Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.03.1989, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 21.03.1989, Blaðsíða 20
mun jtiUii Þriðjudagur 21. mars 1989 AFGREIÐSLA BLAÐSINS er að Vallargötu 15 - Símar 14717, 15717. Tvær í öruggum vexti. Sparisjóðurinn - fyrir þig og þína Klárar Jón Kr. dæmið? - Þriðji leikur IBK og KR verður á miðvikudagskvöld í Keflavík „Við ætlum okkur að klára dæmið og vinna þriðja leikinn. Það fór ýmislegt úrskeiðis hjá okkur í kvöld en ég er bjartsýnn og við ætlum okkur ekkert annað en sigur“ sagði Jón Kr. Gíslason, þjálfari ÍBK, eftir tap gegn KR í gærkvöldi í Hagaskóla, 85:92. í leikhléi höfðu KR-ingar tveggja stiga forskot, 44:42. Keflvíkingar byrjuðu vel og höfðu yfirhöndina til að byrja með. KR-ingar komu síðan meira inn í myndina þegar líða tók á leikinn og höfðu tvö stig yfir þegar flautað var til leik- hlés. Guðjón Skúlason, sem lék með Keflvíkingum þrátt fyrir meiðsli, fór hamförum síðustu mínúturnar og skoraði 9 af 11 síðustu stigum liðsins fyrir leikhlé. KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn mjög vel og þegar hann var hálfnaður höfðu þeir náð 12 stiga forystu, 70:58, og þann mun tókst Keflvíkingum aldrei að brúa til fulls. „Slök vítahittni tók okkur út úr leiknum. Eins voru dóm- ararnir slakir. Þeir dæmdu öll vafaatriði KR-ingum í hag. En það skiptir ekki máli. Við munum ekki hugsa um dóm- ara í seinni leiknum. Við mun- um leika til sigurs og ná Is- landsmeistaratitlinum í fyrsta sinn“ sagði Axel Nikulásson, einn reyndasti og besti maður ÍBK. „Við lékum betri sókn en í fyrri leiknum en þetta var erf- itt. Eg vona að síðasti leikur- inn verði góður, þó svo að úr- slitaleikir séu yfirleitt aldrei mjög góðir körfuboltalega séð. ÍBK er mjög gott lið. Það hef- ur alla burði sem gott lið þarf að hafa og er ekki staðnað í einu leikkerfi. En við KR-ing- ar ætlum okkur auðvitað að sigra. Það eru 10 ársíðan liðið vann Islandsmeistaratitilinn síðast, svo það er jafn mikið keppikefli fyrir strákana eins og ykkur Keflvíkinga að vinna“ sagði Lazlo Nemeth, hinn júgóslavneski þjálfari KR-inga en hann er jafnframt landsliðsþjálfari. Það vakti athygli að miða- verð á leikinn var uppsprengt, vægast sagt. KR-ingar seldu miðann á 700 kr. og stór hluti barna og unglinga þurfti að greiða sama gjald, þar sem að barnamiðar seldust upp á und- an. „Þetta er löglegt en sið- laust" sagði Gunnar Jóhanns- son, formaður körfuknatt- leiksráðs IBK, „ég vona bara að stuðningsmenn okkar fjöl- menni og hreinlega fylli húsið heima og veiti strákunum þann stuðning sem þarf til að tryggja titilinn heim í fyrsta skipti". Það var mikil óánægja með að leikurinn skyldi fara fram í Hagaskóla sem tekur aðeins rúmlega 300 manns í sæti og þurftu á milli 50 og 100 manns frá að hverfa en fengu þó sjón- varpsskermi fyrir utan Haga- skóla, þar sem þeir gátu fylgst Jón Kr. Gíslason, þjáll'uri og leikmaður IBK, ú fullri ferð í fyrri lciknum gegn Klt. Jón Kr. hefur staðið sig mjög vcl eins og reyndar allir strákarnir, en þeir munu annað kvöld lcika sinn mikilvægasta leik á ferlinum, sem getur Iryggt þeim Islandsmeistaratitilinn í fyrsta skipti. Ljósm.: mad. með leiknum með aðstoð Rík- issjónvarpsins. Hvort lið hefur nú unnið einn leik. Keflvíkingar unnu fyrri leikinn í Keflavík, 77:74, og því þarf þriðja leikinn til að skera úr um hvort liðið hlýtur íslandsmeistaratitilinn. Við hvetjum alla Suðurnesjamenn sem vettlingi geta valdið til að mæta og hvetja Keflvíkinga til sigurs en leikurinn við KR verður í Iþróttahúsi Keflavík- ur á miðvikudagskvöld og hefst kl. 20. I 6,5 millj. kr. skuld við DS felld niður? Stjórn SSS samþykkti á fundi sínum á fimmtudag, að ósk Keflavíkurbæjar, eftir- farandi tiilögu: „Stjórn SSS samþykkir að framlag til nýiramkvæmda hjá D.S. vegna ársins 1988, verði fellt út hjá eignaraðit- um þar sem um framkvæmd- ir var ekki að ræða á s.l. ári. Reiknaðir vextir v/fjárfest- inga verði felldir út hjá þeim sveitarfélögum sem um það voru krafin. Sveitarfélög sem greiddu til framkvæmda fái endurgreitt og reiknaðirá það sömu vextir og beitt er við vattskil sveitarfélaganna við sameiginlega reknar stofnanir." Var tillaga þessi samþykkt með 5 atkvæðum, Vilhjálm- ur Grímsson, fulltrúi Vatns- Ieysustrandarhrepps, sat hjá og Bjarni Andrésson, fulltrúi Grindvíkinga, þar sem Grindavík er ekki eignarað- ili að DS. i Verði tillaga þessi sam- þykkt í stjórn DS ug hjá öll- um aðildarsveitarfélögum SSS munu þær 6,5 milljónír, sem reiknaðar höfðu veriðtil skuldar hjá Keflavíkurbæ, verða felldár niður. Jafnframt þessu var eftir- TRÉ-X HOBBY EFNI úr furu. Borðplötur, borðfætur, skápahurðir, hilluefni, hornbekkir o.fl. TRÉ-X BYGGINGAVÖRUR Iðavöllum 7 - Keflavík - Sími 14700 farandi tillaga samþykkt ein- róma: „Stjórn SSS samþykkir að beina þeim tilmælum til sam- eiginlega rekinna stofnana að framkvæmdaljárlög verði ekki innheimt fyrr en tjllaga bæjarstjórnar Keflavíkur varðandi fjárfestingarfram- lög hefur verið afgreidd af fjárha^snefnd, stjórn SSS og sveitarstjórnum." Nýting strompgufunnar i Svartsengi: Varmaskipt- arnir eru komnir Þrír' varmaskiptar, hver um sig 40 tonn að þyngt, eru nú komnir til landsins fyrir Ormat vélarnar sem settar verða upp í Svartsengi. Urn miðjan maí eru síðan hverfl- arnir eða túrbínurnar, eins og þeir eru oftast nefndir, yæntanlegir til landsins frá ísrael. Er því þess að vænta að með hausti hefjist nýting á strompgufunni í Svartsengi. Mun því gufa sú, sem nú kemur úrorkuveri Hitaveitu Suðurnesja þar á staðnum, minnka til mikilla muna. V'oru varmaskiptarnirþrír að tölu fluttir upp í Svarts- engi í morgun, en þeir flutn- ingar höfðu tafist um einn dag sökum tækpibilunar. Lögregluembættin á Suðurnesjum: Úttekt lokið Nefnd sú, sem skipuð var í vetur til að gera úttekt á lög- regluembættunum tveimurá Suðurnesjum, það er því á Keflavíkurvíkurflugvelli og hinu sem er í sveitarfélögun- urn, iiefur nú lokið verki sínu. Er skýrsla nefndarinn- ar komin til Fjárlaga- og hagsýslustofnunar svo og ut- anríkisráðuneytisins. Að sögn Þorsteinslngólfs- sonar, skrifstofustjóra Varn- armáladeildar, er nú unnið þar á bæ eins hratt og hægt er úr skýrslunnDen hann sagð- ist þó ekki sjá fyrir endan á þeirri vinnu er blaðið liafði samband við hann á föstu- dag. Er því ekki hægt á þessu stigi að birta niðurstöður úr úttekt þessari. Var þetta eitthvert KR(ónu)- dæmi, að fá þriðja leikinn . .. ?

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.