Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.03.1989, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 21.03.1989, Blaðsíða 19
mMíuw, Þriðjudagur 21. mars 1989 19 Risapottar í getraunum og lottó „Það var mikið um síðustu helgi en það má búast við mik- illi þátttöku fyrir næsta laug- ardag, því nú ergetraunapott- urinn fjórfaldur og lottópott- urinn þrefaldur. Þetta verða vinningar samtals á annan tug milljóna, svo til mikils er að vera með“, sagði Gunnar Valdimarsson, getrauna- og lottóstjóri ÍBK, en félagið er eins og kunnugt er komið með tölvukassa í íþróttavallarhús- inu við Hringbraut i Keflavík. Þeir Keflvíkingar eru með mjög góða aðstöðu í íþrótta- vallarhúsinu og allar helstu upplýsingar, auk þess sem þeir veita aðstoð I getraunaspek- inni. Sigurður Magnússon er nú svo gott sem búinn að tryggjá sér sæti í úrslitum eft- ir sigur á Gísla Eiríkssyni. Siggi fékk 4 rétta en Gísli 3. Næsti andstæðingur Sigurð- ar er Björn Bjamason, lög- reglumaður úr Njarðvíkum. Björn er mikill Arsenal-að- dáandi en það er einmitt fall- byssuliðið frá Lundúnum sem verður í sjónvarpsleikn- um á laugardaginn kemur. Staðan á toppnum er þannig að Júlíus Baldvins- son er efstur með 7 skipti, Jón Halldórsson og Sigurð- ur Magnússon eru með 4 skipti, ogSigurðuráallavega eftir að bæta við sig einu, og fjórði er bróðir Sigurðar, Gunnar Magnússon. Það stefnir því í háifgerð „Garð-úrslit“ því þrír fyrr- nefndra eru Garðmenn þó einn þeirra, Gunnar, sé reyndar keflvískur Garð- maður. Jón Halidórsson var einnig á joppnum í fyrra, varð þá getraunaspekingur ásamt enn einum Garð- manninum, Gísla Heiðars- syni. Þetta er ótrúleg get- raunaspeki hjá Garðmönn- um og auðvitað Jóni einum og sér líka. S. B. Aston Villa-Wcst Ham 1 1 Charlton-Coventry 1 2 Derby-Nott.For. 1 2 Kverton-Millvvall 2 1 Man.Utd.-Luton 1 X Sheff.Wed.-Q.P.R. j 1 1 Southampton-Arsenal 2 2 Wimbledon-Middlesbro X 1 Chelsea-Bournemouth 1 1 Stoke-Barnsley 1 X Sunderland-Ipswich X 1 Svvindon-W.B.A. 1 X 1. deildarmeistarar Reynis i körfu ásamt þjálfara sínum, Jónasi Jóhannessyni. Reynir 1. deildarmeistari í körfu &0= Sigurður Björn Sigurður í úrslitin Sandgerðingar unnu glæsi- legan sigur i 1. deild Islands- mótsins í körfuknattleik. Þeir töpuðu aðeins einum leik í all- an vetur og á laugardag léku þeir síðasta leikinn á þessu tímabili og sigruðu þá Borg- nesinga 70:64. Að leik loknum var Sand- gerðingum afhent sigurlaunin, en það þurftu þeir reyndar að gera sjálfir, því enginn fulltrúi frá Körluknattleikssamband- inu kom til þess. Sandgerðing- ar voru að vonum óhressir með það og sögðu að fram- koma KKI gagnvart neðri deildunum væri til skammar. Sandgerðingar leika því á næsta ári í úrvalsdeild og verð- ur fróðlegt að sjá hvernig þeir spjara sig þar. Jónas Jóhannsson afhendir fyrirliða og aðal driffjöður körfuknatt- leiksdeildarinnar, Sveini Gíslasyni, blóm fyrir góða frammistöðu m.a. í endurreisn deildarinnar. OPNUNARTÍMI verslana Kaupfélags Suðurnesja yfir páskana: SPARKAUP: Miðvikudagur ... kl. 9-20.45 Skírdagur........ kl. 10-20.45 Laugardagur .... kl. 10-20.45 2. i páskum .... kl. 10-18.30 FAXABRAUT 27: Miðvikudagur ... kl. 9-18.00 Skírdagur....... kl. 9-20.45 Laugardagur ...... kl. 10-20.45 2. í páskum .... kl. 10-18.45 SANDGERÐI, GARÐUR, VOGAR: Miðvikudag ..... kl. 9-18.00 Laugardagur .... kl. 10-12.30 r Oskum Suðurnesjamönnum GLEÐILEGRA PÁSKA! Dúndurdansleikur annað kvöld á Glóðinni Rokksveit Rúnars Júlíussonar leikur fyrir dansi frá kl. 23-03. - Mætum öll hress og kát. Handknattleiksráð ÍBK Kráarstemning í Vitanum Gltarinn á sínum stað í salnum. Matargestir - pantið borð tímanlega. 20 ára aldurs- takmark. Hittumst hress! OPIÐ: MIÐVIKUDAGSKVÖLD til kl. 03:00 FIMMTUDAGSKVÖLD til kl. 23:30 LAUGARDAGSKVÖLD til kl. 23:30 2. í PÁSKUM til kl. 01:00 Höfum opnað aftur á sunnudögum frá 11:30-21:00 - Opið alla virka daga frá 9:30-20:00 i -Lokað páskadag iíAVf'A/'Á

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.