Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.03.1989, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 21.03.1989, Blaðsíða 1
Vúam Þjóturinn fékk samviskubit: Grindavík: Tilraunaeldi á sæsnigli gefur góða raun I tilraunastöð Hafrann- sóknarstofnunar í Grindavík hefur að undanförnu staðið yf- ir tilraunaeldi á sæsniglum í samráði við tvo Bandaríkja- menn. Sæsnigill þessi er lítið dýr sem kann best við sig í skyggðu umhverfi og er nefnt sæeyra. Er það aðeins um 150 grömm að þyngd og nærist á þara. Þarf 1Ó kg af þara til að búa til 1 kíló af sæeyrum. Er hér um mjög verðmæta framleiðslu að ræða og er talið að fyrir hvert dýr megi fá um tvo bandaríkjadali. Banda- ríkjamennirnir, sem hér hafa verið vegna eldisins, eru yfir sig hrifnir af niðurstöðum rannsóknarinnar hér, að því er fram kom í fréttum Stöðvar 2 nú nýverið. Hér vex dýrið bet- ur en í stöð þeirra í Kaliforníu. Nú er því allt útlit fyrir að Bandaríkjamennirnir stofni með íslenskum fyrirtækjum stóra eldisstöð hér á landi og hefji framleiðslu á dýrunum til útflutnings. Hafa mörg sterk fyrirtæki sýnt málinu mikinn áhuga varðandi þátttöku í slíkum rekstri. Komu fulltrú- ar um 40 fyrirtækja á fund með Bandaríkjamönnunum tveim- ur, sem haldinn var í síðustu viku. Hefur verið rætt um að koma á stofn eldisstöð sem framleiði um milljón dýr á mánuði eða 12 milljónirdýraá ári, sem gæfi um 1200 milljón- ir króna á ársgrundvelli, að því er fram kom í umræddum fréttatíma. Hitaveitan: Skaðabóta- skyldu hafnað Stjórn Hitaveitu Suður- nesja hefur tekið þá ákvörð- un að hafna óskum húseig- enda um greiðslu á tjóni vegna tæringar í miðstöðvar- ofnum. En eins og fram kom í síðasta tölublaði hefur fjöldi húseigenda skrifað undir þá ósk að Hitaveitan gerist ábyrg fyrir tjóni þessu og þar af sendu nokkrir þeirra reikninga til stuðnings máli sínu. . A síðu 15 í blaðinu í dag birtist greinargerð frá Al- berti Albertssyni, fram- kvæmdastjóra tæknisviðs hjá Hitaveitu Suðurnesja, þar sem hann gerir grein fyrir stöðu málsins af hálfu fyrirtækisins og hvers vegna skaðabótaskyldu er hafnað. Skilaði þýfinu Þjófurinn sem braust inn í nýbyggingu Kaupfélags Suð- urnesja í Grindavík nýverið, og við greindum frá fyrir skömmu, hefur greinilega fengið samviskubit vegna gerða sinna, því kl. fimm að- faranótt síðasta laugardags, þegar lögregluþjónar á lög- reglustöðinni í Grindavík voru að fara í eftirlitsferð, fundu þeir pakka utan við lögreglustöðina, sem í voru verkfæri þau er tekin höfðu verið úr nýbyggingunni. Að sögn Sigurðar Ágústs- sonar, aðalvarðstjóra, þá skildi þjófurinn einnig eftir bréf þar sem hann lýsti því yfir að eftir lestur fréttarinn- ar í Víkurfréttum, þá hefði hann iðrast gjörða sinna og vildi að birt yrði í blaðinu hvað af þýfinu vantaði, svo hann gæti sent greiðslu fyrir því. Sagði Sigurður að aðeins nokkrar kýttistúpur vantaði af þýfinu, annars væri allt annað komið til skila. Fengu páskaegg og sparibauka Börnin á leikskólanum Gimli í Njarðvík fengu sann- arlega óvæntan glaðning í síðustu viku, þegar Unnar Ragnarsson í Fíabúð kom í heimsókn og færði börnun- um páskaegg að gjöf. Einnig kom Þórarinn Eyþórsson, bankastjóri Landsbanka ís- lands í Leifsstöð, og færði börnunum sparibauka með Tinna, Tobba og Kolbeini kapteini að gjöf. Er það orðinn árlegur við- burður hjá Unnari að fara á leikskólana í Njarðvik og færa börnunum páskaegg, sem þau kunna svo sannar- lega að meta, enda sungu börnin þakkarsöng fyrir þá Unnar og Þórarinn í kveðju- skyni í síðustu viku. Kaup SBK á „Steindóri" undirrituð Búið er að skrifa undir kaup Sérleyfisbifreiða Kefla- víkur á fyrirtæki Steindórs Sigurðssonar. Gerðist það á mánudag og var skrifað und- ir með fyrirvara um sam- þykki bæjarstjórnar Kefla- víkur. Mun Steindór afhenda bílafiota sinn með viðhöfn á sjálfan afmælisdag Keflavík- ur þann 1. apríl. En einnig er gert ráð fyrir því í samningn- um að hann starfi hjá SBK sjálfur fram til 1. júlí nk. Lagning hitaveituæðar til Leifsstöðvar: FRAMKVÆMDIR HAFNAR Hafnar eru framkvæmdir við lagningu hitaveituæðar til fiugstöðvarsvæðisins frá Fitjum. Mun með tilkomu æðar þessarar verða mikil bót fyrir Leifsstöð og næsta nágrenni hennar. Hófust framkvæmdirnar með form- legum hætti kl. 11 að morgni síðasta iaugardags. Viðstaddir voru Júlíus Jónsson, framkvæmdastjóri' fjármálasviðs, Björn Stef- ánsson, skrifstofustjóri, og Finnbogi Björnsson, stjórn- arformaður, af hálfu hita- veitunnar, Guðmundur Björnsson frá Verkfræði- stofu Suðurnesja og fulltrúi verktaka, en verkið er í höndum verk^akafyrirtækis- ins Gunnars og Guðmundar s.f. Að sögn Júlíusar Jónsson- ar hljóðar tilboð verktakans upp á tæpar 20 milljónir króna. Miðast tímalengd við að þann 15. júlí ísumarverði vatni hleypt á og öllum frá- gangi verði lokið 15. ágúst. Umræddur verktaki var á sínum tíma með þeim stór- tækustu er hitaveitan var lögð um Suðurnesjasvæðið. Frá upphafi framkvæmdanna á Fitjum. Ljósm.: epj.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.