Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.03.1989, Side 8

Víkurfréttir - 09.03.1989, Side 8
\)ÍKUR jutUi 8 Fimmtudagur 9. mars 1989 molar Grín - Gagnrýni - Vangaveltur Umsjón: Emil Páll Vandræði flugvallarlögreglu Þrátt fyrir nokkuð góðan snjómokstur á Keflavíkur- Njarðvíkursvæðinu virðist lögreglustöðin í Grænási hafa verið alveg út úr snjó- ruðningsáætlunum. Stöð þessi er sem kunnugt er utan flugvallargirðingar en innan bæjarmarka Njarðvíkur. Engu að síður hafa Njarðvík- ingar ekki hreinsað snjóinn af svæðinu og því hefur það bjargað flugvallarlögreglu að hafa yfir jeppa að ráða, svo hún komist að og frá stöðinni. Ekki má varnarlið- ið hreinsa utan vallar, þó lögreglustjórinn hafi á sínum tíma lýst því yfir að svæði þetta væri varnarsvæði. Eins og ein góð blokk Miklar byggingafram- kvæmdir í Höfnum á mæli- kvarða þess byggðarlags myndu vart teljast stórfram- kvæmdir í öðrum byggðar- lögum á svæðinu. Enda eru íbúar Hafna aðeins rúmlega eitt hundrað eða eins og heildaríbúatala í góðu fjöl- býlishúsi t.d. í Keflavík og Njarðvík eða lítil gata í hin- um byggðarlögunum. Allir orðnir steindauðir? Þrátt fyrir mikið fjaðrafok í kringum söluna á HK-tog- urunum virðast ráðamenn, bæði sveitarstjórnamenn og alþingismenn, nú vera alveg steindauðir. Því síðan HK- málið kom upp er búið að selja mikið af skipum burt af svæðinu án þess að þessir menn svo mikið sem ,,pústi“. Það er ekki nógaðhalda ráð- stefnu um fríiðnaðarsvæði og tala á fundum um vandamál- ið, ef árangurinn er ekki neinn, eins og hér virðist eiga sér stað. Vandræðin með „hann“... Er sú danska sýndi sig á herrakvöldinu í Keflavík á dögunum skemmtu við- staddir sér við óvæntar uppákomur, sem við munum ný skýra nánar. Að lokinni sýningu bar sú danska á sig olíu og gekk því næst að ein- um viðstaddra er stóð á- lengdar úii í sal lullklædd- ur, meira að segja í frakka ut- an yfir, en sú danska aðeins í Evuklæðum. Hóf hún þegar þá iðju að fækka fötum á kauða og strjúka sínum olíu- borna líkama við stráksa. Hætti hún ekki að afklæða hann fyrr en hann stóð á nærbuxunum einum fata. Áfram hélt hún að strjúka hann og fóru leikar að sjálf- sögðu á þann veg að kauði var komin í mikil vandræði með litla manninn í nærbux- unum, svo af varð hin mesta skemmtun fyrir viðstadda. ...og síðan dó hann aftur Þá kom upp annað atvik, sem viðstaddir höfðu einnig gaman af. Einn herramann- anna hafði dáið ölvunar- dauða undir sýningu þeirrar dönsku. Var hún því fengin, eftir að hún var komin í Evu- klæðin eingöngu, til að fara út í sal og vekja kauða. Eftir að hún hafði faðmað hann að sér rankaði hann við, stóð upp, tók af sér jakkann og setti hann yfir berar axlir stúlkunnar svo henni yrði ekki kalt að standa svona nakin, og dó síðan á ný. Svo segja menn að herramenn séu ekki til á Islandi... Hannes eða Sigmar í vatnsveituna? Hver verður ráðinn vatns- veitustjóri fyrir hina nýju vatnsveitu? Um það spyrja margir þessa dagana, enda sjálfsagt að hér sé um feitan bita að ræða. Samkvæmt heimildum Mola hafa tvö nöfn verið uppi í þeim efn- um. Annars vegar nafn nú- verandi vatnsveitustjóra Njarðvíkinga, Sigmars Inga- sonar, og hinsvegar nafn sem menn telja mun líklegra sem það endanlega. Það er nafn Hannesar Einarssonar, for- manns bæjarráðs Keflavík- ur. Margrét Knúts í Fordkeppninni Sextán ára gömul, keflvísk stúlka, Margrét Knútsdóttir, hefur verið valin í úrslit tíu stúlkna í Ford-fegurðar- keppninni. En þess varvænst að í gærkvöldi yrði valin sú stúlka sem ynni keppnina hérlendis í ár. Margrét er fædd 23. janúar 1973, dóttir hjónanna Knúts Höiriis og Elínar Guðmannsdóttur. Franskar pen- ingakartöflur? Það hafa margir skemmt sér yfir innbrotsmálinu í Vogum. Ekki það að innbrot sé til að hafa í flimtingum, frekar það að peningarnir voru geymdir hjá frönsku kartöflunum í frystikistu kaupfélagsins. Hafa menn því haft á orði að réttast væri fyrir Samvinnubankann að bjóða fólki framvegis upp á franskar kartöflur með pen- ingum innan í. Svo mættu þær vera opnar i báða enda, eins og stundum er sagt um þá samvinnu/framsóknar- menn. Hvað á þetta að þýða? Eftirfarandi tilvitnun er úr nýjasta fréttabréfi Ríkismats sjávarafurða: „Ónefndur bátur á Suðurnesjum kom með sex nátta fisk að landi fyrir skömmu og var fiskur- inn að talsverðum hluta orð- inn morkinn og mjög ljótur útlits. Fiskurinn var ekki af- hentur í kössum heldur sturtað lausum á gólf mót- töku þess húss, sem keypti hann. Hvað eiga nú svona vinnubrögð að þýða?“ Er nema von að Ríkismatið spyrji? Þorsteinn Már Baldvinsson úreltur I síðasta blaði sögðum við frá nafngiftinni Baldvinsson, sem komið er, samkvæmt opinberum skrám, á gömlu Hraunsvíkina frá Grinda- vík. Sá bátur er í eigu Sam- herja á Akureyri eins og tvö önnur skip sem á að úrelda. Það er togarinn Þorsteinn og bátur sem þeir keyptu frá Siglufirði og hefur fengið nafnið Már EA 310, sam- kvæmt Islensku sjómannaal- manaki 1989. Með öðrum orðum á því að úrelda Þor- stein Má Baldvinsson, en það er einmitt nafnið á fram- kvæmdastjóra Samherja, þeim sama Þorsteini og hér einu sinni stjórnaði Skipa- smíðastöð Njarðvíkur h.f. Enga aðstoð þingmanna Það virðist vera orðin eins- konar lenska hér á landi að kvarta yfir lélegum fram- gangi þingmanna, a.m.k. þeirra sem þjóna eiga Reykjaneskjördæmi. Skor- aði því frummælandi á fundi D-álmu samtakanna á fund- armenn að reisa langlegu- deild án tilhlutan þing- manna, því það dygði skammt. Ef bíða ætti eftir peningum til þessara hluta frá þeim yrði D-álman aldrei byggð. Svo mörg voru þau orð. Urgur í SBK-mönnum Mikill urgur er í starfs- mönnum Sérleyfisbifreiða Keflavíkur vegna kaupa fyr- irtækisins á hópferðabifreið- um Steindórs Sigurðssonar. Er það aðallega vegna þess að Steindór sjálfur mun koma í raðir SBK-manna og óttast SBK-menn að það leiði til ýmissa breytinga. Hafa þeir því á hornum sér að hann skuli vera að koma og að þeir þurfi kannski að vinna undir hans stjórn. Þó er það álit flestra annarra en SBK-manna að nú sé nauð- synlegt að nota þetta tæki- færi til að hræra vel upp í starfsemi SBK. Formaðurinn kom- inn í góða stöðu Nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn við stjórn verkamannabústaða í Kefla- vík. Sá sem hreppti hnossið að þessu sinni er jafnframt formaður Alþýðuflokksins í Keflavík, en staða þessi hef- ur lengi verið innan þess fiokks. Mikil hátíð Þá er kjöri fegurðar- drottningar Suðurnesja lok- ið að þessu sinni. Fór kjörið fram við mikla hátiðarat- höfn í Glaumbergi. Sem fyrr komust miklu færri að en vildu, enda er það marg við- urkennt að hvergi á lands- byggðinni er eins mikið lagt krýningarkvöldið og hér á Suðurnesjum. Vonandi tekst þó í framtíðinni að koma fieiri gestum að á kvöldi þessu, enda má segja að þessi hátíð sé ein mesta hátíðin sem boðið er upp á hér syðra og því lengi í minnum höfð sökum glæsileika. Enn í jólaskapi Þó nú sé liðið vel á þriðja mánuð frá jólum, þá er enn að finna aðila sem hafa uppi útiljósaseríur og aðrar jóla- skreytingar. I Sandgerði gef- ur að líta þessa skemmtilegu skreytingu utan á fyrirtæk- inu Jóni Erlings. Kannski að hún verði tekin niður á Þor- láksmessu til þess að hreinsa ryk og annan óþverra af henni, svona fyrir næstu jólakomu... Landsbankinn í Hólmgarðinn? Landsbankinn lcilar nú logandi Ijósi að húsnæði l'yrir siarlsemi sína i Kellavík, að þvi er háværar raddir herina. Nýjustu Iréttir í þeim málum munu vera þær, að bankinn mun haln boðið i pláss I ri- stundar í I lólmgarði 2 i Kcflnvik, scm cr í þjónustu- kjarna verslana og hýsir m.a. bjórrikið vinsæla. Mun stærsta lánasiolnun lands- ins hala boðið rillega i I ri- slundarplássið, en verslunin llutli þar inn lyrir þremur mánuðum síðan. I ilboð bankans mun hafa komið llall uppáeiganda l ristund- ar, Áslþór B. Sigurðsson, cn hann cr nú að iluiga þclla gylliboð. Líðan kennara í starfi Mörgum þykir mikið um Iri i skólum landsins. Næsta löstudag iminu ncmendur grunnskóla svæðisins lá Iri. Tilefnið er ráðstelna kenn- ara, er ber ylirskriflina ,,Líð- an kcnnara i starli". Ráð- stcfnan hclst kl. 9 um morg- uninn og stendur Iram að síðdegis k a 11 i. K e n n a ra rn i r stoppa um hádegið og laka þá malarhlé. Kunnugir menn lelja að ráðsielnutím- inn muni ekki laka nema um 4 tíma, mesta lagi fimm. Þvi helði mátt halda ráðstcfn- una t.d. Irá kl. 3 til kvöld- malar og þá hclðu blessuð börnin ekki misst úr heilan dag lyrir máleliii sem sum- um þykir þeim ekki koma neitl við. og foreldrar margir hverjir ekki lieldur þurft að koma börnunum l'yrir hjá ömmu og afa eða Siggu Irænku . . . MESSUR Keflavíkurkirkja Laugardagur 11. mars. Arnað heilla: Jóhanna Sigurðardóttir og Jay Al- ex Martin, Elliðavöllum 3, Kella- vík, verða gefin saman í hjóna- band kl. 17. Sunnudagur 12. mars: Sunnudagaskólakrakkar takið eft- ir! Sunnudagaskólastarfinu lýkur um þessa helgi. Afhending verð- launa fyrir skólasókn í vetur. Far- ið verður í stutt ferðalag. Sóknarprestur Ytri Njarðvíkurkirkja Basar kirkjukórsins laugardag kl. 14 í safnaðarsalnum. Barnastarf sunnudag kl. 11. Fyrsta samvera nýs hóps um sorg og sorgarviðbrögð í umsjá sr. Þrastar Steinþórssonar, formanns Bjarma, mánudagskvöld kl. 20:30. Upplýsingar hjá sr. Þresti ogsókn- arprestunum á Suðurnesjum. Sóknarprestur ! /cs. HH Innri Njarðvíkurkirkja Barnastarf í safnaðarheimilinu kl. 11 í umsjá Helgu Óskarsdóttur og Láru Guðmundsdóttur. Sóknarprestur Útskálakirkja Sunnudagaskólinn verður kl. 11. Munið sunnudagaskólapóstinn. Hjörtur Magni Jóhannsson Hvalsneskirkja Sunnudagaskólinn verður í grunn- skólanum Sandgerði kl. 14. Munið sunnudagaskólapóstinn. Hjörtur Magni Jóhannsson

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.