Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.03.1989, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 21.03.1989, Blaðsíða 18
viKun 18 Þriðjudagur 21. mars 1989 lljörg hampar íslandsbikarnum. Meistaralið I15K. Ljósmyndir: mad. „Ætlum að vinna bikarinn lfka“ - Glæsilegur sigur kvennaliðs ÍBK í 1. deild körfuboltans „Við ætlum okkur að vinna bikarinn líka“ sögðu þær Anna María Sveinsdóttir og Björg Hafsteinsdóttir, þegar þær hömpuðu Islandsmeist- arabikarnum, sem þær fengu íslandsmeistarar 4. II. ÍBK á- samt þjláfara sínum, Frey Sverrissyni. í minni myndinni er Sunna Sigurðardóttir með Islandsbikarinn, sæl og glöð. Ljósm.: pkct. 25 ára langri bið lokið 4 4. flokkur ÍBK fslands- meistari í handbolta afhentan í leikhléi hjá ÍBK og KR í Keflavík á laugardag. Þær eru tvejr af burðarásum kvennaliðs IBK í körfubolta, sem sigraði annað árið í röð í 1. deild kvenna. „Þetta hefur gengið vel í vetur. Við töpuð- um aðeins tveimur leikjum en deildin var ekki eins jöfn nú og í fyrra. Það sem háir okkur helst er aðstöðuleysi. Við höf- um aðeins æft l-2svar í viku í allan vetur en þetta lagast vonandi með nýja salnum“ jft^. _ 1 I® I €« Þær grétu gleðitárum, stúlk- urnar í 4. flokki ÍBK í hand- bolta, þegar þær höfðu tryggt sér íslandsmeistaratitilinn eft- ir sigur á Breiðabliki i úrslita- leiknum, sem fram fór í Kefla- vík á sunnudag. Ekki dugði venjulegur leiktimi því þá höfðu bæði lið skorað 6 mörk en Blikastúlkurnarsýndu mik- ið harðfylgi með því að skora þrjú síðustu mörkin. En Keflavíkurstúlkurnar voru ákveðnari í framlenging- unni þrátt fyrir að UBK hafi skorað fyrsta markið og skor- uðu 3 mörk gegn 2 og sigruðu því samanlagt 9:8. „Það er erfiðara að vera þjálfari i svona spennuleikj- um“ sagði Freyr Sverrisson, þjálfari stúlknanna, í leikslok og var að vonum kampakátur. Hann hefur einnig þjálfað þær í knattspyrnu, þar sem þær sögðu þær stöilur að lokum en þess má einnig geta að ÍBK Íiðið er það yngsta í 1. deild- inni með meðalaldur 17-18 ár. Þannig að Keflvíkingar þurfa ekki að kvíða framtíðinni. hafa tvívegis orðið íslands- meistarar. Þær Asdís Þorgils- dóttir og Sunna Sigurðardótt- ir markvörður voru bestar í góðu ÍBK-liði i úrslitakeppn- inni, sem fram fór í Keflavík um s.l. helgi. Þar unnu Kefla- víkurstúlkurnar alla sína leiki nokku örugglega. Fyrst lögðu þær ÍBV 8:7, því næst ÍR 13:6, KR unnu þær 7:2, Selfoss 8:6 og síðan UBK 9:8, eins og áður er getið. 1 úrslitaleiknum áttu jutUt Ásamótið í snóker: Stærsta snókermót sem haldið hefur verið hér á landi Laugardaginn 25. þ.m. fer fram umfangsmesta snóker- mót sem haldið hefur verið hér á landi, „Asamótið í snóker“. Verður mótið haldið samtímis um allt land og það á 24 stof- um af þeirn 28 sem á landinu eru. Fyrirkomulag mótsins er útsláttur og eru spilaðir „þrír rammar", þ.e.a.s. sá vinnur sem er fyrr til að vinna 2 ramma. Þeir 24 spilarar sem vinna hver sitt heimamót munu síðan leiða saman hesta sína á Knattborðsstofu Suður- nesja í Keflavík laugardaginn 1. apríl kl. 10:00. Þar verður mótinu síðan haldið áfram þar til tveir menn standa eftir og munu þeir að lokum leika til úrslita í beinni sjónvarpsút- sendirtgu RUV laugardaginn 8. apríl. Reikna má með að um 20 spilarar taki þátt í undanrás- um mótsins á þeim stofum sem taka þátt, en það þýðir að heildarfjöldi keppenda gæti orðið um 480 manns, sem er að sjálfsögðu algjört met. Þátt- tökugjaid í mótið er kr. 1500 fyrir fullorðna en kr. 1000 fyr- ir unglinga 16 ára og yngri, og rennur sú upphæð óskipt til SÁÁ. Skorað er á alla sem áhuga hafa á íþróttinni að vera nú með, þar sem um mjög góðan málstað er að ræða. Jafnvel geta þeir sem vilja leggja góðu máli lið skráð sig í mótið án þess að spila með, og rennur þá þeirra styrkur til SÁÁ. Frest- ur til að skrá sig til þátttöku rennur út kl. 22:00 fimmtu- daginn 23. þ.m. þær Ásdís og Sunna sannkall- aðan glansleik, þó svo að Ás- dís hafi verið tekin úr umferð megnið af leiktímanum. Sunna lokaði nánast markinu í seinni hálfleik og varði víti á örlagastundu. Þessi Islandsmeistaratitill er sá fyrsti í 25 ársem Keflvíking- ar eignast í handbolta og er óhætt að segja að það hafi ver- ið kominn tími til. BIKARKEPPNI HSÍ -16 LIÐA ÚRSLIT M.FL. KARLA: gegn íslands- og bikarmeisturum VALS fimmtudaginn 23. mars (skírdag) kl. 17.00 í íþróttahúsi Keflavíkur. Keflvíkingar - Suðurnesjamenn! Komið og hvetjið ykkar menn gegn landsliðsmönnum VALS. Sparisjóðurinn í Keflavík - fyrir þig og þína

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.