Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.03.1989, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 21.03.1989, Blaðsíða 7
muK jutUi Þriðjudagur 21. mars 1989 Hertar innheimtuaðgerðir Gjaldheimtu Suðurnesja: Fyrirtæki innsigluð vegna vanskila Tvö fyrirtæki í Keflavík voru innsigluð af fulltrúa lögreglustjórans í Keflavík á fimmtudag. Var þetta gert að kröfu Gjaldheimtu Suður- nesja vegna þess að viðkom- andi fyrirtæki skulduðu orð- ið meira en eina milljón í staðgreiðslugjöld. Þau fyrirtæki, sem innsigl- að var hjá og öllum starfs- mönnum vísað út, voru Dráttarbraut Keílavíkur og Utvegsmiðstöðin. Nokkur önnur fyrirtæki fengu einnig slíka heimsókn en tókst að semja um skuldina eða greiða hana á annan hátt og sluppu þar með með skrekk- inn. Að sögn Asgeirs Jónsson- ar gjaldheimtustjóra var Innsigluð úti- hurð í Útvegs- miðstöðinni á föstudagsmorg- un. A minni myndinni sést hver^ig innsigl- unarinerkin líta út. Ljósm.: hbb. byrjað á slíkum aðgerðum í Keflavík en síðan var farið í hin byggðarlögin og þessu beitt við þau fyrirtæki sem skulda meira en eina milljón staðgreiðslugjöld. A næst- unni verður beitt slíkum að- gerðum á fyrirtæki sem skulda lægri upphæðir. Varðandi Dráttarbraut- ina, þá hófust þessar aðgerð- ir þar um kl. 10 að morgni en áður en þeim degi var lokið höfðu samningar tekist milli aðila og því gat eðlileg starf- semi hafist þar á ný að morgni föstudags. Þrír nýirlögreglu- bílar á leiðinni Lögreglubílafloti Suður- nesja mun styrkjast mikið á þessu ári, því von er á þrem- ur nýjum lögreglubílum til lögregluembættisins í Kefla- vík, Njarðvík, Grindavík og Gullbringusýslu. Er búið að ganga frá pöntun á bílunum, en óvíst er hvenær þeir muni koma. Að sögn Þóris Marons- sonar, yfirlögregluþjóns, er hér um að ræða nýja bifreið af Volvo gerð í stað þeirrar sem fyrir er; BMW, sem mun koma í stað Mözdunnar og nýr Ford Econoline, sem ætlaður er lögreglunni í Grindavík. Sigurður Agústsson, aðal- varðstjóri Grindavíkurlög- reglunnar, sagði að stærri bifreið þeirra væri orðin nokkuð lúin eftir níu ára notkun. Væri bilanatíðnin mikil og mikill rekstrar- kostnaður og því myndi nýr bíll koma sér vel, eða eins og Sigurður sagði að lokum: ,,Við erum með lífíð í lúkun- um yfir því hvenær bíllinn hrynur endanlega.“ Allt í páskamatinn Fermingargjafir í úrvali OPIÐ SEM HÉR SEGIR: Miðvikudag 22. mars kl. 10-20 Laugardag 25. mars kl. 10-14 Gleðilega páska! FRÁBÆRIR STEFFENS JOGGING- og KRUMP- GALLAR í NEON-LITUM. Stærðir: 1-16. ATHs Opið skírdag, laugardag og 2. í pásk- um frá kl. 10-23. MSm LL Sandgerði Munið fermingarskeyti Víkverja Sölustaður að Holtsgötu 58 - Opið skírdag og 2. apríl kl. 10-18 og 2. í páskum kl. 10-16. Nú er hægt að hringja og greiða með visa og euro. Skátafélagið Víkverjar, Njarðvík Lfkamsrækt ÖNNU LEll og BRÓA NÝTT NÁMSKEIÐ HEFST 29. MARS Það verður rosa gaman - dúndur stuð og allir í sólskinsskapi Hinn eldhressi MARK WILSON verður gestakenn- ari hjá okkur 6. maí. Arshátíð verður í apríl. Allir mœta í furðufötum og með hatt! Sjáumst hress, bless! - Anna Lea, Auður og Brói. Til hamingju, Elva Hrund!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.