af þessum fundi í megin dráttum sú að þessir aðilar fá að fylgjast með framvindu mála og jafnframt var ákveðið að heimamenn reyndu að vinna að möguleikum til að mál þessi leystust á heimavelli. Svipaðar niðurstöður komu fram á fundi með Atvinnu- málanefndinni að sögn Guð- mundar Finnssonar, for- manns nefndarinnar.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.