Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.03.1989, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 21.03.1989, Blaðsíða 2
 2 Þriðjudagur 21. mars 1989 Fjögur um- ferðarslys í síðustu viku barst lög- reglurtni í Keflavík fjórar til- kynningar, þar sem slys urðu á fólki í umferðaróhöppum. Meiðsli voru þó ekki alvar- leg en eignartjón á bifreiðum ávallt mjög mikið, Það fyrsta varð á þriðju- dag á gatnamótum Reykja- nesbrautar og Grindavíkur- vegar. Þar var þrennt llutt á sjúkrahús. Þá var aftursama dag harður árekstur á gatna- mótum Garðskagavegar og Sandgerðisvcgar. Ökuniað- ur annarar bifreiðarinnar var barnshafandi og því lluttur í öryggisskyni á sjúkrahús. Þá varð á föstudag þriggja bíla árekstur á Reykjanes- braut á móts við Ramma. Ökutnaður einnar bifreiðar- innar var lluttur ásjúkrahús. Síðar sama dag var aftur harður árckstur á Reykja- nesbraut skammt frá hinum en nú á gatnamótum Víkna- vegar (Njarðarbrautar). Þar var ökumaður annarar bif- reiðarinnar fluttur á sjúkra- hús. Stolið úrólæst- um bifreiöum, báti og sundmiðstöð Á miðvikudag í síðustu viku var brotist inn í Reyni GK 177, þar sem hann lá í Sandgerðishöfn. Var stolið úr bátnunt myndbandstæki og útvarpstæki. Aðfaranótt föstudagsins var farið inn í þrjár ólæstar bifreiðar og stolið úr þeint hljómtlutningstækjum. En nokkuð er um þaðaðeigend- ur bifreiða læsi þeim ekki og bjóði því heim slíkum þjófn- uðum. Brotist var inn í sundmið- stöðina í Sandgerði aðfara- nótt sunnudagsins. Nokkrar skemmdir voru unnar og um 4.700 krónurn stolið úr pen- ingakassa. Ágæt veiði Keflavíkur- báta Veiði hjá Keflavíkurbát- um var ájgæt í síðustu viku. Albert Olafsson var með 40,9 tonn eftir þrjá róðra og Barðinn átti góðan túr og landaði 21,7 tonni af góðum afla eftir einn róður. Happasæll var efstur með- al netabáta með 51,6 tonn eftir sex róðra, en næstur kom Geirfugl með 45,4 tonn eftir tvo róðra og þá kom Stafnes með 34,4 tonn eftir fimm róðra. Skagaröst land- aði 41 tonni afslægðum alla í síðustu viku. Ein loðnulöndun var í Njarðvík í síðustu viku, Harpa landaði 550 tonnurn til hrognatöku. Þetta málverk sem sýnir háta í Dráttarbraut Keflavíkur í forgrunn, var fyrsta verkið sem bærinn eign aðist. Það var Lionsklúbbur Keflavíkur sem gaf það á 25 ára afmæli bæjarins. Ljósmyndir: hbb 1IJ r ^ afÍbiiSílÍfÍíl II 4 'T"T» 1 « i iir^'ig Wjl . | I i| &oiZINHtah|^ SÆ 40 ára afmæli Keflavíkur: Fjölsótt listsýning í Fjölbraut Margt manna var viðstatt opnun listaverkasýningar Listasafnsnefndar Keflavík- ur á sunnudag, þar sem sýnt er úrval úr listaverkaeign Keflavíkurbæjar, sem telur á milli 70 og 80 verk. Auk þess sýna á listaverkasýning- unni 19 Keflvíkingar og er þetta jafnframt sölusýning. Myndverk eftir börn úr Myllubakkaskóla setja nokkurn svip á sýninguna en þar er að finna mörg glæsileg verk, meðal annars af bygg- ingum og hlutum í byggðar- laginu. Forseti bæjarstjórnar Keflavíkur, Anna Margrét Guðmundsdóttir, ávarpaði sýningargesti og setti sýning- una. Hlíf Káradóttir söng einsöng við undirleik Ragn- heiðar Skúladóttur og Gunnar Eyjólfsson leikari las úr bókmenntum. Þá var börnum úr Myllubakka- skóla veittar viðurkenning- ar fyrir myndverk sín á sýn- ingunni. Sýningin á listaverkunum verður opin til 26. mars en mun loka frá 27. til 31. mars og síðan verða opin á afmæl- isdaginn 1. apríl. Virka daga er sýningin opin frá 20-22 og um helgar frá 14-22. Anna Margrét Guðmundsdóttir, forseti bæjarstjórnar Keflavikur, ávarpaði gesti sýningarinnar og setti hana. I'jöldi gesta var viðstaddur opnun listsýningarinnar í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Eldur í Jöfri KE Eldur kom upp í rækjutog- aranum Jöfri KE 17 snemma á laugardagsmorgun þar sem hann var til viðgérðar í slippn- um í Reykjavík. Lagði mikinn reyk frá skipinu en er slökkvi- liðið í Reykjavík kom á vett- vang var eldur ekki mikill og gekk því greiðlega að ráða niðurlögum hans. Er talið að rekja megi elds- upptökin til þess að verið var aft logsjóða í kælivélarúminu og fyrir ntistök var logsuðu- tækinu beint að olíuröri. f Loðnu- veiðar á Breiðafirði Fyrsta loðnan, sem veiddist á þessari loðnuvertíð fyrir norðan Garðskaga, fékkst að- faranótt laugardagsins á Breiðaflrði, út af Öndverðar- nesi. Voru það þrír Suður- nesjabátar sem fylltu sig þar og lönduðu loðnunni í heima- höfnum. Voru þetta Grindavíkur- bátarnir Háberg og Sunnu- berg og Sandgerðisbáturinn Dagfari. Var loðna þessi í vinnsluhæfu ástandi og fór því hluti hennar í frystingu. Albert Alberts- son oddamað- ur stjórnar Vatnsveitunnar Albert Albertsson, fram- kvæmdastjóri tæknisviðs Hitaveitu Suðurncsja, hefur verið skipaður oddamaður í stjórn Vatnsveitu Suðurnesja s.f. Þá hefur stjórnin sam- þykkt að Oddur Einarsson verði formaður og Guðfinnur Siguninsson ritari. Einnig hafa komið upp hug- myndir um að fjölga stjórnar- mönnum úr 5 í 7. Nánar er fjallað um það i Molum og á bls. 14. Studeo- þjófnaðurinn upplýstur Um síðustu helgi upplýst- ist þjófnaður, sem framinn var í versluninni Studeo 19. febrúar s.l. Þar var stolið tveimur geislaspilurum og 15-20 geisladiskum. Erþýfið nú allt komið í ieitirnar en búið var að selja það út á land.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.