Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.03.1989, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 21.03.1989, Blaðsíða 14
\>iKun 14 Þriðjudagur 21. mars 1989 (tam Opnunartími yfÍY páskahátíðina SKIRDAGUR: LOKAÐ FÖSTUDAGUR: LOKAÐ LAUGARDAGUR: OPIÐ 11-22 PÁSKADAGUR: LOKAÐ / / 2. I PASKUM OPIÐ 11-22 Gleðilega páska! Afleysinga- manneskja Afleysingamanneskja óskast tímabundið til starfa við Tjarnarsel í Keflavík. Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 12670. Eldri umsóknir óskast staðfestar. Félagsmálastjóri Oddur Einarsson, stjórnarformaður Vatnsveitu Suðurnesja: Ályktanir út f bláinn Vegna frétta í blaðinu Reykjanesi í síðustu viku óska ég eftir að þér, ritstjóri góður, birtið fyrir mig í næsta tölu- blaði eftirfarandi. Öllum Suðurnesjamönnum er kunnugt um tilurð Vatns- veitu Suðurnesja og ástæður hennar. Eftir að mikið magn af olíu fór niður úr tanki varnar- liðsins var hafin allsherjar út- tekt á grunnvatnsmálum hér í Keflavík og Njarðvík. Rann- sóknir leiddu í Ijós að grunn- vatnið er mengað og mikil hætta í því fólgin að hafa vatnsból fyrir tíu þúsund manna byggð við slíkar að- stæður þótt mengunin sé enn langt frá hættumörkum. Utan- ríkisráðuneytið skipaði strax starfshóp til að hafa yfirum- sjón með þessum rannsóknum og gera tillögur um úrbætur. Þessi starfshópur starfaði mjög mikið, hélt fjölda funda og hafði hóp sérfræðinga í vinnu um rúmlega eins árs skeið við rannsóknir og síðan við hönnun nýrrar vatnsveitu. Þetta kostaði mikið fé sem varnarliðið og íslenska ríkið Smiðir, húsbyggjendur og fleiri Nú gefst kostur á aðgangi að vélum og verkstæði til tímabundinna verka, stórra og smárra. Hægt er að fá sérsmíðaða glugga, lausafög og hvers konar útihurðir, vinnslu á efni í þakbrúnir, sólskýli, girðingar og fleira. Þarf að dytta að húsgögnum, lagfæra þetta eða hitt, en vantar að- stöðu? Athugaðu málið. Þeir sem hafa hug á að byggja sumarhús, garðhús, vinnuskúra eða eitthvað slíkt til flutnings, geta fengið að- stöðu og aðstoð með aðgangi að vélum og verkstæði. Kynnið ykkur aðstöðuna, og semjið ef henta þykir, á Iðavöllum 12A. A.J. F ermingarskey ti KFUM og KFUK Skeytasalan í Keflavík verður í KFUM og K húsinu, Hátúni 36, fermingardagana, eins og undanfarin ár. Húsið verður opið frá kl. 10-19 alla dagana. Fermingarbörn, sem ekki verða heima á fermingardaginn, góðfúslega láti vita í KFUM og K húsið, hvert senda á skeyti þeirra. Fjölbreytt úrval skeytaeyðublaða er í boði. Til hagræðis er boðin símaþjónusta í síma 14590 milli kl. 11 og 16. Við vonumst eftir að bæjarbúar styrki starf okkar meðal æskunnar og kaupi skeytin hjá okkur. KFUM OG KFUK Oddur Einarsson hafa greitt að fullu. Af hálfu okkar Suðurnesjamanna sátu í þessum starfshópi auk mín þeir Magnús H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Heilbrigð- iseftirlits Suðurnesja og bæjar- stjórinn í Keflavík, fyrst Vil- hjálmur Ketilsson og síðan Guðfinnur Sigurvinsson. Niðurstaða þessarar vinnu varð ljós skömmu fyrirsíðustu jól og í framhaldi af því hófst undirbúningur á tvennum víg- stöðvum. Utanríkisráðuneytið hóf undirbúning að samninga- viðræðum við fulltrúa banda- rískra yfirvalda um að þau greiddu að fullu byggingar- kostnað hinnar nýju vatns- veitu og bættu með því fyrir þann skaða sem hlotist hefur af starfsemi varnarliðsins. Hér heima hófst hins vegar undirbúningur að stofnun fyr- irtækis sem gæti tekið við því verkefni að byggja vatnsveit- una, en byggingarkostnaður hennar er í dag áætlaður á fjórða hundrað milljóna króna. Vegna hinnar viðvar- andi mengunar þótti og þykir enn með öllu ófært annað en að veitan verði byggð næsta sumar og komist í gagnið fyrir næstu áramót. Þess vegna ersá tími sem til stefnu er svo skammur að hver dagur getur skipt sköpum um það hvort þessi tímaáætlun stenst. Und- irbúningi hér heima hefur ver- ið hraðað svo sem kostur er til að fyrirtækið gæti farið að semja við hönnunaraðila og panta efni, en afgreiðslufrest- ur á efni er einn af mest tak- markandi þáttum í málinu. Fyrstu drög að stofnsamn- ingi sameignarfélags milli Keflavíkur og Njarðvíkur urðu til í nóvemberlok á síð- asta ári. Þau drög gerðu ráð fyrir að félaginu yrði í fyrstu skipuð eins konar bráða- birgðaframkvæmdastjórn sem hefði það meginmarkmið að hafaumsjón meðframkvæmd- um við veituna og í henni sætu bæjarstjórarnir og bæjarverk- fræðingarnir í Keflavík og Njarðvík auk oddamanns. Þessi drög tóku nokkrum breytingum frá því þau fyrst sáu dagsins ljós og þangað til í lok janúar s.l., en ákvæðið um skipan bráðabirgðafram- kvæmdastjórnar var óbreytt og engin athugasemd við það gerð í bæjarstjórn Njarðvíkur. Þá kom hins vegar í ljós að bæjarstjórn Keflavíkur hafði athugasemdir við ákvæðið og óskaði eftir að í samningnum yrði ekki ákveðið hverjir sætu í þessari stjórn en bæjarstjór- þessari stjórn en bæjarstjórn- irnar tilnefndu í hana. Þessi at- hugasemd frá bæjarstjórn Keflavíkur kom eftir að bæjar- stjórn Njarðvíkur hafði sam- þykkt drögin fyrir sitt leyti og falið bæjarráði endanlegan frágang málsins. Því er full- Ijóst að bæjarráð Njarðvíkur hafði fullt umboð frá bæjar- stjórn til að ganga frá samn- ingi þessum. í bæjarráði var enginn ágreiningur um hið breytta ákvæði um stjórnar- skipan og ekki heldur um til- nefningu bæjarstjóra og for- manns bæjarráðs í stjórnina. Staðfestingar bæjarstjórnar var því ekki þörf hvorki á samningnum sjálfum né á til- nefningu í stjórnina þar eð bæjarráð hafði umboð til að ganga frá samningnum og bæði um hann og um tilnefn- ingu í stjórnina var alger ein- hugur í bæjarráði. Ályktanir blaðsins Reykja- ness um meint umboðsleysi stjórnarmanna eru því út í loftið og umræða þess um hlut- fallskosningar á alls ekki við því ósk um hlutfallskosningu kom ekki fram fyrr en löngu eftir að búið var að afgreiða málið endanlega með fullu samkomulagi við fulltrúa minnihlutans. Oddur Einarsson, stjórnarformaður V.S. Skuldir Knattspyrnuráðs ÍBK: Hækka um hundruð þúsunda á mánuði Skilanefnd IBK hefur ósk- að eftir bæjarábyrgð vegna skulda knattspyrnuráðs. Hef- ur bæjarstjórn Keflavíkur hafnað erindi þessu. Er málið var þar til afgreiðslu sátu þau Drífa Sigfúsdóttir og Magnús Haraldsson hjá. Á fundi bæjarstjórnar Keflavíkur, undir umræðu um fundargerð íþróttaráðs, kom fram að skuldabaggi knatt- spyrnuráðs ÍBK hækkar um 200-300 þúsund krónur á mánuði vegna vaxtakostnað- ar.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.