Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.03.1989, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 21.03.1989, Blaðsíða 15
yfiKun {tittU Þriðjudagur 21. mars 1989 15 Tæring og tæringavarnir í varmaveitu Hitaveitunnar INNGANGUR: Tilefni þessa greinarkorns er, að vart hefur orðið tæringar í ofnum húsa á veitusvæði Hitaveitunnar. Þessum skrifum er ætlað að lýsa i grófum dráttum tæringu í varma- veitu Hitaveitunnar svo og hvað hún hefur gert til að draga úr henni. MEGINMÁL: Árið 1976 hóf Hitaveitan sölu á heitu vatni til Grindavíkur. Þetta vatn var framleitt í lítilli tilrauna- stöð þar sem reyndar voru ýmsar hugmyndir og búnaður sem síðar var notaður í endanlegri gerð orkuversins. I þessari tilraunastöð vorugerð- ar hefðbundnar tæringatilraunir á stálplötum í hitaveituvatni. Þess- ar tæringatilraunir sýndu litla sem enga tæringu þrátt fyrir að sýru- stig vatnsins hafi verið of lágt á stundum og súrefni í vatninu of hátt vegna ónógrar afloftunar. Á árunum 1976 og 1977 voru gerðar hefðbundnar tæringatilraunir á stálplötum í Grindavík og var nið- urstaðan lítil sem engin tæring. Á árunum 1978-1981 verður vart við ryðlit í hitaveituvatninu og er hann rakinn til ryðmyndun- ar í miðlunargeymum og frá- rennslislögnum geymanna. Orsök þessa er innstreymi súrefnis í hita- veituvatnið um öndunarop miðl- unargeymanna. Árið 1981 hófust tilraunir með flotábreiður í miðlunargeymum í því augnamiði að hindra súrefnis- innstreymið. Einnig hefur verið reynt að loka öndunaropum geymanna með sérstökum loku- búnaði. Umfangsmiklar tilraunir með flotábreiður hafa einnig verið gerðar í tilraunatönkum í Svarts- engi. Um áramótin 1982-1983 er til- kynnt um leka á ofni í Grindavík. Árið 1983 er hafin íblöndun natríum súlfits til eyðingar súrefn- is í vatninu og ryðlitur hverfur. Súrefnismælingar á vatninu sýna að vatnið er yfirleitt súrefnissnautt með öllu. Blöndun natríum súlfits í vatn- ið, sem hófst árið 1983 stöðvaði ekki ofnatæringu í Grindavík þó svo að vatnið væri orðið súrefnis- laust. Ofnlekar sem fram komu eftir að íblöndun natríum súlfits hófst voru taldir stafa af gamalli tæringu vegna ófullkomins rekstr- ar ofannefndrar tilraunastöðvar og vegna súrefnis í vatni eftir að miðlunargeymar voru teknir í notkun. Þess ber að geta hér að ofnatær- ing var hjá Hitaveitu Akureyrar fram til ársins 1983, er hún var stöðvuð með íblöndun natríum súlfits í hitaveituvatnið. Á árunum 1984 og 1985 voru gerðar prófanir á áhrifum mis- munandi súlfitmagns á ofnatær- ingu. Þessar prófanir voru gerðar, því reynsla var af því annars stað- ar frá, að súlfitmagn umfram það sem nauðsynlegt er til að eyða súr- efni vatnsins getur í sumum tilvik- um stöðvað ofnatæringu. Árið 1985 er fyrst tilkynnt um tærða ofna í Kefiavík. í Kefiavík hafa verið gerðar miklar mælingar á súrefni í hitaveituvatni við inn- tak og frárennsli húsa. Súrefni í vatni hefur hvergi mælst við inn- tak húsa. Orsakir ofnatæringar- innar hefur í mörgum tilvikum mátt rekja til gerð og frágangs hús- kerfanna sjálfra, en í öðrum tilvik- um hefur engin skýring fundist. Á nokkrum stöðum á Kefiavík- urfiugvelli hafa orðið tæringa- skemmdir á bakrennslislögnum Hitaveitunnar. Súrefnismælingar við inntak og frárennsli bygginga á þessum svæðum hafa ótvírætt sýnt súrefnisinnstreymi í húskerfunum sjálfum. Tæring málmhluta í hitaveitu- vatni er mjög flókið fyrirbrigði og háð mörgum þáttum svo sem: efni hlutarins, gerð hans og smíðaað- ferð, hitastigi vatnsins, sýrustigi, súrefnismagni og efnainnihaldi þess. Tæringin er einnig háð því með hvaða hætti vatnið streymir um hlutinn og þar með straum hraðanum. Tæring er margskonar, en sú tæring sem mest ber á í hitaveitum er jöfntæring þar sem yfirborð hluta tærist allt nokkuð jafn hratt, pyttatæring þar sem tæringin er mjög staðbundin og myndar gróp- ir sem síðar verða að götum, ör- smáum. í þessar grópir safnast óhreinindi og að sest kyrrstætt og mjög tærandi vatn. Að lokum er svo glufutæring, þar sem tæring kemur fram í þröngum glufum sem eru um og innan við einn millimetra að vídd. í þessum gluf- um er kyrrstætt vatn sem dregur til sín óhreinindi og verður mjög tær- andi. Tæring í ofnum er fyrst og fremst glufu og pyttatæring. Af þeim sökum hversu fiókin og margslungin tæringin er þá er mjög erfitt að koma við stöðugum mælingum sem gefa sanna og trú- verðuga mynd af tæringarmætti vatnsins. Það eru einungis örfá fyrirtæki i heiminum sem fram- leiða tæringarmælibúnað, sem gefa á vísbendingu um ofnatær- ingu. Það eru einungis örfáar hita- veitur í Evrópu sem reynt hafa og stunda þessar mælingar. Hitaveit- an hefur nú um nokkurra ára s keið framkvæmt umræddar tæringa- mælingar og tekur jafnframt þátt í norrænu samstarfi um prófun á tæringaskynjurum, sem eiga að gefa til kynna tæringahraða í ofn- um og ofnglufum. Mælinganiður- stöður hafa ekki verið einhlítar og því ekki ennþá á mælingarnar að treysta. Árið 1988 var leitað til rann- sóknarstofnunar í Kaupmanna- höfn (Korrosionscentralen), sem er sérhæfð í málmtæringu, til að fá úr því skorið hvort efnisgæði í tærðum stálofni voru næg og reyndist svo vera. Korrosions- centralium úrskurðaði tæringu ofnsins af völdum súrefnis. Staðlar og vinnureglur erlendis frá leyfa mun meira súrefni í vatni en okkar revnslasegir til um. Hita- veitan hefur nú um árabil gert þá kröfu til heitaveituvatnsins að það sé súrefnislaust með öllu. Þrátt fyrir þessa ströngu kröfu tærast ofnar og hefur engin einhlít skýr- ing enn fundist á tæringunni. Reynsla erlendis frá, tæringar- fræðin svo og úrskurður Korro- sionscentralsins í Kaupmanna- höfn hafa sagt tæringuna vera af völdum súrefnis. íblöndun súrefn- iseyðandi efnis þ.e. natríum súl- fits hefur ekki stöðvað ofnatæring- una og hefur því verið leitað ann- ara skýringa. Ein hugsanleg skýr- ing á tæringarmætti hitaveitu- vatnsins er klóríðinnihald þess samfara helst til lágu sýrustigi þess við hitastigið 60-80°C. Til þess að ganga endanlega úr skugga um hvort ofnar séu að tær- ast af völdum súrefnis í vatninu þá hefur miðlunargeymirinn fyrir Grindavík verið tekinn úr notkun til að koma í veg fyrir súrefnisupp- töku í honum. Hitaveituvatnið, sem nú fer til Grindavíkur, er sannanlega súrefnislaust með öllu og mun svo verða fram á sumarið 1989. Samfara þessum aðgerðum er fylgst með tæringu ofna í Grindavík af gaumgæfni. Það skal tekið fram hér að í að- veitu og dreifikerfi Hitaveitunnar hefur einungis orðið vart við mjög væga jafna tæringu og hefur veitu- kerfið aldrei bilað vegna tæringar af völdum hitaveituvatnsins. A þeim stöðum þar sem Hita- veitan hefur átt þess kost að at- huga rör að og frá ofnum hefur það sýnt sig að rör eru lítið tærð og ekki er vitað um hitaveiturör sem á hefur komið tæringargat. Reynsla frá öðrum hitaveitum á landinu sýnir einnig að vissar gerð- ir ofna standast betur tæringu en aðrar og eru einnig vísbendingar um þetta hér á Suðurnesjum. Til marks um það hversu marg- slungnir þessir ofnskaðar eru þá er þess getið hér að dæmi er um tvö nánast jafngömul hús er standa í sömu götu og því næst hlið við hlið þ.e.a.s. hitaveituvatnið er við sama hitastig þegar það kemur inn í hús- in. í öðru þessara húsa hefur engin ofn tærst en í hinu nokkrir og eru ofnar sömu gerða í báðum þessum húsum að því best er vitað. Sem áður sagði er tæring í ofnum mjög háð efnisvali, efnis- þykkt, framleiðsluaðferð og hönn- un ofna m.t.t. steymis, glufa o.fl. NIÐURLAG: Sem kunnugt er þá er hitaveitu- vatnið ferskvatn úr hraunum Lágasvæðis sem hitað hefur verið upp og soðið til að losa það við súr- efni og aðrar lofttegundir. Súrefni kemst síðan í hitaveituvatnið í miðlunargeymum en því er eytt með íblöndun natríum súlfits. Efnasamsetningu vatnsins sem er neysluvatn verður ekki breytt, því nær öll efnaíblöndun er bönnuð. Af framansögðu má ljóst vera að Hitaveitan getur ekki ábyrgst að hitaveituvatnið tæri ekki lagnir, ofna og ofnhluta eða önnur efni og hluti er koma í snertingu við hita- veituvatnið. Tæring ofna í hitaveitum hér- lendis og erlendis er staðreynd og hjá henni verður seint komist. Af þessum sökum hafa hitaveitur ekki séð sér fært að ábyrgjast að hitaveituvatn tæri ekki. Þessu til skýringar skal þess get- ið hér að tæringar stálofna hefur orðið vart í a.m.k. 14 hitaveitum á landinu og hefur engin þessara hitaveitna bætt notendum ofn- skaða. Frá Danmörku segir Danska Hitaveitusambandið sömu sögu þ.e.a.s. hitaveitur í Danmörku greiða notendum ekki ofnatjón. Árið 1977 skemmdust um 60.000 ofnar í Danmörku af völdum tæringar. Hér á landi hafa einungis tvær hitaveitur svo vitað sé, þ.e.a.s. á Akureyri og á Suður- nesjum, bætt notendum að hluta ofnskaða. Hjá báðum þessum veit- um komu upp tímabundnarrekstr- araðstæður sem vitað var um eða sjá mátti fyrir, sem olli tæringu ofna og ofnkerfa notenda. Að lokum skal þess getið að Hitaveitan mun kanna umfang og útbreiðslu ofnaskemmda á öllu veitusvæði sínu svo fá megi sem gleggsta mynd af vandanum og freista þess að finna lausn þessa margþætta, fiókna og tilfinnan- Albert Álbertsson (t.v.) ásamt fyrr- verandi iðnaðarráðherra, Eriðrik Sophussyni. lega vandamáls. Pípulagningarmönnum ogsam- tökum þeirra verður á næstunni gerð grein fyrir allri vitneskju Hitaveitunnar um tæringarvanda- málið og leitað verður eftir víð- tæku samstarfi við pípulagningar- menn um lausn vandans. ATVINNA Annan vélstjóra vantar á 160 lesta skip sem er að hefja togveiðar. Upplýsingar í síma 11987. Virðingarfyllst, Albert Albertsson MESSUR Keflavíkurkirkja Skírdagur: Fermingarmessur kl. 10.30 og 14. Föstudagurinn langi: Lesmessa kl. 14. Laugardagur, 25. mars: Árnað heilla. Guðný Sigríður Magnús- dóttir og Hilmar Theódór Björg- vinsson, Háteigi 14, verða gefin saman í hjónaband kl. 16. Páskadagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 8 árdegis og kl. 14. Hátíðar- guðsþjónusta á sjúkrahúsinu kl. 10.30. Kór Kefiavíkurkirkju syng- ur. Organisti Örn Falkner. Sóknarprestur Útskálakirkja Föstudagurinn langi: Kvöldguðs- þjónusta kl. 20.30. Lesið verður úr Passíusálmum Hallgríms Péturs- sonar. Fermingarbörn sýna helgi- leikinn Hendur. Páskadagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 9.00 _f.h. Heitt verður á könn- unni í Utskálahúsinu að lokinni guðsþjónustu. Garðvangur: Helgistund verður kl. 13.30. Kirkjukór Hvalsneskirkju syngur. Organisti Jónína Guð- mundsdóttir. Ytri Njarðvíkurkirkja SKÍRDAGUR: Fermingarguðsþjónusta kl. 10.30. Altarisganga. Organisti Gróa Hreinsdóttir. FÖSTUDAGURINN LANGI: Sameiginleg messa kl. 14 fyrir Innri og Ytri Njarðvíkursóknir. Lesið úr píslarsögunni. Tignun krossins. Kirkjukórar sóknanna syngja undir stjórn organistanna Steinars Guðmundssonar og Gróu Hreinsdóttur. Einsöng syngja Þorgerður Einarsdóttir og Guðmundur Sigurðsson. PÁSKADAGUR: Hátíðarguðsþjónusta kl. 8 árdegis, sameiginleg fyrir báðar sóknir. Kirkjukórar sóknanna syngja undir stjórn organistanna Stein- ars Guðmundssonar og Gróu Hreinsdóttur. Morgunkaffi eftir messu í safnaðarsal kirkjunnar. ANNAR í PÁSKUM: Fermingarguðsþjónusta kl. 10.30. Altarisganga. Kór Innri Njarðvík- urkirkju syngur undir stjórn Gróu Hreinsdóttur organista. Hjörtur Magni Jóhannsson KÍrkjllVOgskÍrkja Páskadagur: Hátíðarmessa kl. 11. Sóknarprestur Hvalsneskirkja Föstudagurinn langi: Guðsþjón- usta verður kl. 14.00. Lesið verður úr Passíusálmum Hallgríms Pét- urssonar. Fermingarbörn sýna helgileikinn Hendur. Páskadagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 11.00. Börn verða borin til skírnar. Hjörtur Magni Jóhannsson Grindavíkurkirkja Skírdagur: Messa kl. 20.30. Altar- isganga. Föstudagurinn langi: Messa kl. 14 (án prédikunar). Lesið úr Píslar- sögunni og Passíusálmunum. Páskadagur: Hátíðarmessa kl. 8 árdegis. Kaffi og súkkulaði í safn- aðarheimilinu að messu lokinni. Sóknarprestur

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.