Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.03.1989, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 21.03.1989, Blaðsíða 6
6 Þriðjudagur 21. mars 1989 ATVINNA Starfsmaður óskast til starfa við filmuframköllun. Verzlunin Hljómval Suðurnesjabúar athugið Tek aftur til starfa á tannlæknastofu minni að Suðurgötu 24 í byrjun apríl. Þorleifur Matthíasson tannlæknir. FJÓRFALDUR GETRAUNApottur ÞREFALDUR LOTTÓpottur íþróttavallarhúsið við Hringbraut í Kefla- vík er opið fimmtudag (skírdag) kl. 13-21 og laugardag kl. 10-20:15. Góð aðstaða fyrir tippara - sérfræðingar ÍBK veita ráðgjöf og aðstoð. Komið tímanlega - það er betra! r Munið að getraunanúmer IBK er 230 Með því að versla við ÍBK styrkið þið íþrótta- og æsku- lýðsstarfsemi í Keflavík. Kannski verður þú næsti MILLJÓNERI! \>iKur< molar Grín - Gagnrýni - Vangaveltur Umsjón: Emil Pá/l Gott framtak Það er skammt stórra högga á milli hjá Knatt- borðsstofu Suðurnesja. Næsta verkefni stofunnar er umfangsmesta snókermót sem haldið hefur verið hér á landi og nefnist „Ásamót- ið“. Það mun fara fram sam- tímis á 24 stofum víðsvegar um landið. Sigurvegararnir á hverjum stað leika í úrslitum á Knattborðsstofu Suður- nesja 1. apríl nk. en úrslita- leikurinn síðan sýndur í beinni útsendingu í ríkis- sjónvarpinu 8. apríl. Allur ágóði af mótinu mun renna beint til SÁÁ... ...síðan handboltinn , Hinir hugmyndaríku starfsmenn Knattborðsstofu Suðurnesja munu, að loknu SÁÁ-mótinu, halda annað styrktarmót, og var Hand- knattleikssamband íslands næst fyrir valinu. Það mót verður með svipuðu sniði og Ásamótið en með örlítið meira „kryddi“ ef svo má segja, því landsliðsmennim- ir munu dreifa sér á stofurn- ar þegar mótið fer fram og vera gestaþátuajcendur á hverjum stað. Úrslitaleikur- inn fer svo fram í sjónvarps- útsendingu hjá Stöð 2.... Góðar vinningslíkur í Öldunni Áður hefur verið sagt frá góðum vinningum sem feng- list hafa út á skafmiða og skyndihappdrattismiða, keypta í Öldunni í Sand- gerði. Nú hefur sami leikur- inn endurtekið sig, því bæði Lancia bíll og utanlandsferð komu á miða kcypta þar nú 1 fyrir skemmstu. Var i báðum tilfellum um skafmiða áð ræða, annars vegar frá SÁÁ og hins vegar Fjarkinn. Gallinn horfinn Tískuvöruverslunin Gall- inn, sem var til húsa að Hafnargötu 26 í Keflavík, er nú horfin af sjónarsviðinu en í staðinn er kominn þar leik- tækjasalur í eigu sama aðila og átti Gallann, þ.e. Friðriks Smára Friðrikssonar, sem einnig á hluta í Ungó og verslunina Ný-ung. Bjórinn vinnur með löggunni Hver hefði trúað því að með tilkomu bjórsins hefði lögrcglan gengið í gegnum tímabil þar sem afskipti af ölvuðu fólki minnkaði snar- lega? Það er þó raunin á. a.m.k. varðandi lögregluna í Keflavík, sem nú þrátt fyrir hrakspár fyrir B-daginn, skilur ckki neitt í neinu. Brói með - Brói móti Gárungarnir í Njarðvík vísa rnargir á það hvað lífið tekur stundum á sig ein- kennilegar myndir. Tökum sem dæmi stöðu Guðmund- ar Sigurðssonar (Bróa) í bæj- arráði Njarðvíkur. Algengt er að hann sé þar sammála öðrurn bæjarráðsmönnum. Síðan kemur málið fyrir í bæjarstjórn og þá er liann sammála flokksbræðrum sínurn og greiðir þvt stund- um atkvæði gegn fyrri sam- þykkt sinni. Þetta kalla gár- ungarnir að fara í hringi. Fjölgað í vatnsveitunni? Nú berást fréttir um að svo geti farið að fjölgað verði úr 5 í 7 í stjórn Vatnsveitu Suður- nesja. Með því móti gætu’ meirihlutamenn í Keflavík og Njarðvik haldið meiri- hluta sinum í stjórninni, þó svo fari að minnihlutinn fái einnig mann kjörinn. Einkaréttur á rafvirkjavinnu Fregnir hafa borist af því að nú sé það rætt alvarlega hvort ekki væri rétt að ráða rafvirkja til starfa hjá Njarð- víkurbæ. Ástæðan mun vera sú að ýmsum ráðamönnum finnst kostnaður þess aðila, sem þjónar bæjarstofnunum í þessari iðngrein í henni Njarðvík, vera all háir. Eins eru margir sem telja það ekki viðeigandi að einn bæjarfull- trúa hafi einkarétt á þessari þjónustu við bæjarfélagið. „Bílakringla“ Grófin í Keflavík verður brátt nokkurs konar „bíla- kringla“ Suðurnesja, því nú um mánaðamótin mun Birg- ir Guðnason opna bíiasölu með nánast öllum þeim teg- undum bifreiða sem ekki hafa umboð hér á Suðurnesj- um, s.s. Honda, Daihatsu, Volvo, Nizzan, Subaru, Peu: geot, Chrysler og fleiri. í fralnhaldi af því ætlar Birgir að opna varahlutaverslun þarna í Grófinni, við hlið bílasölunnar, sem verður nokkurs konar pöntunar- verslun með lítinn lager, og felst aðallega í því að við- skiptavinurinrí kemur og pantar vöruna og fær liana afgreidda síðar um daginn eða morguninn eftir. Húsið. sem hýsir fyrir m.a. Bílasölu Suðurnesja, sem er með um- boð lyrir Bílaborg-Svein Eg- ilsson hf„ fær nafnið B.G. húsið og verður eins og fyrr greinir n.k. bílakringla Suð- urnesja... Afmælishátíð Keflavíkurbæjar: Fjölbreytt dagskrá Hátíðarfundur bæjarstjórn- ar Keflavíkur á Flug Hóteli, laugardaginn l.aprílkl. 10.00. Meðal fundarefnis: heiðurs- borgari kjörinn. Afmælishátíð laugardaginn 1. apríl í íþróttahúsinu við Sunnubraut. Heiðursgestur frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands. Hátíðin hefst kl. 14.00 við listaverkið af Stjána bláa við Hafnargötu og verður listaverkið afhjúpað. KI. 15.00 hefjast hátíðarhöldin í íþróttahúsinu. Allir bæjarbú- ar boðnir velkomnir. Dagskrá: Setning forseta bæjarstjórn- ar Keflavíkur, Önnu Margrét- ar Guðmundsdóttur. Ávarp forseta Islands, frú Vigdísar Finnbogadóttur. Ávarp félagsmálaráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur. Ávarp bæjarstjórans í Keflavík, Guðfinns Sigurvins- sonar. Leikþáttur barna úr Myllu- bakkaskóla. Söngur: Einar Júlíusson og Olöf Einarsdóttir. Atriði úr Gömlu Keflavík í umsjá Leikfélags Keflavíkur. Söngur Karlakórs Keflavík- ur. Fimleikasýning hjá Fim- leikafélagi Keflavíkur. Danssýning í umsjá Dans- skóla Auðar Haralds. Veitingar verða í nýja íþróttasalnum eftir dag- skrána. Júdómót á vegum Júdó- deildar UMFK sunnudaginn 2. apríl í íþróttahúsinu í Kefla- vík kl. 10.00. i Tónlistarhátíð í íþróttahús- inu í Keflavík, laugardaginn 8. apríl kl. 16.00. Keflvískir tón- listarmenn flytja. M.a. koma fram: Hljómar, Pandóra, Sing-Sing, María Baldursdótt- ir, Rut Reginalds, Gunnar Þórðarson, Rúnar Júlíusson, Jóhann Helgason, Einar Júl- íusson, Magnús Kjartansson, Finnbogi Kjartansson, Þor- steinn Eggertsson, Mummi og Bubbi. Sýning Brúðuleikhússins sunnudaginn 2. apríl í Félags- bíói. Sýningar verða tvær, kl. 14.00 og 16.00. Einsöngstónleikar Hlífar Káradóttur sópran á vegum Tónlistarfélags Keflavíkur í Félagsbíói 5. apríl 1989 kl. 20.30. Undirleikari Lára Rafnsdóttir. Leikfélag Keflavíkur sýnir revíuna „Við kynntumst fyrst í Keflavík." Sýningar eru í Fél- agsbíói. Frumsýning föstudaginn 7. apríl kl. 21.00. 2. sýning laugardaginn 8. ápríl kl. 21.00. 3. sýning sunnudaginn 9. apríl kl. 17.00. 4. sýning sunnudaginn 9. apríl kl. 21.00. 5. sýning þriðjudaginn 11. apríl kl. 21.00. Öldruðum Keflvíkingum boðið sérstak- lega á 5. sýningu. Innanfélagsmót Fimleika- félags Keflavíkur sunnudag- inn 9. apríl i íþróttahúsi Kefla- víkur. Stendur frá 10.00 til 17.00. Kennaratónleikar Tónlist- arskóla Keflavíkur mánudag- inn 10. apríl kl. 20.30 í Tónlist- arskólanum við Austurgötu.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.