Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.03.1989, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 21.03.1989, Blaðsíða 12
MlKUH 12 Þriðjudagur 21. mars 1989 i*am Útvegsbanki íslands hf. - þar scm þekking og þjónusta fara saman - Staða skrifstofustjóra í Útvegsbanka íslands h.f. í Keflavík er laus til umsóknar. Laun samkvæmt kjarasamn- ingum S.Í.B. og bankanna. Umsóknir óskast sendar undirrituðum fyrir 1. apríl n.k. Eiríkur Alexandersson útibússtjóri. Ferð fyrir aldr- aða til Mallorca 2.-23. maí Ásthildur Pétursdóttir kynnir ferðina í Keflavík, miðvikudaginn 29. mars kl. 18 að Suðurgötu 12-14 og í Grindavík kl. 14-17. Ferðanefndin Ný tannsmíðastofa Hef opnað tannsmíðastofu að Tjarnargötu 2, 3.H., Bústoðarhúsinu, Keílavík. Tek að mér alla almenna tannsmíðavinnu. Pétur Már Pétursson tannsmiður sími 92-15279 Vatnsleysustrandarhreppur: 13 tilboð bárust í sjóvarnar- garðana Á föstudag voru opnuð til- boð í framkvæmdir við gerð brimvarnargarðs í Vogahöfn og sjóvarnargarðs í Brunna- staðarhverfi á Vatnsleysu- strönd. Að sögn Vilhjálms Grímssonar sveitarstjóra xbárust alls 13 tilboð í verkið. Það lægsta nam 73,91% af kostnaðaráætlun eða tæpum 5,6 milljónum króna og var frá Suðurverki h.f. á Hvols- velli. Það næst lægsta var frá Vinnuvélum Suðurnesja og nam 77,05% af kostnaðar- áætlun eða 5,8 milljónum króna. Það hæsta var hins vegar upp á 13,6 milljónir og var frá Borgarvirki. Kostn- aðaráætlunin nam 7,5 millj- ónum króna. Var reiknað með að fjallað yrði um tilboð þessi í hafnar- nefnd í gær (mánudag) og í hreppsnefnd í dag (þriðju- dag). Sjóuirnargurður á Vatnsleysuströnd, sem lengdur verður í áttina að byggðinni í Vogum. Ljósm.: hbb. Dagný Gísladóttir, starfsstúlka í Tangó ásamt öðrum eigenda verslunarinnar, Fannýju Sif Gísla- dóttur. Ljósm.: hbb ^^CTILKYNNING FRÁ PÓSTI OG SÍMA KEFLAVÍK - NJARÐVÍK Fermingarskeytaþjónustan verður með sama hætti og undanfarin ár. Skírdag, 23. mars, kl. 10-18. 2. í páskum, 27. mars, kl. 14-18 og 2. apríl kl. 10-18. Geymið auglýsinguna og notið þjónustuna. Stöðvarstjóri Pósts og Síma Keflavík-Njarðvík Sími 15000 TANGÓ við Tjarnargötu Nýverið opnaði tískuvöru- verslunin Tangó verslun að Tjarnargötu 3 í Keflavík, þar sem tískuverslunin Tipp Topp var áður til húsa. Er þetta þriðja verslunin sem opnar undir þessu nafni en tvær eru reknar í Reykja- vík. Eigendur Tangó í Kefia- vík eru þau Fanný Sif Gísla- dóttir og Oskar Gíslason. Sagði Fanný í samtali við blaðið að á boðstólum væri tískufatnaður á allt hresst ungt fólk, en fatnaðurinn kæmi aðallega frá Ítalíu og Amsterdam í Hollandi.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.